Líftrygging fyrir fyl og folald

Ef um kynbótahryssu er að ræða og keypt er líf- og heilsutrygging er hægt að bæta við líftryggingu fyrir fyl og folald.

Tryggingin bætir

  • Vátryggingin greiðir bætur sem nema 10% af líftryggingarfjárhæð hryssunar fyrir fyl í hryssu eða folald, ef hryssan er á aldrinum þriggja til átján vetra, ef fylið ferst á 91. degi eða síðar frá því að hryssan var síðast hjá stóðhesti, af völdum fósturláts, erfiðleika við köstun eða dauða hryssunar.
  • Bætur eru greiddar ef ekkert fyl eða folald skilar sér hjá hryssu sem þó hefur verið staðfest fylfull með skoðun dýralæknis, ómskoðun eða blóðprófi 
  • Ef folaldið drepst eða það þarf að aflífa það innan 30 daga frá fæðingu vegna meiðsla, sjúkdóms eða fæðingargalla.
  • Vátryggingin gildir þar til líftrygging er keypt fyrir folald eða þegar folald nær 30 daga aldri, hvort sem á undan verður.

Tryggingin bætir ekki

  • Ef vátrygging er tekin síðar en níu mánuðum eftir að hryssan var síðast hjá stóðhesti.
  • Ef hryssan deyr eða hún er felld vegna áverka og/eða sjúkdóms sem var til staðar þegar vátryggingin var keypt.
Vinsamlegast athugið að upptalningin hér að ofan er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmála tryggingarinnar.