Starfsábyrgðartrygging

Vátryggingin greiðir bætur vegna fjárhagslegs tjóns þriðja aðila af völdum mistaka tryggingataka við sérfræðiþjónustu sína.

 Tryggingin bætir

  • Vátryggt er gegn bótaskyldu, er fellur á vátryggingartaka þegar þriðji maður verður fyrir almennu fjártjóni, sem rakið verður til starfa vátryggingartaka sjálfs eða starfsmanns hans

Tryggingin bætir ekki

  • Tryggingin tekur ekki til ábyrgðar vegna ásetnings vátryggingartaka eða starfsmanns hans.
  • Tryggingin tekur ekki til ábyrgðar vegna sekta sem falla á vátryggingartaka eða þriðja mann.
  • Tryggingin tekur ekki til ábyrgðar vegna slyss á manni, annars líkamstjóns eða skemmda á munum.


Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.