Flutningstrygging (A)

Víðtækir skilmálar sem eru einkum  notaðir þegar að vátryggja skal t.d.  frystar og ferskar sjávarafurðir, lýsi og mjöl, alla almenna neysluvöru, viðkvæma vöru, húsgögn, brothættar vörur, nýja bíla og tæki.

Tryggingin bætir

  • Allt tap eða skemmdir á hinu vátryggða.
  • Sameiginlegt sjótjón og björgunarkostnað.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón af völdum stórkostlegs gáleysis eða ásetnings vátryggða.
  • Tap og skemmdir sem stafar af ónógum eða óhæfum umbúðum.
  • Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af innri skemmd eða eðli hins vátryggða.
  • Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af gjaldþroti eða fjárhagslegri vangetu (e. financial default) eiganda, leigutaka eða rekstraraðila flutningstækis.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar A