Framboð til stjórnar

Tilnefningarnefnd TM, sem kosin var á hluthafafundi í október síðastliðnum hefur hafið störf í því augnamiði að tilnefna frambjóðendur til stjórnarsetu í félaginu við kosningu til stjórnar sem fram fer á aðalfundi 14. mars næstkomandi. 

Nefndin mun gera grein fyrir tillögum sínum eigi síðar en þegar boðað verður til aðalfundarins með þriggja til fjögurra vikna fyrirvara.  Nefndin mun einnig meta hæfni annarra frambjóðenda sem tilkynna um framboð hálfum mánuði fyrir aðalfundinn eða fyrr auk þess sem hún mun meta óhæði allra frambjóðenda sem hafa tilkynnt um framboð áður en framboðsfrestur rennur út fimm dögum fyrir aðalfund.

Hver sá sem hefur hug á að bjóða sig fram til setu í stjórn TM næsta starfsár getur tilkynnt um framboð sitt með því að fylla út þar til gert eyðublað, sem má finna hér fyrir neðan, og koma útfylltu eyðublaði til tilnefningarnefndar á skrifstofu TM, Siðumúla 24, 108 Reykjavík, eða senda sem viðhengi með tölvupósti á netfangið tilnefningarnefnd@tm.is.  Einnig geta hluthafar óskað eftir fundi, komið sjónarmiðum á framfæri, sent nefndinni tillögur eða ábendingar um mögulega frambjóðendur á sama netfang.

Tilkynning um framboð til stjórnar