TM bloggið

19. jún. 2015 : Til hamingju með daginn, Íslendingar allir

Í dag minnumst við þess að öld er liðin síðan konur öðluðust rétt til að kjósa til Alþingis. Í fyrstu var kosningaréttur kvenna bundinn við fjörutíu ára aldur en 1920 varð hann jafn á við rétt karla. Í dag minnumst við þess að baráttan fyrir kosningarétti kvenna var einmitt það – barátta. 

4. jún. 2015 : Sjómenn, til hamingju!

Sjómanna­dagurinn er á sunnu­daginn. Dagurinn var fyrst haldinn 1938 til að heiðra sjómenn og minnast látinna og varð lögskipaður frídagur sjómanna 1987. Um helgina verður hátíð um allt land í tilefni dagsins. Gleðilegan sjómannadag!

8. maí 2015 : Leitin að draumabílnum

Það er stór ákvörðun hjá flestum að kaupa nýjan eða notaðan bíl og fæstir vilja lenda í því að gera mistök í bílakaupum. Til að hjálpa til við ferlið tókum við saman lista yfir þau praktísku atriði sem gott er að skoða þegar lagt er af stað í að kaupa draumabílinn.

21. apr. 2015 : Bílrúðutjón

Í síðasta bloggi vorum við að tala um holurnar í malbikinu bæði innanbæjar sem og á þjóðvega­kerfinu. Ekki einasta eru holurnar hættulegar heldur er ein afleiðingin sú að á götunum er aukið magn af möl og sandi.

8. apr. 2015 : Holurnar í götunum – aðeins eitt ráð

Eins og vegfarendum er vel kunnugt um hafa götur og vegir komið illa undan vetri. Óvenju víða eru djúpar holur á akstursleiðum sem valdið hafa fjölda óhappa. Fjölmargir hafa lent í að sprungið hafi á dekkjum eftir að ekið hefur verið yfir holur á götum og einnig eru dæmi um að hjólabúnaður bíla hafi laskast.

12. mar. 2015 : Hjálp - barnið mitt er að fá bílpróf!

Því miður sýna tölurnar okkur að reynsluleysi ungra ökumanna eru helstu orsök árekstra og slysa í umferðinni. Það er dýrt að lenda í tjóni en ökutækið má alltaf bæta. Líkamstjón af völdum bílslysa er annað mál og geta fylgt alla ævi og skert lífsgæði. Ábyrgðin er mikil þegar við höldum út í umferðina og við þurfum að hafa í huga að aka varlega til að valda ekki sjálfum okkur eða öðrum skaða.

25. feb. 2015 : Góðar stundir með fjölskyldunni í óveðrinu

Veðrið þessa dagana er nú kannski ekkert til að hrópa húrra fyrir, enda vetur konungur í sínum mesta ham. Þrátt fyrir storma sem geisa þá er hægt að gera ýmislegt spennandi innandyra eins og t.d. að elda súpu, spila spil eða segja draugasögur.

5. feb. 2015 : Þakkir til þín frá starfsfólki TM

Við erum einstaklega glöð og þakklát í dag því að við fengum þær fréttir að viðskiptavinir okkar hafi gefið okkur hæstu einkunn tryggingafélaga í Íslensku ánægjuvoginni 2014. Fyrir það viljum við þakka af öllu hjarta.

28. jan. 2015 : TM mótin

Frá árinu 2007 hefur TM stutt við íslenska kvenna­knatt­spyrnu með öflugum hætti, meðal annars með því að halda TM mót fyrir ungar stúlkur. TM mótið í Kórnum verður haldið  núna um helgina og munu um 1300 stúlkur í 5.- 8. flokki spila saman skemmti­legan fótbolta. Væntanlega munu nokkrar tilvonandi landsliðs­stúlkur vera þar á meðal.

8. jan. 2015 : Áramót

Áramót eru í hugum margra bæði mikilvæg og merkileg. Heilt ár er kvatt og nýju fagnað með tilheyrandi yfirferð yfir liðna atburði og fyrirheitum um að vinna að einhverskonar umbótum á sjálfum sér. Áramót eru tilvalin til að setja sér að gera betur á tilteknum sviðum. Nýtt ár markar nýtt upphaf, það er óskrifað blað sem býður okkur að skilja við lesti og bresti gamla ársins og hefja nýja vegferð til góðs.

11. des. 2014 : Aðventan – tími til að njóta 

Aðventan er yndisleg. Notaleg værð fyllir loftið í bland við eftirvæntingu og kærleika. Á dögunum fengum við Kvennakór Garðabæjar í lið með okkur og litum í heimsókn til nokkurra viðskiptavina. Við vonum að söngurinn færi ykkur yl í hjörtun og óskum ykkur ánægjulegrar aðventu og gleðilegra jóla.

19. nóv. 2014 : Elsku börnin okkar

Hjá TM eru viðskipta­vinirnir stórir sem smáir í fyrirrúmi og við látum okkur heilsu þeirra og foreldra þeirra miklu varða. Þess vegna buðum við foreldrum með börn á fyrsta ári upp á námskeið til að bæta svefn og næringu barnanna með barna­hjúkrunar­fræðingunum Örnu Skúladóttur og Rakel B. Jónsdóttur. Hér má sjá viðtöl við þær Örnu og Rakel sem vonandi gagnast fólki vel.

6. nóv. 2014 : Ef mér leiðist í vinnunni

Flest þekkjum við að finnast af og til leiðinlegt í vinnunni. Það er ekkert óeðlilegt við það enda erum við misjafnlega upplögð og verkefnin misjafnlega spennandi. Við þolum alveg að vinnan sé leiðinleg annað slagið því við vitum að það er tímabundið ástand en ef leiðindin ágerast og vara í langan tíma þurfum við að gera eitthvað í málinu.

16. okt. 2014 : Ef ég kannski óvart dey! 

Samkvæmt lögum ber okkur að tryggja bílinn og húsið og það þykir öllum eðlilegt en hvernig er með fólkið sem býr í húsunum, okkur sjálf, maka okkar og börn  – þá sem okkur þykir vænst um og eru það verðmætasta sem við eigum?

24. sep. 2014 : Við erum leiðandi í sjávarútvegi

Trygginga­mið­stöðin er stofnuð árið 1956 af aðilum í sjávar­útvegi. TM er enn leiðandi tryggingafélag í sjávarútvegi með markaðshlutdeild upp á um 50%. Hjálmar Sigurþórsson, framkvæmdastjóri fyrirtækjaþjónustu TM fer yfir hvernig TM hefur þjónustað fyrirtæki í sjávarútvegi í gegnum árin.

17. sep. 2014 : Hamingjan

Hamingja er flókin en dásamleg tilfinning sem flestir vilja öðlast. Það er snúið að útskýra hvað nákvæmlega felst í því að vera hamingjusöm/samur en í stuttu máli má segja að það sé stöðug vellíðan og lífsgleði. Hamingja fæst ekki með skyndilausnum heldur afstöðu. Engu að síður getum við gert ýmislegt til að auðga líf okkar og hjálpa okkur á leiðinni.

3. sep. 2014 : Hættum að reykja

Á undan­förnum árum hefur náðst frábær árangur í tóbaks­vörnum sem sést á því að þeim fækkar stöðugt sem reykja. Bæði fjölgar þeim sem hætta og þeim fækkar sem byrja. Nýjustu kannanir sýna að um tólf prósent Íslendinga reyki en árið 2007 reyktu átján prósent. 

27. ágú. 2014 : Haust

Haustin eru frábær tími og uppáhalds árstíð margra. Þau marka nýtt upphaf því ýmislegt fer af stað á ný eftir sumarleyfi. Náttúran tekur stakkaskiptum og grænt verður gult, appelsínugult, rautt, bleikt, blátt og fjólublátt. Fegurðin er mögnuð. Svo er hægt að fara í berjamó því berin sem vaxa í villtri náttúrunni eru til þess eins að tína þau og gera úr þeim hollar og ljúffengar afurðir til að neyta yfir veturinn.

20. ágú. 2014 : Skólarnir byrja

Nú eru skólarnir að byrja og líf krakkanna að færast í eðlilegar skorður eftir ævintýri sumarsins. Eftir­væntingin er mikil því það er gaman að hitta skólasystkinin og kennarana á ný en allra spenntust eru börnin sem eru að fara í skóla í fyrsta sinn. Á laugardaginn verður svo dásamlega Menningarnóttin í Reykjavík þar sem fólk kemur til að upplifa, sýna sig og sjá aðra og frábær stemning skapast.

13. ágú. 2014 : Hlaupið til góðs

Það styttist í Reykja­víkur­maraþon Íslands­banka en það fer fram laugar­daginn 23. ágúst.  Reykja­víkur­maraþonið hefur verið mörgum hvatning um að byrja að hreyfa sig, það hefur laðað útlendinga til landsins, það er stór viðburður í borgarlífinu ár hvert og í tengslum við það hafa safnast miklir peningar til góðgerðamála. 

6. ágú. 2014 : Ef ég stressast

Flest þekkjum við að verða stressuð. Stress eða streita á sér oft eðlilegar skýringar og í sjálfu sér er ekki óeðlilegt að við stressumst við tilteknar aðstæður. Til dæmis er eðlilegt og í raun nauðsynlegt að við spennumst upp í hættulegum aðstæðum. Hins vegar fer streita mjög misjafnlega í fólk og á meðan sumum líður vel undir álagi og sækja í spennu eru aðrir viðkvæmir í slíku ástandi.

30. júl. 2014 : Tætum og tryllum

Verslunar­manna­helgin er fram­undan með tilheyrandi ferðalögum og hátíðum og alls konar skemmtilegheitum. Sumir fara á skipulagðar hátíðir en aðrir verja helginni með vinum og vandamönnum í útilegu eða sumarbústað. Hvað sem fólk gerir gildir að hafa gaman, fara varlega og bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfinu.

23. júl. 2014 : Sjósund

Það er ótrúlega magnað að synda í sjónum við Ísland. Snertingin við náttúruna er algjör, það er einstök upplifun að finna hafið umlykja sig og maður upplifir mikla vellíðan á meðan á sundinu stendur. Sjósund hefur líka góð langtímaáhrif á líkama og sál.

16. júl. 2014 : Á hálendinu

Í sumarfríinu er frábært að gerast landkönnuður í eigin landi og sjá eitthvað sem maður hefur aldrei séð áður. Sumir vilja lengra og hærra. Hálendi Íslands er einstakt og aðdráttarafl þess sterkt. En ferðalög um hálendið eru mjög varasöm og að mörgu að hyggja.

10. júl. 2014 : Bikarinn á loft og lifað og leikið í sumarfríinu

Það verða Þýskaland og Argentína sem leika úrslita­leikinn á HM í fótbolta 2014. Þjóðverjar hafa þrisvar orðið heimsmeistarar og Argentína tvisvar. - Júlí er vinsælasti sumarleyfismánuður Íslendinga og þá leggjast margir í ferðalög um landið. Ísland hefur upp á ótrúlega margt að bjóða og það er alltaf hægt að finna nýja einstaka upplifun.

2. júl. 2014 : Lesið í sumarleyfinu

Okkur er umhugað um heilsu og vellíðan. Ein besta leiðin til þess að efla andlegan styrk er að lesa góðar bækur. Það er alltaf gaman að lesa góða bók en alveg sérstaklega í sumarfríinu þegar maður getur lesið eins lengi og maður vill.  Hér eru nokkrar sem eru nýlega komnar út og við mælum með.

26. jún. 2014 : Hjólað (og smá fótbolti)

Þeim fjölgar stöðugt sem hjóla. Sumir nota hjól í stað bíls og ferðast á því til og frá vinnu, aðrir fara í stutta hjólatúra sér til ánægju og heilsubótar og enn aðrir hjóla langt og hratt í þar til gerðum skóm og göllum og reyna verulega á líkamsstyrk og þol.

18. jún. 2014 : Meiri fótbolti

HM fer af stað með látum. Fullt af mörkum, fullt af flottum töktum, fullt af mistökum, óvænt úrslit og önnur eftir bókinni. Þannig er fótboltinn. Það er vinsælt meðal fótboltaáhugamanna að ræða, og jafnvel deila, um hver er besti leikmaður sögunnar. Ómögulegt er að komast að réttri niðurstöðu en við birtum nokkra lista.

11. jún. 2014 : Lífið er fótbolti

Nú verður gaman. HM í fótbolta að byrja með sínum stórkostlegu tilþrifum, spennu, sigrum og sorgum. Knattspyrna er vinsælust allra íþróttagreina. Talið er að um 3,5 milljarðar manna um allan heim fylgist með knattspyrnu og iðkendur séu um 250 milljónir í yfir 200 löndum. Á Íslandi er áhuginn mikill og margir eru miklir sérfræðingar.

4. jún. 2014 : Mundu að læsa

Hvítasunnuhelgin er framundan en hún er yfirleitt fyrsta stóra ferðahelgi sumarsins. Veðurspáin er fín um allt land og því líklegt að þúsundir verði á ferðinni. En þegar farið er í frí þarf að pæla í mörgu.

28. maí 2014 : Gustar um sigluna

Sjómanna­dagurinn er á sunnu­daginn. Dagurinn var fyrst haldinn 1938 til að heiðra sjómenn og minnast látinna og varð lögskipaður frídagur sjómanna 1987. TM hefur frá stofnun haft náin tengsl við sjómenn og útgerðir.  Í gegnum árin hafa mörg helstu útgerðarfyrirtæki landsins tryggt skip sín, farma og áhafnir hjá TM.

21. maí 2014 : 24/7

Að þessu sinni viljum við segja þér frá nýrri þjónustu TM. Á fimmtudaginn í síðustu viku stigum við það stóra skref að opna fyrir sölu á algengustu tryggingum einstaklinga og fjölskyldna í gegnum netið. Nú er alltaf opið fyrir nýja viðskiptavini hjá TM og hægt er að koma í viðskipti hvar og hvenær sem er. Það er fljótlegt, einfalt og þægilegt.

14. maí 2014 : Meira um litlu börnin 

Að ala upp barn er mikilvægasta verkefnið sem fólk tekst á við í lífinu. Eðlilega vakna allskonar spurningar hjá nýbökuðum foreldrum sem eru að fóta sig í nýju hlutverki og margar snúast um svefn og næringu litlu barnanna.  

7. maí 2014 : Blessuð börnin 

Það var óvenju gaman í vinnunni hjá okkur á mánudaginn þegar við fengum hátt í tuttugu kríli í heimsókn til okkar í Síðumúlann. Þau voru auðvitað ekki ein á ferð heldur með foreldrum sínum sem sátu námskeið sem við buðum upp á um svefn og næringu barna á fyrsta ári.

30. apr. 2014 : Gengið á fjöll

Í síðasta pistli sagði ein okkar frá því að fjallaloftið væri best og á fjöllum upplifði hún fegurð landsins frá nýjum sjónarhornum um leið og hún nærði líkama og sál. Fjallgöngur eru frábærar en það er mikilvægt að byrjendur fari rólega af stað. Við tókum saman lista yfir atriði sem gott er að hafa í huga.

23. apr. 2014 : Dýrmætar stundir

Það er misjafnt hvaða augum við lítum hlutina. Við erum líka misjöfn, sem betur fer. Ein úr hópnum var að útskýra fyrir dóttur sinni að sér liði einna best úti í óbyggðum. Þeirri stuttu fannst það frekar sérstakt enda hafði hún aðrar hugmyndir um lífið og tilveruna.

16. apr. 2014 : Margt smátt

Jörðin á bágt. Hún hlýnar of hratt og ef við hugsum ekki betur um hana fer mjög illa. Mestu skiptir að stjórnmálamenn og stjórnendur stórra fyrirtækja átti sig á vandanum en við, einstaklingarnir, verðum líka að leggja okkar af mörkum. Munum að margt smátt gerir eitt stórt.

9. apr. 2014 : Ef ég brákast 

Hvað gerum við þegar við getum ekki tekið þátt í daglegu lífi vegna veikinda eða slysa, kannski vikum eða mánuðum saman? Við hjá TM hittum oft fólk sem lendir í slíku. Fólk sem veikist eða slasast í frístundum eða á ferðalögum.

2. apr. 2014 : Á hlaupum

Regluleg hreyfing er nauðsynleg fyrir andlega og líkamlega heilsu. Hreyfingin veitir okkur kraft til að takast á við verkefni dagsins og við hvílumst betur ef við hreyfum okkur reglulega. Við verðum líka ánægðari með okkur og öðlumst við það aukið sjálfstraust. Svo spornum við gegn ýmsum sjúkdómum með því að hreyfa okkur.

26. mar. 2014 : Geðorðin góðu

Margir stunda líkamsrækt reglulega og velja af kostgæfni það sem þeir láta ofan í sig. Styttra er síðan við fórum að huga af alvöru að andlegri líðan. Geðheilsa er þó ekki síður mikilvæg en líkamleg heilsa. “Heilbrigð sál í hraustum líkama” eru einkunarorð sem allir ættu að tileinka sér.


Bloggsafn