Hóplíftrygging hesta

Ef tryggja þarf 15 hesta eða fleiri getur verið hagkvæmt að taka hóplíftryggingu. 
Um er að ræða takmarkaða líftryggingu hesta og er hámarks vátryggingarverðmæti hvers hests kr. 1.000.000. Listi yfir vátryggða hesta þarf að fylgja með umsókn og uppfæra ef breytingar verða. Eigin áhætta fyrir hesta í hóplíftryggingu er 25% af bótafjárhæð hests sem verður fyrir tjóni. Sömu takmarkanir og skilmálar eru og fyrir takmarkaða líftryggingu hesta.