Ábyrgðartrygging fyrir loftfar og farþega þess

Ábyrgðartryggingin tekur til skaðabótaábyrgðar sem á vátryggðan kann að falla skv. skaðabótareglum og loftferðalögum.

Hámarksbótafjárhæð vegna farþega er 250.000 SDR pr. farþegasæti. 

Hámarksbótafjárhæð vegna ábygðartryggingar loftfarsins byggist á flugtaksþunga loftfarsins, sbr. reglugerð nr. 78/2006, sjá nánar í neðangreindri töflu:

Flokkur Skráður hámarksflugtaksþungi (kg) Lágmarksbótafjárhæð SDR
1 <500 750.000
2 <1.000 1.500.000
3 <2.700 3.000.000
4 <6.000 7.000.000
5 <12.000 18.000.000
6 <25.000 80.000.000
7 <50.000 150.000.000
8 <200.000 300.000.000
9 <500.000 500.000.000
10 >500.000 700.000.000