Fréttir

Fyrirsagnalisti

16. mar. 2020 : COVID-19 veiran og ferðatryggingar

Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til ferðamanna vegna COVID-19 faraldursins þar sem einstaklingum er ráðlagt að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða. Hér má finna upplýsingar varðandi endurgreiðslu ferðakostnaðar úr ferðatryggingum í Heimatryggingu TM vegna faraldursins.

Lesa meira

15. mar. 2020 : Breyting á þjónustu TM vegna Covid-19

Vegna samkomubanns og uppfærslu á áhættumati Sóttvarnalæknis verður afgreiðslu viðskiptavina á þjónustuskrifstofum TM hætt tímabundið. Við bendum á aðrar þjónustuleiðir TM, það er hægt að hringja í 515 2000, nýta netspjallið á TM.is, TM appið og þjónustusíður TM. Einnig er hægt að ganga frá tryggingunum með rafrænum ráðgjafa inn á tm.is.

Lesa meira

6. mar. 2020 : TM fær tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Í dag var tilkynnt hvaða vefir eða stafrænu lausnir hlutu tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna, sem haldin verða 13. mars næstkomandi. TM hlaut tvær tilnefningar, fyrir Vádísi - Sýndarráðgjafa við kaup á tryggingum í flokknum Söluvefur ársins og fyrir TM appið í flokknum App ársins.

Lesa meira

27. feb. 2020 : Lykill fjármögnun flytur starfssemi sína til TM

7. janúar síðastliðinn lauk TM við kaup á Lykil fjármögnun og í framhaldi varð Lykill hluti af samstæðu TM. Nýtt skipurit TM tók gildi 1. febrúar og í dag 27. febrúar flutti Lykill alla starfssemi sína úr Ármúlanum í húsnæði TM Síðumúla 24. Við bjóðum nýja samstarfsfélaga velkomna til starfa.

Lesa meira
Raud-vidvorun

13. feb. 2020 : Skrifstofur TM lokaðar fyrir hádegi vegna veðurs

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Skrifstofur TM  verða því lokaðar í fyrramálið á meðan rauð veðurviðvörun gildir. Við stefnum á að opna kl. 13.00 ef veður leyfir.

 

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

13. feb. 2020 : Ársuppgjör 2019

Á stjórnarfundi þann 13. febrúar 2020 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning félagsins fyrir árið 2019. Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Lesa meira
Skipurit-2020

30. jan. 2020 : Nýtt skipurit TM hf.

Þann 7. janúar sl. tilkynnti TM hf. (TM) að kaupum á Lykli fjármögnun hf. (Lykill) væri lokið og að eftirleiðis myndi starfsemi TM skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Í samræmi við stefnu TM og markmið með kaupunum verður innleitt nýtt skipurit hjá félaginu sem endurspeglar nýjar áherslur.

Lesa meira

7. jan. 2020 : TM lýkur við kaup á Lykli

TM hefur í dag lokið við kaupin á Lykli með greiðslu kaupverðsins, að undanskildu því sem nemur hagnaði Lykils árið 2019 og Lykill því orðinn hluti af samstæðu TM. Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

2. jan. 2020 : Breytingar á starfsemi umboðsskrifstofa TM

Um áramótin var starfsemi TM umboðana á Reyðarfirði, Ólafsfirði, Blönduósi og í Borgarnesi hætt. TM mun enn kappkosta að veita góða og faglega þjónustu á svæðunum í samstarfi við aðila sem taka að sér tjóna- og áhættuskoðanir.

Lesa meira

31. des. 2019 : Toyota- og Lexustryggingar í samstarf við TM

Toyota á Íslandi býður nýja þjónustu, Toyota og Lexus ökutækjatryggingar í samstarfi við TM. Toyota- og Lexustryggingar eru hefðbundnar ökutækjatryggingar, vátryggðar af TM, og bjóðast með nýjum og notuðum Toyota og Lexus bílum hjá viðurkenndum söluaðilum.

Lesa meira
Gleðileg jól

13. des. 2019 : Opnunartímar TM um hátíðarnar

Yfir jól og áramót verður TM opið virka daga á venjulegum tímum. Lokað verður á aðfangadag en opið frá 9-12 á gamlársdag. Neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

13. des. 2019 : TM hf. lýkur hlutafjárútboði

TM hf. lauk í gær útboði á alls 93.750.000 nýjum hlutum í TM sem boðnir voru fjárfestum til áskriftar á genginu 32,0 kr. á hvern hlut. Útboðið hófst þann 9. desember síðastliðinn og lauk útboðstímabilinu í gær kl. 17:00. Heildarandvirði útboðsins nemur þremur milljörðum króna, en tilgangur útboðsins var að fjármagna greiðslu TM á hluta af kaupverði Lykils fjármögnunar hf.

Lesa meira
Tm-handbolti

3. des. 2019 : TM mót Stjörnunnar í handbolta

TM mót Stjörnunnar í handbolta var haldið sunnudaginn 1. desember 2019 í TM höllinni í Garðabæ. Mótið heppnaðist afar vel en um 500 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. Hér er hægt að nálgast myndir af öllum liðunum sem tóku þátt.

Lesa meira
TM-Iceland9161--Large-

27. nóv. 2019 : TM styttir vinnuvikuna og breytir opnunartíma

Frá og með 1. desember tekur gildi stytting vinnuvikunnar hjá starfsólki TM eins og kjarasamningar kveða á um.  Samhliða breytast opnunartímar aðalskrifstofu TM í Síðumúla og í útibúum á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ. Skrifstofurnar verða opnar frá 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, en þá verður opið frá 9 til 15.

Lesa meira

8. nóv. 2019 : TM veitir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar

Svifaldan verðlaunagripurinn fyrir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2019 var veitt í níunda sinn í gær, en markmið verðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd en það voru Niceland Seafood, Codland og Sjávarklasinn.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

23. okt. 2019 : Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2019

Á stjórnarfundi þann 23. október 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Árshlutareikningurinn var kannaður af endurskoðendum félagsins.

Lesa meira

14. okt. 2019 : TM með málstofu á Arctic Circle ráðstefnunni

TM bauð til málstofu á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu 10.-12. október. Dance Zurovac-Jevtic yfirloftslagssérfræðingur Sirius International tryggingafélagsins fjallaði þar um sýn sína á áhrif loftslagsbreytinga sem leiða til aukinna öfga í veðri og hvað það þýðir fyrir tryggingabransann.

Lesa meira
Undirritun-TM-Lykill

10. okt. 2019 : TM undirritar samning um kaup á Lykli fjármögnun

Eins og tilkynnt var þann 21. júlí sl. hefur Tryggingamiðstöðin hf. (TM) átt í einkaviðræðum við Klakka ehf. um kaup á Lykli fjármögnun hf. (Lykill). Þeim viðræðum lauk í dag með undirritun samnings um kaup á 100% hlutafjár í Lykli. Kaupverðið er 9.250 m.kr. og þar að auki greiðir TM hagnað Lykils á árinu 2019 til seljanda.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

22. ágú. 2019 : Uppgjör annars ársfjórðungs 2019

Á stjórnarfundi þann 22. ágúst 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM annað árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi nam 1.337 milljónum króna.

Lesa meira

15. júl. 2019 : Snjallir skynjarar fyrir viðskiptavini TM

TM býður nú viðskiptavinum með heima- og/eða fasteignatryggingar snjalla skynjara að gjöf. Skynjararnir eru nettengdir og senda boð í símann þinn ef reykskynjarinn fer í gang eða ef vatnsleka verður vart. Skynjararnir eru eingöngu í boði í gegnum TM appið.

Lesa meira

25. jún. 2019 : TM mótið í Eyjum - myndir

TM mótið í Eyjum fór fram dagana 13.-15. júní. Mótið er haldið árlega fyrir stelpur í 5. flokki í knattspyrnu. Mótið gekk mjög vel í alla staði og við þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum kærlega fyrir komuna. 

Lesa meira
Fyrirmyndarfyrirtaeki2019

17. maí 2019 : TM er fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2019

TM er fyrirmyndarfyrirtæki ársins stórra fyrirtækja samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem kynnt var í gær 16. maí. Fimmtán efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna fyrirmyndarfyrirtæki.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

14. maí 2019 : Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2019

Á stjórnarfundi þann 14. maí 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 433 milljónum króna.

Lesa meira

21. feb. 2019 : TM appið tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna

TM appið hefur verið tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum App ársins. Íslensku vefverðlaunin verða veitt í 11 flokkum á uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi þann 22. febrúar á Hilton Hótel Nordica.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

15. feb. 2019 : Ársuppgjör TM 2018

Á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning fyrir árið 2018. Að sögn Sigurðar Viðarssonar forstjóra TM er afkoma fjórða ársjórðungs 2018 í takti við væntingar en fjárfestingatekjur voru heldur lakari en ráð var fyrir gert.

Lesa meira

8. feb. 2019 : TM kynnir nýja tíma í tryggingum

TM hefur tekið í notkun nýja stafræna lausn sem gerir fólki kleift að fá strax verð í tryggingarnar og klára málin á nokkrum mínútum. Um er að ræða nýjung á tryggingamarkaði hér á landi og hefur hin nýja stafræna lausn fengið nafnið, Vádís .

Lesa meira
Gleðileg jól

13. des. 2018 : Opnunartímar TM um hátíðarnar

Yfir jól og áramót verður TM opið virka daga á venjulegum tímum frá 9-16. Lokað verður á aðfangadag en opið frá 9-12 á gamlársdag. Neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

6. des. 2018 : Tjónagrunnur tekinn í gagnið

TM mun ásamt öðrum skaðatryggingafélögum á Íslandi frá og með 15. janúar næstkomandi hefja skráningar í nýjan tjónagrunn SFF sem hýstur er hjá Creditinfo. Tilgangurinn með grunninum er einkum sá að sporna við skipulögðum tryggingasvikum

Lesa meira
Síða 1 af 23