Líf- og heilsutrygging hesta

Líf- og heilsutrygging greiðir bætur ef hesturinn deyr eða missir algjörlega heilsu sína. Hesturinn er einnig tryggður ef hann týnist eða honum er stolið.

Tryggingin endurnýjast ekki eftir að hesturinn hefur náð 20 vetra aldri. Ekki eru greiddar hærri bætur en sem nemur markaðsvirði hestins.

Tryggingin bætir

 • Ef hesturinn deyr af völdum sjúkdóms eða slyss, eða aflífa verður hestinn samkvæmt úrskurði dýralæknis.
 • Ef hesturinn týnist eða honum er stolið. Eigin áhætta fyrir tapaðan hest er 25% af tjónsupphæð.
 • Heilsubrestur (afnotamissir), ef hesturinn missir heilsu sínu varanlega en lifir eða ef tjónsatburðurinn sviptir hann alveg því notagildi sem tilgreint er í skírteini, svo sem til keppni eða undaneldis, eru bætur greiddar að frádregnu virði hestsins eftir tjónsatburðinn.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón vegna arfgengra eða meðfæddra sjúkdóma og kvilla.
 • Tjón vegna atvika sem hafa komið upp áður en tryggingin gekk í gildi
 • Sjúkdóma sem koma upp innan 20 daga frá gildistöku tryggingarinnar.
 • Tjón vegna boðs yfirvalda, t.d. um aflífun eða annarra sambærilegra ráðstafana.
 • Tjón vegna aldurstengdra sjúkdóma og hrörnunarsjúkdóma.
 • Tjón vegna spatts.
 • Tjón vegna ófrjósemis nema um sé að ræða sérstaka tryggingu á kynbótahrossi til undaneldis.
 • Tjón vegna keppnis, nema fram komi í skírteini að um keppnishest sé að ræða.
 • Krafa sem er umfram markaðsvirði hins vátryggða hests á Íslandi.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.