Fundarboð aðalfundar TM 2016

Aðalfundur Tryggingamiðstöðvarinnar hf. verður haldinn fimmtudaginn 17. mars 2016 kl. 16.00 í sal I á Hilton Reykjavík Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík.

Dagskrá:
  1. Skýrsla stjórnar um starfsemi félagsins á síðastliðnu starfsári
  2. Ársreikningur félagsins fyrir liðið starfsár ásamt skýrslu endurskoðenda lagður fram til staðfestingar.
  3. Ákvörðun um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins.
  4. Tillögur til ákvörðunar um lækkun hlutafjár og heimild til kaupa á eigin bréfum.
  5. Ákvörðun um tillögu stjórnar um starfskjarastefnu félagsins. 
  6. Ákvörðun um þóknun til stjórnar.
  7. Kosning stjórnar félagsins.
  8. Önnur mál löglega fram borin.

Hluthafar hafa heimild til að fá ákveðið mál tekið til dagskrár á fundinum og skal kröfu þar um fylgja rökstuðningur eða drög að ályktun sem berast skal stjórn félagsins skriflega eða rafrænt á netfangið stjorn@tm.is í síðasta lagi 7. mars næstkomandi.

Hluthafi getur látið umboðsmann sækja hluthafa-fundinn fyrir sína hönd. Umboðsmaður skal leggja fram skriflegt eða rafrænt umboð á  eyðublaði eða í samræmi við eyðublað sem aðgengilegt er á vef félagsins.  Rafrænt umboð skal sent félaginu á netfangið stjorn@tm.is áður en fundur hefst.

Ekki verður unnt að greiða atkvæði með rafrænum hætti á fundinum. Óski hluthafi að taka fyrirfram þátt í atkvæðagreiðslu skrif-lega og fá sendan atkvæðaseðil skal hann gera skriflega kröfu þar um til félagsins eigi síðar en fimm dögum fyrir fundinn.  Að auki er unnt að greiða atkvæði á skrifstofu félagsins á venjulegum opnunartíma (kl. 8:30 til 16:30) til og með miðvikudeginum 16. mars 2016, en fyrir lokun skrifstofunnar þann dag skal einnig skila þangað sendum atkvæðaseðlum.  Nánar fer um atkvæðagreiðsluna og gildi atkvæða samkvæmt henni eftir reglum félagsins um atkvæðagreiðslu utan hluthafafundar, settum af stjórn félagsins 
18. desember 2013.

Framboð til stjórnar skal tilkynna skriflega til félagsstjórnar skemmst fimm dögum fyrir hluthafafundinn.  

Tilkynning um framboð skal vera á sérstöku eyðublaði sem stjórn félagsins lætur í té og unnt er að nálgast hér: Tilkynning um framboð.  Í tilkynningunni skal veita greinargóðar upplýsingar um þau atriði sem tilgreind eru á eyðublaðinu, sbr. 1. mgr. 16. gr. samþykkta félagsins.  Unnt er að senda félagsstjórninni útfyllta og undirritaða framboðstilkynningu fyrir lok framboðsfrests með tölvuskeyti á netfangið stjorn@tm.is.

Dagskrá aðalfundarins og tillögur sem fyrir hann verða lagðar, svo og aðrar nauðsynlegar upplýsingar um fundinn má finna á tm.is/fjarfestar. Að auki mun ársreikningur (samstæðureikningur) félagsins, skýrsla stjórnar, skýrsla endurskoðenda og tillaga stjórnar um starfskjarastefnu liggja frammi á skrifstofu og á vef félagsins hluthöfum til sýnis hálfum mánuði fyrir fundinn.

Eigi síðar en tveimur dögum fyrir fund verða birtar á vef félagsins upplýsingar um framboð til stjórnar.

Hluthafar og umboðsmenn geta skráð sig á fundinn á fundarstað hálfri klukkustund áður en hann hefst og fengið fundargögn afhent.

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf.