Ábyrgðartrygging - Protection & Indemnity (P&I)

Protection & Indemnity (P&I) trygging er sérstök ábyrgðartrygging sem tekur til lögboðinnar og samningsbundinnar ábyrgðar sem hvílir á skipseiganda gagnvart þriðja aðila. P&I trygging kemur til viðbótar húftryggingu, þ.e. fyrst reynir á bótaskyldu úr húftryggingunni áður en reynir á P&I trygginguna.

Félagið býður milligöngu um P&I tryggingu fyrir allar stærðir skipa. Vakin er athygli á að skip yfir 1000 brúttótonn að stærð, sem fara út fyrir íslenska lögsögu, þurfa að hafa P&I tryggingu sem tekur til krafna vegna ábyrgðartjóna og sem uppfyllir auk þess kröfur samkvæmt alþjóðlegri samþykkt um ábyrgð vegna olíumengunartjóna,  "the International Convention on Civil Liability for Bunker oil Pollution Damage". Samkvæmt framangreindri samþykkt er skipseigandi ábyrgur fyrir mengunartjónum af völdum skipsins þegar það kemur í lögsögu ríkja sem eru aðilar að samþykktinni.