Framboð til stjórnar

Framboðsfrestur til stjórnar Tryggingamiðstöðvarinnar hf. rann út 7. mars 2015.  Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:

Í framboði til aðalstjórnar eru (í stafrófsröð):

Andri Þór Guðmundsson forstjóri,
Kristín Friðgeirsdóttir verkfræðingur Ph.D., kennari við London Business School,
Linda Björk Bentsdóttir lögmaður,
Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir lögmaður og lektor við Háskólann á Akureyri,
Örvar Kærnested fjárfestir og ráðgjafi.

Til varastjórnar bjóða sig fram (í stafrófsröð):

Bjarki Már Baxter lögmaður,
Bryndís Hrafnkelsdóttir forstjóri.

Með því að fleiri framboð bárust ekki teljast framangreind sjálfkjörin í stjórn félagsins næsta starfstímabil.

Stjórn félagsins skal eigi síðar en þremur dögum eftir að framboðsfresti lauk meta hvort hver og einn frambjóðandi sé óháður gagnvart félaginu eða hluthöfum sem eiga 10% hlut í félaginu eða meira.  Er það mat stjórnar, sem fram fór á fundi hennar í dag, að allir frambjóðendur teljast óháðir Tryggingamiðstöðinni hf. og daglegum stjórnendum þess.

Enginn hluthafi ræður yfir 10% af heildarhlutafé eða atkvæðavægi í félaginu, einn eða í samstarfi við tengda aðila, þannig að hann teljist vera stór hluthafi í skilningi laga og samþykkta félagsins.  Mat á því hvort frambjóðendur væru óháðir stórum hluthöfum fór því ekki fram.


Nánari upplýsingar um frambjóðendur

Til aðalstjórnar:

Andri Þór Guðmundsson

Aldur:  48 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur, MBA
Aðalstarf: Forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar ehf. frá 2004.
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri fjármála hjá Ölgerðinni og þar áður markaðsmál hjá Almenna bókafélaginu og Lýsi hf.
Fyrst kosinn í stjórn TM: Í ágúst 2013.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Mjöll-Frigg ehf., Sól ehf. og OA eignarhaldsfélag ehf.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.
Mat á óhæði gagnvart félaginu:  Telst vera óháður.

Kristín Friðgeirsdóttir

Aldur:  43 ára.
Menntun: Rekstarverkfræðingur Ph.D., fjármálaverkfræðingur M.S. og véla- og iðnaðarverkfræðingur B.S.
Aðalstarf: Kennari í stjórnunar- og rekstrarfræðum við London Business School.
Starfsreynsla: Ráðgjöf, rannsóknir og kennsla á sviði ákvarðantöku, áhættustýringar, verðlagningar og tekjustýringar. Ráðgjafi hjá McKinsey, Intel, AMD, Yahoo og öðrum internet- og fjármálafyrirtækjum.
Fyrst kosin í stjórn TM: Í ágúst 2013.
Önnur stjórnarseta: Háskólinn í Reykjavík, Hagar hf. og Distica hf.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.
Mat á óhæði gagnvart félaginu:  Telst vera óháð. 

Linda Björk Bentsdóttir

Aldur: 50 ára.
Menntun:  Lögfræðingur, próf í verðbréfaviðskiptum
Aðalstarf:  Sjálfstætt starfandi lögmaður.
Starfsreynsla: Sjálfstætt starfandi lögmaður hjá Lögmönnum Hamraborg frá 2009, framkvæmdastjóri Inn fjárfestingar ehf. 2006-2009, staðgengill framkvæmdastjóra, yfirmaður útlánasviðs og formaður lánanefndar Frjálsa Fjárfestingarbankans 2000-2005, lögmaður Samvinnusjóðs Íslands hf., 1997-2000.
Fyrst kosin í stjórn TM: Hefur ekki áður verið kosin í stjórn TM.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Í fjárfestingarráði Fjárfestingafélags atvinnulífsins frá 2014, í fjárfestingaráði Kjölfestu slhf. frá nóv. 2013, í yfirmatsnefnd skv. ábúðarlögum frá nóv. 2013 og varamaður í bankaráði Seðlabanka Íslands frá júlí 2013.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.
Mat á óhæði gagnvart félaginu:  Telst vera óháð. 

Ragnheiður Elfa Þorsteinsdóttir

Aldur:  46 ára.
Menntun: Lögfræðingur LL.M.
Aðalstarf: Héraðsdómslögmaður og lektor við lagadeild Háskólans á Akureyri.
Starfsreynsla: Frá 1995 til 1998 yfirlögfræðingur í umhverfisráðuneyti, frá 1998 til 2013 í utanríkisráðuneyti, lengst af á viðskiptasviði, og í sendiráði Íslands í Brussel við EES-mál, þ. á m. staðgengill sendiherra, og í aðalsamninganefnd Íslands vegna aðildarviðræðna við ESB, frá 2013 starfandi héraðsdómslögmaður og frá 2014 lektor við lagadeild HA.
Fyrst kosin í stjórn TM:  Hefur ekki áður verið kosin í stjórn félagsins.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Formaður stjórnar bókaforlagsins Bjarts og Veraldar.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.
Mat á óhæði gagnvart félaginu:  Telst vera óháð.

Örvar Kærnested

Aldur:  38 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur og hefur próf í verðbréfamiðlun.
Aðalstarf: Fjárfestir og ráðgjafi.
Starfsreynsla: Starfað við fjármálamarkaði frá 1998, m.a. við stýringu verðbréfasjóða sem framkvæmdastjóri fyrirtækjaráðgjafar Kaupþings banka hf., yfirmaður óskráðra fjárfestinga hjá Stodir UK Ltd. frá 2007 til 2008 og síðast við eigin fjárfestingar og ráðgjöf.
Fyrst kosinn í stjórn TM: Í desember 2012.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Seta í stjórnum nokkurra félaga um eigin fjárfestingar.
Hlutafjáreign í TM: Eigandi Riverside Capital ehf. sem á um 15,2 milljónir eða 2% hlutafjár í TM.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.
Mat á óhæði gagnvart félaginu:  Telst vera óháður.

 

Til varnastjórnar:

Bjarki Már Baxter

Aldur:  33 ára.
Menntun: Lögfræðingur.
Aðalstarf: Héraðsdómslögmaður hjá Hildu ehf.
Starfsreynsla: Lögmannsfulltrúi hjá lögmannsstofunni Málþingi ehf. frá 2007 til 2009 og hjá KVASIR lögmönnum ehf. frá 2009 til 2011, yfirlögfræðingur slitastjórna Frjálsa hf. og SPRON hf. hjá Dróma hf. frá 2011 til 2013.
Fyrst kosinn í stjórn TM: Í desember 2012.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Situr ekki í stjórnum annarra félaga.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.
Mat á óhæði gagnvart félaginu:  Telst vera óháður. 

Bryndís Hrafnkelsdóttir

Aldur:  50 ára.
Menntun: Viðskiptafræðingur (cand. oecon).
Aðalstarf: Forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands frá 2010.
Starfsreynsla: Aðalbókari hjá Hagkaupi og tengdum félögum og síðar fjármálastjóri Hagkaups, framkvæmdastjóri Debenhams á Íslandi frá 2000 til 2006, starfaði á fjármálasviði samstæðu Kaupþings banka hf. frá 2007 til 2008, fjármálastjóri Landfesta hf. frá 2008 til 2010.
Fyrst kosin í stjórn TM: Í mars 2011.
Önnur trúnaðarstörf og stjórnarseta: Formaður skólanefndar Verzlunarskóla Íslands ses. frá 2006 og stjórnarmaður í Ofanleiti 1 ehf. og Regin hf.
Hlutafjáreign í TM: Engin.
Hagsmunatengsl við helstu viðskiptaaðila og samkeppnisaðila TM sem og stóra hluthafa í félaginu: Engin.
Mat á óhæði gagnvart félaginu:  Telst vera óháð.