Ábyrgðartrygging hesta

Sem eigandi hests getur þú orðið ábyrgur fyrir skemmdum eða slysum sem hann veldur. Þar sem oft er um háar upphæðir að ræða er mikilvægt að vera með ábyrgðartryggingu fyrir hestinni innifalda í hestatryggingu TM.

Tryggingin bætir

  • Bótaskyldu sem fallið getur á vátryggðan sem eiganda hestins vegna líkamstjóns eða skemmda á munum sem hesturinn veldur.
  • Skaðabótaskyldu sem er bein afleiðing af tjóni á mönnum og munum.

Tryggingin bætir ekki

  • Tjón sem eigandi og fjölskylda hans verður fyrir. 
  • Tjón sem fjölskylda þess sem heldur hestinn, hefur hann í gæslu, á leigu eða í haga verður fyrir.
  • Tjón á munum sem þessir aðilar hafa að láni, til leigu eða í geymslu.
  • Hafi ekki verið farið eftir lögum og reglum um til dæmis lausagöngu dýra, merkingar þeirra eða öðrum settum reglum.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.