Landbúnaðartrygging

Mikilvægt er fyrir alla fyrirhyggjusama bændur að tryggja vel starfsemi sína og búfénað. Landbúnaðartrygging er samsett vátryggingarvernd sem felur í sér lausafjártryggingu og ábyrgðartryggingu og er ætluð bændum sem leggja stund á hefðbundnar búgreinar.
  • Lausafjártrygging bætir tjón á búfé af völdum eldsvoða, óveðurs, raflosts og umferðaróhapps. Fóður, tæki og áhöld eru einnig tryggð.
  • Ábyrgðartryggingin tryggir gegn skaðabótakröfum sem geta skapast vegna starfsemina.