Af hverju TM?

Af hverju átt þú frekar að vera hjá TM en öðrum tryggingafélögum?

Ertu ekki með á hreinu hvað þarf að tryggja og hvernig er best að gera það? Það er vissulega ekki hægt að tryggja allt, en við getum aðstoðað þig og svarað þínum spurningum. Til að byrja einhvers staðar, mælum við með því að þú haldir áfram niður síðuna. Það hjálpar.

Skrunaðu áfram

Renndu niður.
Það tekur enga stund.

Ef þú ert að flýta þér, getur þú auðvitað fengið tilboð strax í tryggingarnar þínar. Við höfum svo samband og förum yfir málin með þér. Þannig að það sé alveg á hreinu að þú sért með réttu tryggingarnar.

En við mælum með síðunni. Einn, tveir og ... byrja.

Fáðu tilboð í tryggingar

Skráðu þig og við höfum samband

???SpamProtection.SpamSmallprint???

Ef eitthvað kemur fyrir þá viltu vera hjá TM …

Því það eru ekki öll trygginga­félög eins.

Þegar allt er í tjóni
skiptir máli hvar þú ert …

Það reynir fyrst á þjónustuna þegar eitthvað kemur upp á.

Við bregðumst alltaf fljótt og vel við tjónum. En ekki hafa bara okkar orð fyrir því...

Hröð þjónusta!

Ég fékk kveðju frá TM og vildi láta vita að við fengum mjög góða þjónustu vegna vatnstjóns sem við urðum fyrir.

Þið brugðust hratt við og senduð mann til að aðstoða við að þurrka upp og svo fengum við tjónið bætt á sanngjarnan hátt.

Við sjáum ekki eftir að hafa flutt okkur til ykkar.

Ef þið eruð ánægð,
þá erum við ánægð.

Við leggjum okkur fram um að gera hlutina vel
og okkur þykir vænt um viðskiptavini okkar
— á tryggingaþverfaglegan hátt auðvitað.

Talandi um ánægju. Við getum ekki kvartað yfir viðtökunum.

Fólk hefur meira að segja haft orð á þessu við okkur, bréfleiðis.

Íslenska ánægjuvogin árin 1999-2003, árin 2005-2008, og árin 2010-2012!

Bestu þakkir!

Góðan dag. Sem betur fer hef ég ekki oft þurft að leita til ykkar vegna tjóns en ég vil þakka kærlega fyrir góða móttöku. Allir sem að málinu komu voru virkilega almennilegir og vildu allt fyrir okkur gera.

Málið leystist vel og ég er búin að segja mörgum frá hversu góða þjónustu ég fékk hjá ykkur og vonandi skilar það sér til ykkar.

Bestu þakkir.

Má bjóða þér í mat?

Tryggingafélög eru kannski ekki þau skemmti­legustu í heimi.
En við erum traust og örugg og viljum allt fyrir þig gera.

Til að byrja einhversstaðar viljum við bjóða þér í mat
Það er að segja … tryggingamat.

Fylltu út formið og við höfum samband fyrr en varir.
Þeir sem skrá sig geta unnið ljúffengan málsverð.

Fáðu tilboð í tryggingar

Skráðu þig og við höfum samband

???SpamProtection.SpamSmallprint???

Takk fyrir komuna