Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar
Framboð til stjórnar og tillögur um framboð
Á aðalfundi TM hf. sem haldinn var 14. mars 2020 var kjörin tilnefningarnefnd og er skipunartími hennar til aðalfundar 2021. Samkvæmt samþykktum TM er meginhlutverk nefndarinnar að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu þegar kosning til stjórnar er á dagskrá hluthafafundar. Þá segir í starfsreglum nefndarinnar að hún skuli óska eftir tillögum um framboð til stjórnar frá hluthöfum tímanlega fyrir aðalfund félagsins.
Þeir hluthafar sem vilja koma tillögum eða ábendingum um val á stjórnarmönnum á framfæri við nefndina eða óska eftir fundi við nefndina er bent á að hafa samband í gegnum netfangið tilnefningarnefnd@tm.is. Nefndin mun taka tillögur eða ábendingar til skoðunar og svara beiðnum um fundi eða samtöl fljótt og vel.
Tilnefningarnefnd vekur athygli á því að sameining TM og Kviku banka er fyrirhuguð á næstu vikum. Samkvæmt samrunasamningi milli félaganna er Kvika banki yfirtökufélagið og má því gera ráð fyrir að starfstímabil stjórnar verði stutt.
Samkvæmt samþykktum félagsins skal eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund tilkynna skriflega um framboð til stjórnar. Skal tilkynningin berast tilnefningarnefnd á skrifstofu félagsins á sérstöku eyðublaði sem finna má hér.
Það athugist að eigi síðar en þremur dögum eftir að framboðsfresti lýkur skal tilnefningarnefnd meta hvort frambjóðandi sé óháður gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira. Einnig skal nefndin leggja mat á hæfni frambjóðenda til stjórnar í samræmi við starfsreglur hennar svo fremi að framboð viðkomandi hafi borist nefndinni í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn.