Umsókn um Grænt kort

Alþjóðlegt vátryggingarkort fyrir ökutæki

Ábyrgðartrygging ökutækja gildir um notkun ökutækisins á Íslandi og í öðrum aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, sem og í Sviss. Ef ferðast er utan þess svæðis þarf að fylgja bifreiðinni alþjóðlegt vátryggingarkort, svokallað grænt kort.

Fylltu út umsóknina og við munum útbúa grænt kort eins fljótt og kostur er. Við getum sent þér kortið í pósti eða þú getur nálgast það á næstu þjónustuskrifstofu.

Ekki er tekið gjald fyrir útgáfu græns korts innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES), en ef tryggingartaki ætlar að aka utan EES þá er kortið gefið út gegn gjaldi.


Upplýsingar um ökutækið

Gildistími kortsins

Til hvaða landa hyggstu ferðast?

Athugið að ef bílalán eða veð hvílir á ökutækinu getur verið að fjármögnunarfyriræki leyfi ekki að það sé flutt frá Íslandi.

Þeir sem eru með kaskótryggingu er bent á að tryggingin þarf að vera árstrygging til að bifreiðin sé tryggð í flutningnum. Gildistími kaskótryggingar erlendis er í allt að 90 daga frá þeim degi talið sem ökutækið er flutt frá Íslandi. Ekki fást greiddar bætur vegna stulds og skemmdarverka á bifreiðinni erlendis, þrátt fyrir að bifreiðin sé tryggð með kaskótryggingu.