Takmörkuð líftrygging hesta

Tryggingin hentar þeim sem vilja tryggja hestinn en með ódýrari en góðri vernd. Takmörkuð líftrygging innifelur ekki heilsubrest (afnotamissi) ásamt því að fleiri takmarkanir eru á bótaskyldu en í líf- og heilsutryggingu. 

Tryggingin bætir

 • Ef hesturinn deyr af völdum sjúkdóms eða slyss, eða aflífa verður hestinn samkvæmt úrskurði dýralæknis.
 • Ef hesturinn týnist eða honum er stolið. Eigin áhætta fyrir tapaðan hest er 25% af tjónsupphæð.

Tryggingin bætir ekki

 • Tjón vegna arfgengra eða meðfæddra sjúkdóma og kvilla.
 • Tjón vegna atvika sem hafa komið upp áður en tryggingin gekk í gildi
 • Sjúkdóma sem koma upp innan 20 daga frá gildistöku tryggingarinnar.
 • Tjón vegna boðs yfirvalda, t.d. um aflífun eða annarra sambærilegra ráðstafana.
 • Tjón vegna aldurstengdra sjúkdóma og hrörnunarsjúkdóma.
 • Tjón vegna spatts.
 • Tjón vegna ófrjósemis nema um sé að ræða sérstaka tryggingu á kynbótahrossi til undaneldis.
 • Tjón vegna keppnis, nema fram komi í skírteini að um keppnishest sé að ræða.
 • Krafa sem er umfram markaðsvirði hins vátryggða hests á Íslandi.
 • Tjón vegna heltis, brot/sprungu í beinvef, líkamlegra þroskahamlana eða vandamála í öndunarfærum
 • Viðvarandi vandamál sem verða skyndilega alvarleg
 • Heilsubrestur (afnotamissir)
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.