Akstur á eigin bíl erlendis

Ábyrgðartrygging ökutækja gildir um notkun ökutækisins á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem og í Sviss. Ef ferðast er utan þess svæðis þarf að fylgja bifreiðinni alþjóðlegt vátryggingarkort, svokallað grænt kort.

Grænt kort er hægt að nálgast hér á TM vefnum. 

Sækja um Grænt kort

Einnig er hægt að sækja um Grænt kort í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24 alla virka daga milli klukkan 09.00 - 16.00 eða næstu þjónustuskrifstofu okkar.

Ef ökutækið er með kaskótryggingu, þá gildir sú trygging hvar sem er í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins og Sviss í allt að 90 daga frá þeim degi talið sem ökutækið er flutt frá Íslandi.

Athugið að þjófnaður og skemmdarverk á ökutæki erlendis er ekki bótaskylt.