Hluthafafundur

Hluthafafundur TM hf. 30. mars 2021

TM hf. boðar til hluthafafundar þriðjudaginn 30. mars vegna fyrirhugaðs samruna Kviku banka hf., TM hf. og Lykils fjármögnunar hf. Hér að neðan má finna ýmsar upplýsingar og gögn varðandi fundinn.

Umboðsmaður hluthafa á hluthafafundi

Í ljósi hertra samkomutakmarkana og sóttvarnaráðstafana vegna COVID-19 er áréttaður sá möguleiki fyrir hluthafa að láta umboðsmann sækja hluthafafund fyrir sína hönd.

Félagið vill koma því á framfæri að Tómas M. Þórhallsson lögmaður hjá BBA//Fjeldco verður viðstaddur hluthafafundinn þann 30. mars nk. og gefur kost á sér sem umboðsmaður hluthafa þar.

Hluthöfum sem hyggjast láta umboðsmann sækja fundinn fyrir sína hönd, en hafa ekki tilgreint umboðsmann nú þegar, er bent á þann möguleika að hafa samband við Tómas í gegnum netfangið tomas@bbafjeldco.is.