Sjúkrakostnaðartrygging hesta

Það getur verið mjög dýrt að fara með slasaðan eða veikan hest til dýralæknis. Tryggingin bætir allan réttmætan og ófyrirséðan lækniskostnað sem er bein afleiðing af slysum og/eða sjúkdómum. Sjúkrakostnaðartryggingar hesta endurnýjast ekki eftir að hesturinn nær 20 vetra aldri.

Tryggingin bætir

 • Greiðslur til dýralækna/dýraspítala vegna skoðunar og meðferðar.
 • Nauðsynlega keisaraskurði.
 • Lyf sem dýralæknir/dýraspítali afhendir og gefur hestinum við skoðun eða meðferð.
 • Tannviðgerðir vegna slysa.
 • Rannsóknir, svo sem röntgenmyndir, segulómskoðun og rannsóknir á vefjum og öðrum sýnum.
 • Nauðsynlegan flutning á hestum til og frá dýralækni.

Tryggingin bætir ekki

 • Meðferð vegna slysa eða sjúkdóma sem hafa komið upp áður en vátryggingin gekk í gildi. 
 • Meðfædda og arfgenga kvilla.
 • Sjúkdóma sem koma upp innan 14 daga frá gildistöku tryggingarinnar.
 • Kostnað vegna geldinga hesta, ófrjósemisaðgerða eða fæðingar afkvæma.
 • Kostnað vegna tannhirðu, ormahreinsunar, járninga eða umhirðu hófa.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.