Fartölvutryggingar

Fartölvutrygging er víðtæk vátryggingarvernd sem tekur meðal annars til tjóns af völdum eðlilegrar notkunar, flutnings, innbrotsþjófnaðar eða skyndilegs og utanaðkomandi atburðar. Fartölvan þín er þá tryggð fyrir utanaðkomandi óhöppum í skóla, á ferðalögum, vinnustað og heima.

Upphæð eigin áhættu kemur fram í vátryggingarskírteini vátryggingartaka. Eigin áhætta gefur til kynna þá fjárhæð sem er hlutur vátryggingartaka í hverju einstöku tjóni.

Innifalið

  • Skemmdir af völdum eðlilegrar notkunar.
  • Tjón af völdum skyndilegra, ófyrirsjáanlegra og utanaðkomandi atvika, til dæmis ef það hellist vökvi yfir fartölvuna eða hún dettur í gólfið.
  • Tjón vegna óhapps í flutningi.
  • Tjón vegna innbrotsþjófnaðar.

Ekki innifalið

  • Tjón sem verður þegar hið vátryggða er mislagt, gleymist, týnist eða er skilið eftir á almannafæri.
  • Tjón af völdum þjófnaðar, sem ekki telst innbrot, úr ólæstu húsnæði, bílum og öðrum farartækjum.
  • Tæknilegar bilanir, bilanir í dagsetningabúnaði eða hugbúnaði, gangtruflanir eða titring á skjámyndum.

Vinsamlegast athugið að þessi listi er ekki tæmandi. Nánari upplýsingar er að finna í skilmálum okkar.

Skilmálar

Fá tilboð í tryggingar