Ferðaslysatrygging

Tryggingin greiðir bætur vegna slysa sem vátryggður verður fyrir á ferðalagi í einkaerindum í þann tíma sem kemur fram í skírteini. Einnig gildir vátryggingin í viðskiptaferðum, ráðstefnum eða námskeiðum í allt að þrjá mánuði. Vátryggingin nær til ferðalaga í þeim heimshluta sem tilgreindur er í skírteininu.

Tryggingin bætir

 • Slys sem verða við almenna íþróttaiðkun.
 • Tannbrot vegna slysa.
 • Dánarbætur.
 • Örorkubætur.
 • Dagpeninga ef viðkomandi er á aldrinum 16-67 ára.
 • Kostnað vegna læknisvottorða og örorkumats.

Tryggingin bætir ekki

 • Slys sem verða í vinnu.
 • Slys af völdum vélknúins ökutækis sem er skráningarskylt.
 • Slys sem verða í fjallaklifri, bjargsigi og froskköfun nema þess sé sérstaklega getið í skírteini.
 • Slys er verða í hnefaleikum, hvers konar glímu, akstursíþróttum, drekaflugi, svifflugi, fallhlífarstökki og teygjustökki nema þess sé sérstaklega getið á skírteini.
 • Slys sem verða í keppni eða æfingar fyrir keppni í hvers konar íþróttum.
 • Brjósklos.
 • Brot gervigóma.
 • Slys vegna atvinnu nema þess sé sérstaklega getið á skírteini.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar