Gerðu dílinn — og fáðu bílinn Samningur um öruggan akstur

Ungir ökumenn skipta okkur miklu máli. Því bjóðum við þér að skrifa undir samning um öryggi í umferðinni. Þú gætir unnið 100.000 kr. bílprófsstyrk TM.

1. Horfðu fram í tímann, ekki á símann

Ungur ökumaður

Ég lofa að nota aldrei farsíma í akstri, hvorki til að tala í, senda smáskilaboð eða fylgjast með samfélagsmiðlum. Forðast truflun við akstur – eins og að fikta í útvarpinu, reykja, borða eða drekka.

Forráðamaður

Ég lofa að nota aldrei farsíma í akstri, hvorki til að tala í, senda smáskilaboð eða fylgjast með samfélagsmiðlum. Forðast truflun við akstur – eins og að fikta í útvarpinu, reykja, borða eða drekka.

2. Tillitssemi kostar ekkert en hún getur borgað sig

Ungur ökumaður

Ég lofa að láta alltaf vita hvert ég er að fara og hringja í þig ef mér seinkar. Láta þig vita ef mig vantar aðstoð og biðja þig um að sækja mig eða greiða fyrir leigubíl.

Forráðamaður

Ég lofa að svara þegar þú hringir, sækja þig ef þú þarft aðstoð eða samþykkja að greiða fyrir leigubíl án þess að spyrja spurninga. Sama á hvaða tíma sólarhrings. Sýna yfirvegun þegar ég sit í bíl með þér og viðurkenna að mistök eru mikilvægur hluti af námi.

3. Áfengi + akstur = bannað

Ungur ökumaður

Ég lofa að neyta aldrei áfengis eða eiturlyfja og hvorki keyra né þiggja far með ökumanni undir áhrifum.

Forráðamaður

Ég lofa að neyta aldrei áfengis eða eiturlyfja og hvorki keyra né þiggja far með ökumanni undir áhrifum.

4. Verum spennt — ekki missa af framtíðinni

Ungur ökumaður

Ég lofa að nota bílbelti og ganga úr skugga um að farþegar mínir geri það líka. Fara eftir umferðarlögum, þar með talið að aka á löglegum hraða og leggja rétt.

Forráðamaður

Ég lofa að nota bílbelti og ganga úr skugga um að farþegar mínir geri það líka. Fara eftir umferðarlögum, þar með talið að aka á löglegum hraða og leggja rétt.

Ungur ökumaður:

Forráðamaður:

Allt um ökunámið Ferlið frá A–Ö.

Æfðu þig fyrir krossaprófið! Ísbíltúrskort TM í vinning.