Framboð til stjórnar

Hver sá sem hefur hug á að bjóða sig fram til setu í stjórn TM næsta starfsár getur tilkynnt um framboð sitt með því að fylla út þar til gert eyðublað, sem finna má hér fyrir neðan, og koma útfylltu eyðublaði til tilnefningarnefndar á skrifstofu TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík, eða senda sem viðhengi með tölvupósti á netfangið tilnefningarnefnd@tm.is.

Framboð skulu hafa borist tilnefningarnefnd skemmst fimm dögum fyrir fundinn en þá rennur framboðsfrestur út. Það athugist að tilnefningarnefnd skal eigi síðar en þremur dögum eftir að framboðsfresti lauk meta hvort frambjóðandi sé óháður gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira. Einnig skal tilnefningarnefnd leggja mat á hæfni frambjóðenda til stjórnar í samræmi við starfsreglur nefndarinnar svo fremi að framboð viðkomandi hafi borist nefndinni í síðasta lagi tveimur vikum fyrir fundinn.

Tilkynning um framboð til stjórnar