Flutningstrygging (B)

Takmarkaðir skilmálar sem eru helst  notaðir  þegar vátryggja skal  grófari vörutegundir  s.s. hrátimbur, notaða bíla og vélar, járnvörur o.fl. Skilmálar ekki eins víðtækir og skilmálar (A) þar sem bótaskyldir atburðir eru sérstaklega tilgreindir.

Tryggingin bætir

 • Tap eða skemmdir á hinu vátryggða af eftirtöldum orsökum:
  1. eldur eða sprenging,
  2. skip eða flutningsfar strandar, tekur niðri, sekkur eða hvolfir,
  3. flutningstæki á landi hvolfir eða fer út af spori,
  4. skip, flutningsfar eða flutningstæki rekst á eða snertir fastan eða fljótandi ytri hlut,
  5. losun á farmi í neyðarhöfn,
  6. jarðskjálfti, eldgos eða elding.
  7. samtjónsfórn,
  8. að farmi er varpað fyrir borð eða honum skolar fyrir borð,
  9. að sjór eða ósalt vatn úr stöðuvatni eða á kemst í skip, flutningsfar eða flutningstæki, gáma, flutningsvagna eða geymslustað.
  10. altjón á sjálfstæðum einingum sem falla fyrir borð eða detta niður við lestun eða losun skips, flutningsfars eða flutningstækis.
 • Sameiginlegt sjótjón og björgunarkostnað.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón af völdum stórkostlegs gáleysis eða ásetnings vátryggða.
 • Tap og skemmdir sem stafa af ónógum eða óhæfum umbúðum.
 • Tap, skemmdir eða kostnað sem stafar af innri skemmd eða eðli hins vátryggða.
 • Tap, skemmdir eða kostnað sem stafa af gjaldþroti eða fjárhagslegri vangetu (e. financial default) eiganda, leigutaka eða rekstraraðila flutningstækis.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.

Skilmálar B