TM fréttir úr Kauphöll

Fyrirsagnalisti

16.3.2020 : Ólöf tekur við Lykli

Ólöf Jónsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Lykils hf., dótturfélags TM hf., og tekur við starfinu af Lilju Dóru Halldórsdóttur.

12.3.2020 : TM - tilkynning vegna viðskiptavakta

TM hf. hafa borist tilkynningar frá Kviku banka og Arion banka sem sinna viðskiptavakt með hlutabréf félagsins. Samkvæmt þeim telja téðir bankar að aðstæður séu með þeim hætti að heimilt sé að virkja ákvæði í samningunum um viðskiptavakt og víkja frá ákvæðum er varða fjárhæðir og verðbil á meðan slíkt ástand varir.

12.3.2020 : TM hf. - Niðurstöður aðalfundar 12. mars 2020.

Á aðalfundi TM hf. í dag, 12. mars 2020, voru samþykktar tillögur um ráðstöfun tekjuafgangs félagsins, heimild til að kaupa eigin hluti m.a. á grundvelli endurkaupaáætlunar, starfskjarastefnu félagsins,þóknun til stjórnar, undirnefnda stjórnar og tilnefningarnefndar. Að auki var kosinn endurskoðendur fyrir starfsárið 2020.

9.3.2020 : Framboð til stjórnar og tilnefningarnefndar TM hf. á aðalfundi 12. mars 2020

Framboðsfrestur til stjórnar TM hf. rann út 7. mars 2020. Eftirtaldir einstaklingar hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins.

5.3.2020 : Flöggun vegna viðskipta með hluti í TM - uppfærð tilkynning

Uppfærð tilkynning um flöggun frá Stoðum hf. þar sem tekið er fram að atkvæðisréttur félagsins í TM takmarkist við 9,99% uns Fjármálaeftirlitið hefur veitt félaginu heimild til að fara með virkan eignarhlut í TM. Sjá nánar í meðfylgjandi viðhengi.

5.3.2020 : Flöggun vegna viðskipta með hluti í TM

Sjá meðfylgjandi viðhengi

5.3.2020 : Viðskipti aðila fjárhagslega tengdum fruminnherja í TM

Sjá meðfylgjandi viðhengi vegna viðskipta aðila fjárhagslega tengdum fruminnherja sem áttu sér stað í dag með hluti í félaginu.

4.3.2020 : Aðalfundur TM 12. mars 2020 - Endanlegar tillögur og ályktanir

Samkvæmt samþykktum TM hf. skal a.m.k. þremur dögum fyrir hluthafafund birta upplýsingar um þær tillögur og ályktanir sem lagðar verða fyrir fundinn og eftir atvikum endurskoðaða dagskrá fundarins.  Engar kröfur um tiltekin mál eða tillögur bárust frá hluthöfum innan tilskilins frests þar um sem var 2. mars sl.

20.2.2020 : Fundarboð aðalfundar TM 12. mars 2020 og tillögur stjórnar

Fyrir mistök féll niður einn dagskárliður í fundarboði sem birtist 18. febrúar 2020, þ.e. kosning endurskoðanda eða endurskoðandafélags. Í viðhengi er, auk dagskrár fundarins, að finna tillögur stjórnar TM sem lagðar verða fyrir fundinn.

17.2.2020 : TM hf. - Flöggun - Premier Milton Group PLC

Sjá meðfylgjandi viðhengi.

13.2.2020 : TM - Uppgjör 2019

Meðfylgjandi eru fréttatilkynning vegna uppgjörs fjórða ársfjórðungs og ársins 2019, ársreikningur samstæðunnar og uppgjörskynning.

10.2.2020 : TM hf. - Flöggun - Lansdowne European Structural Recovery Fund

Sjá meðfylgjandi viðhengi.

6.2.2020 : TM - Birting ársuppgjörs 2019

TM mun birta uppgjör fjórða ársfjórðungs og ársins 2019 eftir lokun markaða fimmtudaginn 13. febrúar og býður til kynningar á afkomu félagsins sama dag kl. 16.00. Þar mun Sigurður Viðarsson forstjóri kynna uppgjörið og svara spurningum. Fundurinn fer fram í höfuðstöðvum félagsins að Síðumúla 24, 4. hæð.

30.1.2020 : TM - Nýtt skipurit

Hjálögð er tilkynning um nýtt skipurit TM hf.

7.1.2020 : TM lýkur við kaup á Lykli

Þann 21. júlí sl. gekk TM hf. (TM)  til einkaviðræðna við Klakka ehf., eiganda Lykils fjármögnunar hf. (Lykill), um kaup TM á öllum eignarhlutum í Lykli. Þeim viðræðum lauk þann 10. október sl. með undirritun samnings um kaup á 100% hlutafjár í Lykli. Kaupverðið er 9.250 m.kr. auk hagnaðar Lykils á árinu 2019, sem TM greiðir seljanda.

23.12.2019 : Fjármálaeftirlitið fellst á að TM hf. fari með virkan eignarhlut í Lykli fjármögnun hf.

Vísað er til tilkynningar TM frá 10. október sl. varðandi kaup þess á Lykli fjármögnun hf. Nú hefur Fjármálaeftirlitið tilkynnt þá niðurstöðu sína að TM sé hæft að fara með eignarhlut í Lykli fjármögnun hf. sem nemur svo stórum hluta að Lykill mun teljast dótturfélag TM, sbr. 2. mgr. 42. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki. Að fenginni þessari niðurstöðu Fjármálaeftirlitsins hefur verið aflétt öllum fyrirvörum sem kaupin á Lykli voru háð.

13.12.2019 : Viðskipti stjórnenda í hlutafjárútboði TM

Meðfylgjandi eru í viðhengi tilkynningar varðandi viðskipti stjórnenda eða aðila fjárhagslega tengdum þeim í hlutafjárútboði TM sem lauk í gær, 12. desember, kl. 17:00.

13.12.2019 : TM - Fjárhagsdagatal 2020

TM mun birta árshluta- og ársuppgjör félagsins samkvæmt neðangreindu fjárhagsdagatali fyrir árið 2020:

Síða 1 af 3