TM fréttir frá Kauphöll Íslands

18.1.2021 TM hf. - Afkomuviðvörun

Drög að uppgjöri fjórða ársfjórðungs 2020 liggja fyrir og samkvæmt þeim mun afkoma fyrir skatta vera um 2,1 ma.kr. Hagnaður af rekstri fyrir skatta á árinu 2020 mun samkvæmt þessu vera um 3,4 ma.kr. og heildarhagnaður um 5,6 ma.kr.

13.1.2021 TM hf. - Breyting á framkvæmdastjórn

Garðar Þ. Guðgeirsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra þróunar hjá TM hf., hefur tekið ákvörðun um að láta af störfum hjá félaginu. Samhliða brotthvarfi Garðars verður sú breyting gerð á framkvæmdastjórn TM að staða framkvæmdastjóra þróunar verður lögð niður.

14.12.2020 Viðskipti fruminnherja í TM

Sjá meðfylgjandi viðhengi vegna viðskipta fruminnherja sem áttu sér stað í dag með hluti í TM.

9.12.2020 TM - Fjárhagsdagatal 2021

TM mun birta árshluta- og ársuppgjör félagsins samkvæmt neðangreindu fjárhagsdagatali fyrir árið 2021:

3.12.2020 Flöggun Stoða hf. vegna viðskipta með hluti í TM

Sjá meðfylgjandi flöggunartilkynningu.

3.12.2020 Viðskipti aðila fjárhagslega tengdum fruminnherja í TM

Sjá meðfylgjandi viðhengi vegna viðskipta aðila fjárhagslega tengdum fruminnherja sem áttu sér stað í dag með hluti í félaginu.

2.12.2020 Viðskipti aðila fjárhagslega tengdum fruminnherja í TM

Sjá meðfylgjandi viðhengi vegna viðskipta aðila fjárhagslega tengdum fruminnherja sem áttu sér stað í dag með hluti í félaginu.

26.11.2020 TM - Tilkynning vegna viðskiptavakta

TM hf. hafa borist tilkynningar frá Kviku banka og Arion banka sem sinna viðskiptavakt með hlutabréf félagsins. Samkvæmt þeim hefur Kvika banki sagt upp viðskiptavakt með hlutabréf TM og hafa aðilar komist að samkomulagi um að uppsögnin taki gildi nú þegar. Þá hefur Arion banki virkjað ákvæði í samningnum um viðskiptavaktina um að víkja frá ákvæði er varðar verðbil á meðan að hlutabréf TM eru á athugunarlista.

25.11.2020 Kvika, TM and Lykill Merge

Today, the Boards of Directors of Kvika banki hf. (Kvika), TM hf. (TM) and Lykill fjármögnun hf. (Lykill) approved the merger of the three companies.

25.11.2020 Kvika banki, TM og Lykill sameinast

Í dag samþykktu stjórnir Kviku banka hf. (Kvika), TM hf. (TM) og Lykils fjármögnunar hf. (Lykill) að sameina félögin.

29.10.2020 TM - Fjárfestakynning þriðja ársfjórðungs 2020

Í viðhengi er fjárfestakynning vegna uppgjörs þriðja ársfjórðungs 2020.

29.10.2020 TM - Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020

Í viðhengi eru fréttatilkynning og samandreginn árshlutareikningur TM vegna þriðja ársfjórðungs 2020.

21.10.2020 TM - Uppgjör þriðja ársfjórðungs

TM birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða fimmtudaginn 29. október og kynning á afkomu félagsins verður sama dag kl. 16.15. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Vegna gildandi samkomutakmarkana fer kynningin eingöngu fram á vefnum á slóðinni TM.is/fjarfestar og hægt verður að senda inn spurningar gegnum netfangið fjarfestar@tm.is á meðan kynningu stendur.

2.10.2020 TM hf. - Tilgreining fjármálasamsteypu

Hinn 23. september 2020 var samstæða TM hf. tilgreind sem fjármálasamsteypa á vátryggingasviði af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands (Fjármálaeftirlitinu), sbr. 1. mgr. 10. gr. laga nr. 61/2017 um viðbótareftirlit með fjármálasamsteypum. Til fjármálasamsteypunnar teljast félög innan samstæðu TM hf. eins og hún er á hverjum tíma. Samstæðan samanstendur af TM hf. sem móðurfélagi, dótturfélögum þess og þeim félögum sem TM hf. eða dótturfélög þess eiga hlutdeild í auk félaga sem tengjast hvert öðru með tengslum sem um getur í 1. tölul. 1. mgr. 3. gr. laga nr. 61/2017, sbr. og 1. mgr. 3. gr. og 4., 5., 6. og 7. tölul. 2. gr. sömu laga.

Skilyrði þess að samstæða teljist fjármálasamsteypa er að finna í 1. mgr. 3. gr. laga nr. 61/2017. Við mat á því hvort samstæða TM teldist fjármálasamsteypa var litið til þess að TM hf., sem hefur starfsleyfi sem vátryggingafélag samkvæmt lögum nr. 100/2016, er móðurfélag Lykils fjármögnunar hf., sem hefur starfsleyfi sem lánafyrirtæki samkvæmt lögum nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Þá leit Fjármálaeftirlitið til ársreikninga TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. við mat á því hvort samanlögð umsvif samstæðunnar á vátryggingasviði annars vegar og fjármálasviði hins vegar teldust mikilvæg í skilningi 4. gr. laga nr. 61/2017. Þar sem samanlögð umsvif samstæðunnar á áðurnefndum sviðum voru yfir 10% af meðaltali hlutfalla sem reiknuð eru skv. 1. mgr. 4. gr. laga nr. 61/2017, töldust umsvifin mikilvæg í skilningi þess ákvæðis.

Í tilgreiningunni felst að auk þess lögbundna eftirlits sem nú þegar er viðhaft með félögum innan fjármálasamsteypunnar munu þau lúta viðbótareftirliti Fjármálaeftirlitsins skv. ákvæðum laga nr. 61/2017. Í því felst m.a. að upplýsa þarf Fjármálaeftirlitið árlega um verulega samþjöppun áhættu fjármálasamsteypunnar, veruleg viðskipti innan samsteypunnar og niðurstöður athugunar á fjárhagsstöðu samsteypunnar, en eftirlitsskyldum aðilum innan samsteypunnar ber að tryggja að eiginfjárgrunnur hennar sé á hverjum tíma ekki lægri en lágmarksgjaldþol samsteypunnar skv. 1. mgr. 15. gr. laganna. Þá þarf innra eftirlit og áhættustýring að vera fyrir hendi á samsteypugrundvelli, auk traustrar stjórnunar- og endurskoðunarferla, sbr. 1. mgr. 23. gr. laganna. Þá mun Fjármálaeftirlitið sjá til þess að reglulega séu framkvæmd álagspróf á stöðu samsteypunnar, sbr. 24. gr. laganna.

28.9.2020 TM hf.: Viðræður um sameiningu Kviku banka hf. og TM hf.

Í dag samþykktu stjórnir Kviku banka og TM að hefja viðræður um sameiningu félaganna. Forsendur viðræðna byggjast á því að TM verði dótturfélag Kviku banka og að Lykill fjármögnun hf., núverandi dótturfélag TM, sameinist Kviku banka.  Þá er gert ráð fyrir að hluthafar í TM fái sem endurgjald fyrir hlutabréf sín í TM 55% hlut í sameinuðu félagi miðað við útgefna hluti félaganna í dag.

28.9.2020 TM hf.: Discussions on the merger of Kvika banki hf. and TM hf.

Today the Board of Directors of Kvika banki and the Board of Directors of TM agreed to commence discussions on the merger of the two companies. Discussions are based on the premises that TM will become Kvika banki‘s subsidiary and that Lykill fjármögnun hf., TM‘s subsidiary, will merge with Kvika banki. It is also expected that TM‘s shareholders will receive a 55% share in the merged company in return for their shares in TM, based on the companies‘ issued share capital today.

3.9.2020 Brú lífeyrissjóður - flöggun

Sjá meðfylgjandi viðhengi.

26.8.2020 TM - Fjárfestakynning annars ársfjórðungs 2020

Í viðhengi er fjárfestakynning vegna uppgjörs annars ársfjórðungs 2020.

26.8.2020 TM - Uppgjör annars ársfjórðungs 2020

Í viðhengi eru fréttatilkynning og samandreginn árshlutareikningur TM vegna annars ársfjórðungs 2020.

18.8.2020 TM - Uppgjör annars ársfjórðungs

TM mun birta uppgjör annars ársfjórðungs 2020 eftir lokun markaða miðvikudaginn 26. ágúst og býður til kynningar á afkomu félagsins sama dag kl. 16.15. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum félagsins að Síðumúla 24, 4. hæð.