Fréttir

25. apr. 2017 : Myndir frá TM móti Stjörnunnar

TM mót Stjörnunnar er í fullum gangi og nú er fyrri helgin afstaðin þar sem strákar og stelpur í 5., 6. og 7. flokki kepptu sín á milli. Hér má finna myndir af öllum liðunum sem tóku þátt.

19. apr. 2017 : TM mót Stjörnunnar í knattspyrnu

TM mót Stjörnunnar fer fram á knatt­spyrnu­svæði Stjörnunnar í Garða­bæ 20. - 23. apríl og 29. apríl - 30. apríl. Keppt er í 5., 6., 7. og 8. flokki hjá strákum og stelpum. Um 3.500 börn spila á mótinu og öll fá þau vegleg verðlaun og þátttöku­pening.

29. mar. 2017 : Viðvörunarskilti við Suðurlandsveg endurnýjað

Viðvörunar­skilti sem sýnir fjölda látinna í um­ferðinni og stendur suð­vestan við Suður­lands­veg rétt ofan við Drauga­hlíðar­brekku hefur nú verið gert upp og endur­nýjað en 17 ár eru frá það var fyrst sett upp.

27. mar. 2017 : Samstarf TM og Lífstíðar

TM hefur undir­ritað sam­starfs­samning við Lífstíð ehf. um sölu á persónu- og skaða­tryggingum til einstaklinga og fyrirtækja. Lífstíð er nýtt vátrygginga­umboð sem byggir á langri reynslu starfs­manna á sölu og þjónustu á tryggingum.

16. feb. 2017 : Hagnaður TM árið 2016 nam 2,6 milljörðum 

Á stjórnar­fundi þann 16. febrúar 2017 sam­þykkti stjórn og forstjóri TM árs­reikning fyrir árið 2016. Sigurður Viðarsson forstjóri TM segir m.a. „Á heildina litið er ég mjög ánægður með niður­stöðu ársins, bæði hvað varðar afkomu af vá­trygginga­starfsemi og ávöxtun fjárfestinga­eigna.“

15. feb. 2017 : Viðskiptavinir fá afslátt af dansnámskeiðum

Dansandi par - lítil mynd

Með hækkandi sól finnst okkur tilvalið að dansa. Því bjóðum við viðskipta­vinum okkar afslátt af dans­nám­skeiðum á vegum Kram­hússins sem byrja í febrúar.

2. feb. 2017 : TM mótið í Kórnum 2017 - myndir

TM mótið var haldið í Kórnum helgina 28. - 29. janúar. Um var að ræða mót fyrir stelpur í 5., 6., 7. og 8. flokki í fótbolta. Um 1.200 keppendur voru skráðir og eins og undanfarin ár var góð stemming.

23. jan. 2017 : Tímamót tilnefnd til íslensku vefverðlaunanna

Tímamót, vefur á vegum TM sem miðar að því að einfalda hið daglega líf, hefur verið til­nefndur til íslensku vef­verð­launanna í flokknum efnis- og frétta­veita ársins.

19. jan. 2017 : Uppskeruhátíð Fimleikasambands Íslands

Þann 5. janúar fór fram uppskeru­hátíð Fimleika­sambands Íslands og TM. Árið 2016 var gott ár í fimleikasögu Íslands og því mörgu að fagna.

6. jan. 2017 : TM styður handboltann

TM og HSÍ endur­nýjuðu í dag sam­starfs­samning sinn sem felur í sér að TM mun áfram vera einn af aðal­styrktar­aðilum sam­bandsins og íslenskra lands­liða í handknattleik. Undirbúningur lands­liðsins fyrir HM í Frakklandi er nú á loka­metrunum, en mótið hefst þann 11. janúar nk.

3. jan. 2017 : Heimagisting TM

TM býður nýja þjónustu fyrir þá sem eru með Heimatryggingu TM. Heimagisting TM er viðbótar­trygging sem tekur á þjófnaði og skemmdar­verkum á innbúi á meðan heimili þitt er í útleigu í 90 daga á ári eða skemur, eins og t.d. í gegnum Airbnb.

22. des. 2016 : Jólakveðja TM og opnunartímar

Gleðileg jól - fyrsta auglýsingin - lítil mynd

Trygginga­mið­stöðin fagnaði 60 ára af­mæli sínu núna í des­ember. Af því tilefni fannst okkur tilvalið að endur­vekja eina af fyrstu jólakveðjum félagsins og sígild skilaboð hennar.

7. des. 2016 : TM í 60 ár

Trygginga­miðstöðin fagnar í dag 60 ára af­mæli sínu. Á þessum árum hefur sam­félagið tekið miklum breytingum og TM öðlast dýrmæta reynslu. Við þökkum fyrir ánægjuleg viðskipti og hlökkum til að kynnast fleiri við­skipta­vinum á komandi árum.

29. nóv. 2016 : TM veitir Framúrstefnuverðlaun 

Svifaldan 2016

Eins og undanfarin ár var TM einn af helstu bakhjörlum Sjávar­útvegs­ráðstefnunnar með sérstaka aðkomu að Framúr­stefnuverð­launum ráð­stefnunnar. Verðlaunaðar voru þrjár hugmyndir eins og fyrri ár.

23. nóv. 2016 : TM styrkir herferð UN Women

TM er aðal­styrktar­aðili nýrrar her­ferðar UN Women á Íslandi sem hleypt var af stokkunum 22. nóvember. Herferðin er neyðar­söfnun fyrir konur á flótta í Mosul sem búa við hræði­legar aðstæður og þurfa á þinni hjálp að halda.

18. nóv. 2016 : Afmælisafsláttur á jólasýningar Borgarleikhússins

Jólasýningar Borgarleikhússins - lítl mynd

TM verður 60 ára í desember og af því tilefni langar okkur að bjóða viðskipta­vinum okkar afslátt á tvær jóla­sýningar í Borgar­leikhúsinu, Jólaflækju og Jesú litla.

27. okt. 2016 : Afkoma TM á þriðja ársfjórðungi 2016

Á stjórnar­fundi þann 27. októ­ber var upp­gjör vegna fyrstu níu mánaða ársins 2016 samþykkt. Sigurður Viðarsson forstjóri TM segir m.a. „Afkoma félagsins á þriðja árs­fjórðungi var góð og nokkru betri en áætlanir höfðu gert ráð fyrir. Munurinn liggur að mestu í betri afkomu af vátrygginga­starfsemi.“

26. sep. 2016 : TM gæsin Blanda

Í sumar tók TM þátt í rann­sóknar­verkefni sem miðar að því að fylgjast með ferðum grágæsa. TM styrkti gervi­hnatta­sendi á grágæsinni Blöndu. Síðan í sumar hefur Blanda haldið sig í sinni heima­byggð á Blöndu­ósi en allir geta fylgst með ferðum hennar á vefnum.

13. sep. 2016 : TM gangan 2016 - Bessastaðanes

TM býður viðskipta­vinum sínum í árlega TM göngu sunnu­daginn 18. september. Gangan hefst á Bessa­stöðum kl. 12. Gengið verður um Bessa­staða­nes og endað í Bessa­staða­kirkju.

6. sep. 2016 : TM tekur þátt í MY BABY í Hörpu

TM tekur þátt í ein­stakri fag­sýningu fyrir for­eldra og verð­andi for­eldra í Hörpunni næstu helgi, 10.-11. sept­ember. Á TM básnum verður boðið upp á ein­staklings­miðaða ráðgjöf frá sér­fræðingum í svefn- og brjósta­gjafa­ráðgjöf.

24. ágú. 2016 : Afkoma TM á öðrum ársfjórðungi 2016

Á stjórnar­­fundi þann 24. ágúst 2016 sam­­þykkti stjórn og for­stjóri TM upp­­gjör vegna fyrri árs­­helmings 2016. Um upp­gjörið sagði Sigurður Viðars­son forstjóri TM „Afkoma félagsins á öðrum árs­fjórðungi var mjög góð og umtalsvert betri en áætlun gerði ráð fyrir.“

21. júl. 2016 : Gæsin Blanda

Nýjasta höfuð­gæs Blönduós­búa, grá­gæsin Blanda hefur fengið sinn eigin gervi­hnatta­sendi í boði TM svo hægt verði að fylgjast með henni næstu tvö árin. 

6. júl. 2016 : Hreyfing, íþróttir og keppni – er ég tryggð(ur)?

Mikil vakning hefur orðið í hreyfingu ýmiss konar meðal almennings og því er eðlilegt að velta því fyrir sér hvort og þá hvernig fólk er tryggt ef það verður fyrir slysi við iðkun hreyfingar í sínum frítíma. 

21. jún. 2016 : TM lokar fyrr vegna landsleiks

Mið­viku­daginn 22. júní munu skrif­stofur TM loka kl. 15:45 vegna lands­leiks Íslendinga á EM í Frakklandi. Við viljum styðja við landsliðið í þessum þýðingar­mikla leik og sendum því starfsfólk okkar heim aðeins fyrr en vanalega svo það geti hvatt liðið áfram fyrir framan sjónvarpstækin.

14. jún. 2016 : TM mótið í Eyjum - myndir

TM mótið í Eyjum um helgina tókst frábærlega en mótið sem er í samstarfi við ÍBV stóð dagana 8.-11.júní. 900 stúlkur víðsvegar af landinu í 5. flokki kvenna í knattspyrnu mættu á mótið þar sem mikið var um að vera.

6. jún. 2016 : Bílprófsstyrkur TM veittur í maí

Þórhildur Bryndís Guð­munds­dóttir bílprófs­nemi skrifaði undir Bílprófs­samning TM og var svo heppin að hljóta 100.000 kr. bílprófsstyrk. Innilega til hamingju Þórhildur og gangi þér vel í umferðinni!

11. maí 2016 : #égætlaaðhætta - Að nota símann við akstur!

Við hjá TM ásamt Nútímanum, Samgöngustofu, Sjóvá og Vís hvetjum alla til að hætta núna að nota símann á meðan akstri stendur. 

4. maí 2016 : TM mót Stjörnunnar - Myndir

Nú er stórmóti TM og Stjörnunnar nýlokið. Rúmlega 3000 ungmenni kepptu í fótbolta helgarnar 23. - 24. apríl og 30. apríl - 1. maí. Mótið var haldið fyrir stelpur og stráka í 8. - 5. flokki.

4. maí 2016 : Afkoma TM á fyrsta ársfjórðungi 2016

Á stjórnar­fundi þann 4. maí 2016 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshluta­uppgjör félagsins fyrir árið 2016. Árshluta­reikningurinn hefur hvorki verið endur­skoðaður né kannaður af endur­skoðendum félagsins.

28. apr. 2016 : Akureyri og Húnaþing vestra í átak í eldvörnum

TM er aðili að Eld­varna­banda­laginu og voru fulltrúar TM viðstaddir undirritun við Akureyrarbæ og Húnaþing vestra á þriðjudaginn um eigið eldvarnaeftirlit hja stofnunum sveitarfélaganna.

12. feb. 2016 : Hagnaður TM árið 2015 nam 2,8 milljörðum króna

Á stjórnar­fundi í morgun sam­þykkti stjórn og forstjóri TM árs­reikning félagsins fyrir árið 2015. Að sögn Sigurðar Viðarssonar forstjóra var hagnaður ársins meiri en gert var ráð fyrir og er allur til kominn vegna fjárfestingarstarfsemi.

5. feb. 2016 : Myndir frá TM mótinu í Kórnum

TM Mótið fór fram um helgina en 1.200 hressar stúlkur úr 5., 6., 7. og 8. flokki í knattspyrnu kepptu og skemmtu sér konunglega í Kórnum Kópavogi.

27. jan. 2016 : TM mótið í Kórnum 2016

TM mótið í Kórnum Kópavogi fer fram dagana 30. - 31. janúar 2016. Mótið er fyrir stelpur í 5., 6., 7. og 8. flokki í fótbolta. Margrét Lára Viðarsdóttir mætir á svæðið og verður með timamot.is snappið.

7. jan. 2016 : Samstarf TM og HSÍ

Fyrir stuttu skrifuðu TM og HSÍ undir samstarfs­samning varðandi þátt­töku og undir­búning íslenska karla­lands­liðsins í hand­knattleik. Við hjá TM höfum fulla trú á strákunum og hvetjum þá áfram til dáða! Áfram Ísland!

4. jan. 2016 : Bílprófsstyrkur veittur

Það var Hans Andri Baldvinsson sem vann 100.000 kr. bílprófsstyrk TM nú í desember. Tvisvar á ári drögum við út heppinn þátttakanda sem skrifað hefur undir bílprófssamning TM en það er samningur milli foreldra og ungra ökumanna um öryggi í umferðinni.

23. des. 2015 : Starfsfólk TM styrkir Rjóðrið

Starfsfólk TM tók sig saman í desember og styrkti Rjóðrið, hvíldar- og endur­hæfingar­heimili fyrir langveik og fötluð börn með beinum framlögum auk þess sem var haldin jóla­tombóla.  TM jafnaði framlögin og alls söfnuðust 421.000 krónur.

17. des. 2015 : Opnunartímar TM um hátíðarnar

Yfir jól og áramót verður TM opið virka daga á venjulegum tímum frá 8:30 - 16:30. Lokað verður á aðfangadag en opið frá 8:30 - 12:00 á gamlársdag. Neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700.

7. des. 2015 : Lokum kl. 16 í dag vegna veðurs

Vegna viðvarana Almannavarna lokar þjónustuskrifstofa TM í Síðumúla 24 kl. 16 í dag. Röskun getur einnig orðið á þjónustu víða um land vegna veðurs. Verði viðskiptavinir fyrir tjóni í óveðrinu má tilkynna það á hér á vefnum.

19. nóv. 2015 : Svifaldan veitt í fimmta sinn

"Svifaldan” verðlauna­gripurinn fyrir Framúr­stefnu­hugmynd Sjávar­útvegs­ráðstefnunnar 2015 var nú veitt í fimmta sinn, en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með fram­sæknum og frumlegum hugmyndum. Svifaldan er gefin af TM, en jafnframt var veitt verðlaunafé og viðurkenningar til þeirra sem standa að þremur bestu hugmyndunum.

19. nóv. 2015 : Eflum eldvarnir á aðventunni

Eldvarna­átak Lands­sambands slökkvi­liðs- og sjúkra­flutninga­manna (LSS) hefst í dag. Slökkvi­liðsmenn munu heimsækja vel á fimmta þúsund átta ára börn til að fræða þau og fjölskyldur þeirra um eldvarnir. Alltof mörg heimili eru berskjölduð fyrir eldsvoðum. Yfir tveir milljarðar króna eyðast í eldi að meðaltali ár hvert.