Fréttir

Fyrirsagnalisti

Tryggingamiðstöðin

29. okt. 2020 : Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2020

Í uppgjöri TM þriðja ársfjórðungs 2020 sem var kynnt í dag kemur fram að afkoma TM samstæðunnar á þriðja ársfjórðungi þróast mjög til hins betra frá fyrra ári og niðurstaðan er hagnaður upp á 979 m.kr.

Lesa meira

20. okt. 2020 : Tjón af völdum jarðskjálfta

Jarðskjálftinn vestur af Krýsuvík þann 20. október telst til náttúruhamfara samkvæmt lögum um Náttúruhamfaratryggingu Íslands (NTÍ) og því skal allt tjón af völdum skjálftans tilkynna til NTÍ.

Lesa meira

15. okt. 2020 : TM er fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri

TM lendir í 22. sæti á lista Viðskiptablaðsins og Keldunnar yfir fyrirmyndarfyrirtæki í rekstri 2020. Alls eru ríflega 1.100 fyrirtæki sem komast á listann að þessu sinni eða um 2,8% fyrirtækja landsins.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

26. ágú. 2020 : TM - Uppgjör annars ársfjórðungs 2020

Í uppgjöri TM annars ársfjórðungs 2020 sem var kynnt í dag kemur fram að eftir erfiðan fyrsta árfjórðung sveiflaðist afkoma TM á öðrum fjórðungi til hins betra. Afkoma fjárfestinga á fjórðungnum var mjög góð, jákvæð um 1.384 m.kr., sem má einkum rekja til góðrar ávöxtunar innlendra hlutabréfa.

Lesa meira
Fyrirmyndarfyrirtaeki2020

24. ágú. 2020 : TM fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

TM er í hópi 17 fyrirtækja sem fá viðurkenningu fyrir góða starfshætti. Það eru Stjórnvísi, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland sem veita viðurkenninguna og nafnbótina: Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Lesa meira
104002483_309345480460230_3189164931903810508_o

16. jún. 2020 : TM mótið í Eyjum í ár fjölmennasta mótið til þessa

TM mótið í Eyjum fór fram dagana 10.-13. júní en mótið hefur verið haldið árlega frá árinu 1990 fyrir stelpur í 5. flokki í knattspyrnu. Í ár voru það tæplega 1.000 stelpur frá 30 félögum víðsvegar af landinu í samtals 100 liðum sem kepptu og hafa þau aldrei verið fleiri.

Lesa meira
TM-Iceland9161--Large-

11. jún. 2020 : Lokað eftir hádegi föstudaginn 12. júní

Föstudaginn 12. júní munu þjónustuskrifstofur TM í Reykjavík, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjum og á Akureyri loka klukkan 13 vegna starfsdags starfsmanna. Neyðarvakt TM er ávallt opin utan skrifstofutíma í síma 800 6700. 

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

28. maí 2020 : Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2020

Uppgjör TM fyrsta ársfjórðungs 2020 var kynnt í dag. Þar kemur fram að fjórðungurinn var krefjandi í rekstri og starfsemi. Rekstur og afkoma á tímabilinu voru mjög lituð af Covid-19 faraldrinum. Hagnaður TM samstæðunnar á tímabilinu nam 789 m.kr. og tap af rekstri nam 1.514 m.kr.

Lesa meira
Nýir tímar í samskiptum

24. maí 2020 : Bókaðu tíma

Til verndar viðskiptavinum og starfsmönnum og svo unnt sé að verða við óskum um tveggja metra fjarlægð er nauðsynlegt að bóka tíma fyrirfram til að fá afgreiðslu á skrifstofu TM í Síðumúla 24. Þú færð alla þjónustu í tengslum við tryggingar og tjón í síma 515 2000, netspjalli eða tölvupósti. Ef ekki er unnt að leysa úr málinu þannig bókum við tíma.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

5. maí 2020 : Greiðslufrestur vegna Covid-19

TM kemur til móts við viðskiptavini sína sem eru í greiðsluvanda, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki, með þeim hætti að bjóða upp á greiðslufrest án aukakostnaðar.  Hægt er að sækja um frest á greiðslu iðgjalda trygginga í allt að þrjá mánuði, eða til loka júlí.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

30. apr. 2020 : Tilkynning um fyrirhugaðan flutning vátryggingastofns TM hf. til TM trygginga hf.

TM hf. hefur sent umsókn til Fjármálaeftirlitsins, þar sem óskað er eftir að félaginu verði veitt heimild til að flytja vátryggingastofn sinn til TM trygginga hf. Við flutning stofnsins munu TM tryggingar hf. yfirtaka öll réttindi og skyldur sem stofninum fylgja. Fyrirhugaður flutningur er liður í endurskipulagningu á samstæðu TM hf.

Lesa meira

16. mar. 2020 : COVID-19 veiran og ferðatryggingar

Embætti Landlæknis hefur gefið út ráðleggingar til ferðamanna vegna COVID-19 faraldursins þar sem einstaklingum er ráðlagt að sleppa ónauðsynlegum ferðalögum til skilgreindra áhættusvæða. Hér má finna upplýsingar varðandi endurgreiðslu ferðakostnaðar úr ferðatryggingum í Heimatryggingu TM vegna faraldursins.

Lesa meira

15. mar. 2020 : Breyting á þjónustu TM vegna Covid-19

Vegna samkomubanns og uppfærslu á áhættumati Sóttvarnalæknis verður afgreiðslu viðskiptavina á þjónustuskrifstofum TM hætt tímabundið. Við bendum á aðrar þjónustuleiðir TM, það er hægt að hringja í 515 2000, nýta netspjallið á TM.is, TM appið og þjónustusíður TM. Einnig er hægt að ganga frá tryggingunum með rafrænum ráðgjafa inn á tm.is.

Lesa meira

6. mar. 2020 : TM fær tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna

Í dag var tilkynnt hvaða vefir eða stafrænu lausnir hlutu tilnefningu til Íslensku vefverðlaunanna, sem haldin verða 13. mars næstkomandi. TM hlaut tvær tilnefningar, fyrir Vádísi - Sýndarráðgjafa við kaup á tryggingum í flokknum Söluvefur ársins og fyrir TM appið í flokknum App ársins.

Lesa meira

27. feb. 2020 : Lykill fjármögnun flytur starfssemi sína til TM

7. janúar síðastliðinn lauk TM við kaup á Lykil fjármögnun og í framhaldi varð Lykill hluti af samstæðu TM. Nýtt skipurit TM tók gildi 1. febrúar og í dag 27. febrúar flutti Lykill alla starfssemi sína úr Ármúlanum í húsnæði TM Síðumúla 24. Við bjóðum nýja samstarfsfélaga velkomna til starfa.

Lesa meira
Raud-vidvorun

13. feb. 2020 : Skrifstofur TM lokaðar fyrir hádegi vegna veðurs

Rík­is­lög­reglu­stjóri hef­ur lýst yfir óvissu­stigi al­manna­varna fyr­ir allt landið vegna aftaka­veðurs á morg­un, föstu­dag 14. febrúar. Skrifstofur TM  verða því lokaðar í fyrramálið á meðan rauð veðurviðvörun gildir. Við stefnum á að opna kl. 13.00 ef veður leyfir.

 

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

13. feb. 2020 : Ársuppgjör 2019

Á stjórnarfundi þann 13. febrúar 2020 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning félagsins fyrir árið 2019. Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Lesa meira

30. jan. 2020 : Nýtt skipurit TM hf.

Þann 7. janúar sl. tilkynnti TM hf. (TM) að kaupum á Lykli fjármögnun hf. (Lykill) væri lokið og að eftirleiðis myndi starfsemi TM skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar. Í samræmi við stefnu TM og markmið með kaupunum verður innleitt nýtt skipurit hjá félaginu sem endurspeglar nýjar áherslur.

Lesa meira

7. jan. 2020 : TM lýkur við kaup á Lykli

TM hefur í dag lokið við kaupin á Lykli með greiðslu kaupverðsins, að undanskildu því sem nemur hagnaði Lykils árið 2019 og Lykill því orðinn hluti af samstæðu TM. Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

2. jan. 2020 : Breytingar á starfsemi umboðsskrifstofa TM

Um áramótin var starfsemi TM umboðana á Reyðarfirði, Ólafsfirði, Blönduósi og í Borgarnesi hætt. TM mun enn kappkosta að veita góða og faglega þjónustu á svæðunum í samstarfi við aðila sem taka að sér tjóna- og áhættuskoðanir.

Lesa meira

31. des. 2019 : Toyota- og Lexustryggingar í samstarf við TM

Toyota á Íslandi býður nýja þjónustu, Toyota og Lexus ökutækjatryggingar í samstarfi við TM. Toyota- og Lexustryggingar eru hefðbundnar ökutækjatryggingar, vátryggðar af TM, og bjóðast með nýjum og notuðum Toyota og Lexus bílum hjá viðurkenndum söluaðilum.

Lesa meira
Gleðileg jól

13. des. 2019 : Opnunartímar TM um hátíðarnar

Yfir jól og áramót verður TM opið virka daga á venjulegum tímum. Lokað verður á aðfangadag en opið frá 9-12 á gamlársdag. Neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

13. des. 2019 : TM hf. lýkur hlutafjárútboði

TM hf. lauk í gær útboði á alls 93.750.000 nýjum hlutum í TM sem boðnir voru fjárfestum til áskriftar á genginu 32,0 kr. á hvern hlut. Útboðið hófst þann 9. desember síðastliðinn og lauk útboðstímabilinu í gær kl. 17:00. Heildarandvirði útboðsins nemur þremur milljörðum króna, en tilgangur útboðsins var að fjármagna greiðslu TM á hluta af kaupverði Lykils fjármögnunar hf.

Lesa meira
Tm-handbolti

3. des. 2019 : TM mót Stjörnunnar í handbolta

TM mót Stjörnunnar í handbolta var haldið sunnudaginn 1. desember 2019 í TM höllinni í Garðabæ. Mótið heppnaðist afar vel en um 500 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. Hér er hægt að nálgast myndir af öllum liðunum sem tóku þátt.

Lesa meira
TM-Iceland9161--Large-

27. nóv. 2019 : TM styttir vinnuvikuna og breytir opnunartíma

Frá og með 1. desember tekur gildi stytting vinnuvikunnar hjá starfsólki TM eins og kjarasamningar kveða á um.  Samhliða breytast opnunartímar aðalskrifstofu TM í Síðumúla og í útibúum á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ. Skrifstofurnar verða opnar frá 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, en þá verður opið frá 9 til 15.

Lesa meira

8. nóv. 2019 : TM veitir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar

Svifaldan verðlaunagripurinn fyrir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2019 var veitt í níunda sinn í gær, en markmið verðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd en það voru Niceland Seafood, Codland og Sjávarklasinn.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

23. okt. 2019 : Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2019

Á stjórnarfundi þann 23. október 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Árshlutareikningurinn var kannaður af endurskoðendum félagsins.

Lesa meira

14. okt. 2019 : TM með málstofu á Arctic Circle ráðstefnunni

TM bauð til málstofu á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu 10.-12. október. Dance Zurovac-Jevtic yfirloftslagssérfræðingur Sirius International tryggingafélagsins fjallaði þar um sýn sína á áhrif loftslagsbreytinga sem leiða til aukinna öfga í veðri og hvað það þýðir fyrir tryggingabransann.

Lesa meira
Síða 1 af 23