Slysatrygging fyrir hestamenn

Slys sem hestamaður kann að verða fyrir fæst bætt úr slysatryggingu hestamanna. Slysatrygging innifelur bætur vegna varanlegrar örorku auk þess sem hægt er að innifela bætur bæði vegna tímabundins starfsorkumissis og dánarbætur vegna slyss.

Innifalið í heimatryggingu TM er slysatrygging frítíma sem tekur til almennra hestaslysa. Nær sú trygging yfir tryggingartaka, maka hans og börn sem hafa sama lögheimili og búa saman. Heimatryggingin nær ekki til slysa sem verða við æfingar og keppni, nema um börn yngri en 16 ára sé að ræða.