Söfnunarlíftrygging
Söfnunarlíftrygging TM er líftrygging ásamt því að vera reglubundinn sparnaður. Byggðu upp fjárhagslegt öryggi til framtíðar.
Söfnunarlíftrygging er góð leið til að leggja fyrir og ávaxta fé sitt og einnig hentug leið fyrir fólk sem stenst ekki áhættumat í hefðbundnum líftryggingum.
Einstaklingar með ríkisfang innan EES geta sótt um söfnunarlíftryggingu hjá TM. Þú velur í byrjun söfnunarleið sem hentar þér best og ákveður mánaðarlegt iðgjald sem og þann tíma sem sparnaðurinn á að taka, allt frá tíu upp í 30 ár. Hægt er að breyta mánaðarlegum greiðslum að loknum upphafstíma og breyta söfnunarleiðum eða færa á milli söfnunarleiða hvenær sem er á samningstímanum. Þú getur einnig hvenær sem er á samningstímanum óskað eftir því að fá sparnað þinn greiddan út.
Hægt er að velja milli söfnunarleiða sem fela í sér mismikla áhættu og miða að mismunandi þörfum. Söfnunarleiðir eru tengdar gengi ákveðinna verðbréfa- og fjárfestingarsjóða hjá Kviku Eignastýringu hf.
Algengar spurningar
Viltu hafa samband?
Netspjall
Opið núna
Netspjallið hentar vel ef þú vilt aðstoð við að ná utan um málin.