Framboð til tilnefningarnefndar

Hver sá sem hefur hug á að bjóða sig fram til setu í tilnefningarnefnd TM næsta starfsár getur tilkynnt um framboð sitt með því að fylla út þar til gert eyðublað, sem finna má hér fyrir neðan, og koma útfylltu eyðublaði til félagsins á skrifstofu TM, Síðumúla 24, 108 Reykjavík, eða senda sem viðhengi með tölvupósti á netfangið stjorn@tm.is

Framboð til tilnefningarnefndar skal hafa borist stjórn félagsins skriflega eigi síðar en fimm dögum fyrir aðalfund.

Tilkynning um framboð til tilnefningarnefndar Tryggingamiðstöðvarinnar