Fréttir

Fyrirsagnalisti

46ba8f717a64533de539f2d91160428c

17. okt. 2018 : Tryggingafélögin styrkja hjartadeild Landspítalans

Samtök fjármálafyrirtækja, fyrir hönd vátryggingafélaganna TM, Sjóvár, VÍS og Varðar, leggja hjartadeild Landspítala til 18 milljónir króna á næstu árum, samkvæmt samningi sem undirritaður var 16. október 2018.  Féð rennur í sjóð sem verður meðal annars nýttur til að stórefla fræðslu og forvarnarstarf á vegum hjartadeildarinnar Landspítala.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

23. ágú. 2018 : Uppgjör annars ársfjórðungs 2018

Á stjórnarfundi þann 23. ágúst 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM annað árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Sigurður Viðarsson forstjóri segir afkomuna hafa verið lakari en gert var ráð fyrir í upphafi árs.

Lesa meira

3. júl. 2018 : TM mótið í Eyjum - Myndir

TM mótið í Eyjum fór fram dagana 13.-15. júní. Mótið er haldið fyrir stelpur í 5. flokki í knattspyrnu. Mótið gekk mjög vel í alla staði og við þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum kærlega fyrir komuna.  

Lesa meira

2. júl. 2018 : Ingi Þór hlýtur bílprófsstyrk TM

Ingi Þór Ólafson bílprófsnemi skrifaði undir bílprófssamning TM á dögunum og var svo heppinn að hljóta 100.000 kr. bílprófsstyrk. Innilega til hamingju Ingi Þór og gangi þér vel í umferðinni!

Lesa meira

30. maí 2018 : Hugarró á ferðalagi með TM appinu

Viðskiptavinir TM geta nú nálgast staðfestingu á gildandi ferðatryggingu til að framvísa á ferðalögum sínum erlendis með TM appinu. Einnig er hægt að fá beint samband við neyðarþjónustu SOS International hvenær sem er sólarhringsins, komi til alvarlegra veikinda eða slysa. Í TM appinu eru auk þess allar upplýsingar um hvað ferðatryggingin innifelur.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

8. maí 2018 : Afkoma TM á fyrsta ársfjórðungi 2018

Á stjórnarfundi þann 8. maí 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 289 milljónum króna.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

9. apr. 2018 : Upplýsingar vegna brunans hjá Geymslum ehf. í Miðhrauni

TM vill vekja athygli á því að aðilar sem voru með lausafé hjá Geymslum ehf. að Miðhrauni 4 í Garðabæ og eru með Heimatryggingu hjá TM, geta átt rétt á bótum sem nemur allt að 15% af vátryggingarverðmæti innbúsins. Þetta á við það lausafé sem geymt er um stundarsakir utan heimilis, þó ekki lengur en 12 mánuði.

Lesa meira

16. feb. 2018 : Hagnaður TM árið 2017 nam 3,1 milljarði króna

Á stjórnarfundi þann 16. febrúar 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning félagsins fyrir árið 2017.  Sigurður Viðarsson forstjóri TM segir meðal annars "Afkoma TM árið 2017 var mjög góð og enn eitt árið skilar félagið framúrskarandi arðsemi á eigin fé eða ríflega 24%."

Lesa meira
IMG_5030-b

6. feb. 2018 : TM styður Ungar athafnakonur

TM hefur gert samstarfssamning við félagið Ungar athafnakonur (UAK) og verður styrktaraðili ráðstefnu UAK sem verður haldin í Hörpu þann 10. mars nk. Félagið var stofnað í maí 2014 og hefur að markmiði að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu.

Lesa meira

31. jan. 2018 : Fáðu tjónið bætt á 60 sekúndum

TM appið er glæný og þægileg samskiptaleið fyrir viðskiptavini TM. Í appinu er aðgengilegt yfirlit yfir allar tryggingar, hvað þær innifela, iðgjöld og fleira. Með appinu er líka hægt að tilkynna tjón og fá bætur greiddar nánast samstundis. Þú finnur appið í App Store og Google Play store.

Lesa meira

30. jan. 2018 : TM mótið í Kórnum - myndir

TM mótið í Kórnum var haldið í fjórða sinn helgina 20.-21.janúar í Kórnum Kópavogi. 5. og 6. flokkur kepptu laugardeginum en 7. og 8. flokkur á sunnudeginum. Mótið gekk mjög vel en allir þátttakendur fengu fótboltasokka og þátttökupening. 

Lesa meira
Undirskrift-25012018

29. jan. 2018 : TM og Hefring Marine undirrita samstarfssamning

TM og Hefring Marine undirrituðu á dögunum samning um samstarf við þróun á búnaði er getur komið í veg fyrir meiðsli á fólki og skemmdum á búnaði um borð í bátum vegna öldugangs. Hefring Marine er lausn sem nemur högg sem koma á skip vegna öldugangs, býr til spágildi og veitir skipstjóra leiðbeinandi upplýsingar um það sem fram undan er með því markmiði að draga úr tíðni og alvarleika slysa.

Lesa meira

16. jan. 2018 : Hugsum í framtíð

Í takt við samfélagsbreytingar hefur þjónusta TM við viðskiptavini sína gjörbreyst á því 61 ári sem félagið hefur starfað. Þarfir og aðstæður fólks eru misjafnar, taka sífelldum breytingum og þjónustan verður að taka mið af því. Helsta áskorun okkar í dag snýr að þeim miklu breytingum sem orðið hafa vegna örra tækniframfara. Tölvu- og snjallsímaþróunin hefur þegar umbylt mörgu í okkar daglega lífi á skömmum tíma, en allt er þetta rétt að byrja.

Lesa meira

4. jan. 2018 : Breytingar á innheimtu

Frá og með 1. janúar 2018 mun innheimtu­fyrir­tækið Momentum taka að sér út­sendingu innheimtu­viðvarana fyrir TM í stað Arion banka áður. Einnig verður breyting á kostnaði og tíma frá eindaga að útsendri viðvörun.

Lesa meira

19. des. 2017 : TM kynnir öryggispall fyrir fiskkör

Á dögunum gaf TM Slysa­varna­skóla sjó­manna öryggis­pall á fisk­kör sem er hannaður af Methúsalem Hilmars­syni forstöðu­manni for­varna hjá TM og Lárusi Halldórs­syni vél­virkja hjá Skark ehf.

Lesa meira

12. des. 2017 : TM mót Stjörnunnar í handbolta - Myndir

TM mót Stjörnunnar í hand­bolta var haldið sunnu­daginn 10. des­ember 2017 í TM höllinni í Garða­bæ. Mótið heppnaðist mjög vel en um 600 hand­bolta­snillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman.

Lesa meira
Jafnréttisvísir 2017 - fulltrúar TM

7. des. 2017 : TM er aðili Jafnréttisvísis Capacent 2017

TM er eitt af fyrstu fyrir­tækjunum sem taka þátt í verk­efninu Jafn­réttis­vísir Capacent sem er verk­færi fyrir fyrir­tæki og stofnanir sem vilja stuðla að vitundar­vakningu um jafn­réttis­mál og móta skýr mark­mið í fram­haldinu.

Lesa meira

21. nóv. 2017 : Svifaldan veitt í sjöunda sinn

Vilhjálmur Hall­grímsson hjá fyrirtækinu Fisheries Technologies ehf. hlaut Svif­ölduna, fyrstu verðlaun í sam­keppninni Framúr­stefnu­hugmynd Sjávar­útvegs­ráðstefnunnar 2017. Svifaldan er gefin af TM, en jafn­framt eru veittar viður­kenningar og fé til þeirra sem standa að þremur bestu hug­myndunum.

Lesa meira
Sjávarútvegsráðstefnan 2017 - lítil mynd

14. nóv. 2017 : TM verðlaunar frumkvöðla á Sjávarútvegsráðstefnu

Hin árlega Sjávar­útvegs­ráðstefna verður haldin í Hörpu dagana 16.-17. nóvember. TM tekur þátt sem fyrr og veitir verðlaun fyrir framúr­stefnu­hugmyndir frum­kvöðla í sjávar­útvegi. TM verður með bás í Hörpu þar sem þrjár stiga­hæstu hugmyndirnar verða kynntar.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

14. nóv. 2017 : TM aðili að samtökum um ábyrgar fjárfestingar

Samtökin IcelandSIF voru stofnuð 13. nóvember sl.  og var TM einn af 23 stofnaðilum samtakanna. Tilgangur samtakanna er að efla þekkingu fjárfesta á aðferðafræði sjálfbærra og ábyrgra fjárfestinga með því að skapa sjálfstæðan vettvang fyrir umræður og fræðslu.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

1. nóv. 2017 : Dagsetning aðalfundar TM 2018

Dag­setning aðal­fundar Trygginga­mið­stöðvar­innar hf. 2018 hefur verið ákveðin og verður aðal­fundurinn haldinn fimmtu­daginn 15. mars 2018.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

26. okt. 2017 : Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi 2017

Á stjórnar­fundi þann 26. október 2017 sam­þykkti stjórn og for­stjóri TM þriðja árs­hluta­uppgjör félagsins fyrir árið 2017. Hagnaður TM á þriðja árs­fjórðungi 2017 var 217 m.kr.

Lesa meira

12. sep. 2017 : Endurskinsvesti fyrir börn í Mosfellsbæ

Heilsu­eflandi sam­félag í Mos­fells­bæ í sam­vinnu við TM af­hentu öllum börnum í 1. og 2. bekk í grunn­skólum Mos­fells­bæjar endur­skins­vesti til eignar í tengslum við verkefnið Göngum í skólann. Lesa meira
Íslenska sjávarútvegssýningin 2017 - lítil mynd

7. sep. 2017 : TM tekur þátt í Íslensku sjávarútvegssýningunni

Íslenska sjávar­útvegs­sýningin verður haldin í Fífunni dagana 13.-15. sept­ember nk. Þetta er í tólfta skipti sem sýningin er haldin og er henni ætlað að ná yfir alla þætti í sjávar­útvegi og fisk­vinnslu. TM heldur við­tekinni venju og verður með bás á sýningunni.

Lesa meira

29. ágú. 2017 : TM gangan 2017 - Helgafell í Mosfellsbæ

TM í samstarfi við Fjalla­vini býður við­skipta­vinum sínum í árlega TM göngu sunnu­daginn 3. sept­ember. Í þetta skiptið verður gengið í kringum Helgafell í Mos­fells­bæ. Gangan byrjar kl. 12 og tekur um 2 klst. Nauð­syn­legt er að skrá sig.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

24. ágú. 2017 : Afkoma TM á öðrum ársfjórðungi 2017

Á stjórnar­fundi þann 24. ágúst 2017 sam­þykkti stjórn og for­stjóri TM annað árs­hluta­uppgjör félagsins fyrir árið 2017. Hagnaður félagsins var 909 m.kr. sem er ríflega 200 m.kr. meiri hagnaður en kom fram í af­komu­viðvörun félagsins 18. júlí sl.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

18. júl. 2017 : Tryggingamiðstöðin hf. – Afkomuviðvörun

Við vinnslu árs­hluta­upp­gjörs 2. árs­fjórðungs hefur komið í ljós að tjóna­kostnaður félagsins var mun hærri en spáð hafði verið. Stærsta frávikinu veldur óhagstæð þróun eldri slysa­tjóna.

Lesa meira

3. júl. 2017 : Útibú á Egilsstöðum lokar

Útibúi TM á Egils­stöðum hefur verið lokað. Þjónusta við viðskipta­vini á Egils­stöðum verður framvegis í höndum umboðs­manna TM á Austur­landi, en félagið er með þjónustu­skrifstofur á Seyðis­firði, Neskaup­stað og Reyðar­firði.

Lesa meira
Síða 1 af 22