Framboð til stjórnar

Framboðsfrestur til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. rann út þann 15. mars 2014. Stjórn félagsins skal eigi síðar en þremur dögum eftir að framboðsfresti lauk meta hvort hver og einn frambjóðandi sé óháður gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira.  

Er það mat stjórnar að allir frambjóðendur teljast óháðir Tryggingamiðstöðinni hf. og daglegum stjórnendum þess.  Enginn hluthafi ræður yfir 10% af heildarhlutafé eða atkvæðavægi í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila, þannig að hann teljist vera stór hluthafi í skilningi laga og félagasamþykkta.  Mat á því hvort frambjóðendur væru óháðir stórum hluthöfum fór því ekki fram.

Í framboði til aðalstjórnar eru (í stafrófsröð):

Andri Þór Guðmundsson

Aldur:  47 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur, MBA
Aðalstarf: Forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. frá 2004.
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri fjármála hjá Ölgerðinni og þar áður markaðsmál hjá Almenna bókafélaginu og Lýsi hf.
Fyrst kosinn í stjórn TM: Í ágúst 2013.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Mjöll-Frigg ehf., Sól ehf., OA eignarhaldsfélag ehf., Samtök iðnaðarins og Viðskiptaráð Íslands.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Bjarki Már Baxter

Aldur:  32 ára.
Menntun: Lögfræðingur.
Aðalstarf: Héraðsdómslögmaður og starfar sem lögmaður hjá Hildu ehf.
Starfsreynsla: Lögmannsfulltrúi hjá lögmannsstofunni Málþingi ehf. frá 2007 til 2009 og hjá KVASIR lögmönnum ehf. frá 2009 til 2011. Yfirlögfræðingur slitastjórna Frjálsa hf. og SPRON hf. hjá Dróma hf. frá 2011 til 2013.
Fyrst kosinn í stjórn TM: Í desember 2012.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Situr ekki í stjórnum annarra félaga.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Elín Jónsdóttir

Aldur:  47 ára.
Menntun: Lögfræðingur LL.M og hefur próf í verðbréfaviðskiptum.
Aðalstarf:  Ráðgjafar- og stjórnarstörf.
Starfsreynsla:  Framkvæmdastjóri Arev verðbréfafyrirtækis hf. frá 2005 til 2009 og forstjóri Bankasýslu ríkisins frá janúar 2010 til ársloka 2011. Starfsmaður Rannsóknarnefndar Alþingis júlí – desember 2009, skipuð umsjónarmaður Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs júní – september 2009, Starfsmaður Fjármálaeftirlitsins 2001-2005.
Fyrst kosin í stjórn TM:  Í desember 2012.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Reginn hf. (stjórnarformaður) til næsta aðalfundar 8. apríl 2014 og Icelandair Group hf., svo og í eigin rekstrarfélögum, þ.e. REJ slf og EJR ehf.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Kristín Friðgeirsdóttir

Aldur:  42 ára.
Menntun: Rekstarverkfræðingur Ph.D., fjármálaverkfræðingur M.S. og véla- og iðnaðarverkfræðingur B.S.
Aðalstarf: Dósent í stjórnunar- og rekstrarfræðum við London Business School.
Starfsreynsla: Ráðgjöf, rannsóknir og kennsla á sviði ákvarðantöku, áhættustýringar, verðlagningar og tekjustýringar. Ráðgjafi hjá McKinsey, Intel, AMD, Yahoo og öðrum internet- og fjármálafyrirtækjum. Kennsla ákvarðatöku fyrir stjórnendur erlendra fjármálafyrirtækja s.s. Rabobank, Sberbank, Lloyds og Prudential ásamt fyrirtækjum í öðrum geirum.
Fyrst kosin í stjórn TM: Í ágúst 2013.
Önnur stjórnarseta: Háskólinn í Reykjavík, Hagar hf. og Distica hf.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Linda Björk Bentsdóttir

Aldur: 49 ára.
Menntun:  Lögfræðingur, próf í verðbréfaviðskiptum
Aðalstarf:  Sjálfstætt starfandi lögmaður.
Starfsreynsla: Sjálfstætt starfandi lögmaður hjá Lögmönnum Hamraborg frá 2009, framkvæmdastjóri Inn fjárfestingar ehf. 2006-2009, staðgengill framkvæmdastjóra, yfirmaður útlánasviðs og formaður lánanefndar Frjálsa Fjárfestingarbankans 2000-2005, lögmaður Samvinnusjóðs Íslands hf., 1997-2000.
Fyrst kosin í stjórn TM: Ekki áður verið kosin í stjórn TM.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Í fjárfestingaráði Kjölfestu slhf. frá nóv. 2013, í yfirmatsnefnd skv. ábúðalögum frá nóv. 2013 og varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands frá júlí 2013.
Hlutafjáreign í TM: 25.303 hlutir í gegnum tengdan aðila.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Oddgeir Ágúst Ottesen

Aldur:  40 ára.
Menntun:  Doktorsgráða í hagfræði.
Aðalstarf:  Aðalhagfræðingur IFS greiningar.
Starfsreynsla: Aðalhagfræðingur  IFS greiningar frá 2013, hagfræðingur á fjármálastöðugleikasviði Seðlabanka Íslands, 2012-2013, forstöðumaður áhættugreiningardeildar Lánasviðs Fjármálaeftirlitsins, 2011-2012, hagfræðingur hjá Fjármálaeftirlitinu 2010-2011 og aðalhagfræðingur IFS Ráðgjafar 2009-2010.  Stjórnarseta í Almenna lífeyrissjóðnum 2010.  Aðjunkt við Háskólann í Reykjavík og faglegur stjórnandi meistaranáms í fjármálum 2008-2009, kennari í fjármálum og hagfræði University of California, Santa Barbara 2001-2007.
Fyrst kosin í stjórn TM:  Ekki áður kosinn í stjórn TM.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Á sæti í efnahags- og viðskiptanefnd Sjálfstæðisflokksins.
Hlutafjáreign í TM: 20.000 hlutir.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Örvar Kærnested

Aldur:  37 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur B.Sc. og hefur próf í verðbréfamiðlun.
Aðalstarf: Fjárfestir og ráðgjafi.
Starfsreynsla: Starfað við fjármálamarkaði frá 1998, m.a. við stýringu verðbréfasjóða hjá Kaupþingi banka hf., framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar sama banka, framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs Stodir UK Ltd. frá 2007 til 2008 og síðast við eigin fjárfestingar og ráðgjöf.
Fyrst kosinn í stjórn TM: Í desember 2012.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Seta í stjórnum nokkurra félaga um eigin fjárfestingar, þ.á.m. Jöká ehf.
Hlutafjáreign í TM: Á 25,58% hlut í JÖKÁ ehf. sem fer með 7,82% hlutafjár í TM.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

 

Til varastjórnar bjóða sig fram (í stafrófsröð):  

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Aldur:  49 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur (cand. oecon).
Aðalstarf: Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.
Starfsreynsla: Aðalbókari hjá Hagkaupi og tengdum félögum og síðar fjármálastjóri Hagkaups, framkvæmdastjóri Debenhams á Íslandi frá 2000 til 2006, starfaði á fjármálasviði samstæðu Kaupþings banka hf. frá 2007 til 2008, fjármálastjóri
Landfesta hf. frá 2008 til 2010.
Fyrst kosin í stjórn TM: Í mars 2011.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands ses. frá 2006.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Daði Bjarnason

Aldur:  39 ára.
Menntun: Lögfræðingur LL.M og hefur próf í verðbréfaviðskiptum.
Aðalstarf: Héraðsdómslögmaður.
Starfsreynsla: Lögfræðingur hjá Verðbréfaskráningu Íslands frá 1999 til 2002, lögfræðingur á lögfræðisviði Sparisjóðabanka Íslands frá 2002 til 2005 og forstöðumaður lögfræðisviðs Sparisjóðabanka Íslands frá 2006 til 2011.
Fyrst kosinn í stjórn TM: Hefur setið í varastjórn frá ágúst 2013.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Engin.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Helga Kristín Auðunsdóttir

Aldur:  33 ára.
Menntun: Lögfræðingur LL.M og BS gráða í viðskiptalögfræði.
Aðalstarf: Sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst.
Starfsreynsla: Lögfræðingur hjá Stoðum hf. og Greiðsluveitunni hf. og gestakennari við lagadeild University of Miami.
Fyrst kosin í stjórn TM: Í mars 2012.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Situr ekki í stjórnum annarra félaga.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.

Helgi Ingólfur Eysteinsson

Aldur:  37 ára.
Menntun:  BSc í viðskiptafræði og próf í verðbréfaviðskiptum.
Aðalstarf:  Sjálfstæður ráðgjafi.
Starfsreynsla:  Sjálfstæður ráðgjafi frá 2013, framkvæmdastjóri Feria (VITA) 2011-2103, framkvæmdastjóri Iceland Travel 2008-2011, markaðsviðskipti hjá Glitni 1999-2002 og 2006-2008, sölu- og markaðstjóri Ferðaskrifstofu Íslands 2004-2006, markaðsráðgjafi hjá Íslensku auglýsingastofunni 1999-2002.
Fyrst kosin í stjórn TM: Ekki áður kosinn í stjórn TM.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Engin.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin. 

Þórunn Pálsdóttir

Aldur: 48 ára.
Menntun: Verkfræðingur, MBA og með löggildingarpróf í verðbréfaviðskiptum.
Aðalstarf: Sölufulltrúi á Remax Lind.
Starfsreynsla: Fjármálastjóri Ístaks hf. frá 1991 til 2005, viðskiptastjóri í einkabankaþjónustu Íslandsbanka hf. frá 2006 til 2011 og sérfræðingur hjá lánaeftirliti Íslandsbanka hf. frá 2011 til 2012.
Fyrst kosin í stjórn TM: Í desember 2012.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Íþrótta- og sýningahöllin hf. og í varastjórn Framtakssjóðs Íslands slhf.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin