Skaðatrygging á lausafé

Skaðatrygging á lausafé er víðtæk eignatrygging sem tekin er á einstaka dýra muni svo sem tölvur, myndavélar, mælitæki og önnur dýr tæki sem ekki eru að staðaldri á sama vátryggingarstað.

Tryggingin bætir

  • Vátrygging þessi bætir hvers konar tjón eða skemmdir á hinu vátryggða af völdum bruna, þjófnaðar, vatnstjóns, flutningsslyss eða skyndilegs óhapps svo og ef hið vátryggða fer alveg forgörðum.

Tryggingin bætir ekki

  • brotatjón á hlutum úr leir eða gleri, nema tjónið stafi af því að flutningstæki hlekkist á, bruna, þjófnaði eða allur hinn vátryggði hlutur fari forgörðum,
  • tjón vegna ónógra eða lélegra umbúða,
  • tjón sem stafar af snöggum hita- eða rakabreytingum, tæknilegum bilunum, sliti, rýrnun, meindýrum eða því að vátryggðir munir skemmast af eðlislægum ágalla (inherent vice),
  • tjón á töskum sem rispast eða skemmast vegna hnjasks,
  • tjón vegna eignaupptöku, kyrrsetningar og svipaðra aðgerða opinberra aðila sem hafa tekið sér opinbert vald svo og tjón sem verða af völdum styrjaldar, uppreisnar, óeirða eða verkfalls,
  • tjón sem verða er vátryggður gleymir hlut, týnir honum eða misleggur og hlutum sem skildir eru eftir á almannafæri t.d. (til dæmis) afgreiðslum flutningsaðila, baðstöðum, tjaldstæðum, almennum snyrtiherbergjum o.s.frv. (og svo framvegis),
  • tjón vegna þjófnaðar úr ólæstum híbýlum, bifreiðum og bátum.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.