Gæslutrygging

Ef veikindi eða slys ber að höndum er gott að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvað verður um gæludýrið á meðan umsjónarmaður þess þarf að dvelja á sjúkrahúsi. 

Tryggingin bætir

  • Kostnað vegna vistunar og gæslu gæludýrsins á viðurkenndu dýrahóteli ef umsjónarmaður þess þarf óvænt að dvelja á sjúkrahúsi lengur en þrjá daga vegna slyss eða skyndilegra veikinda.

Tryggingin bætir ekki

  • Fjarveru vegna langvinnra veikinda sem áður hafa orsakað dvöl á sjúkrahúsi.
  • Fjarveru vegna meðgöngu eða barnsfæðingar.
  • Fjarveru vegna veikinda sem orsakast af misnotkun áfengis eða lyfja.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.