Fréttir

Fyrirsagnalisti

Gleðileg jól

13. des. 2019 : Opnunartímar TM um hátíðarnar

Yfir jól og áramót verður TM opið virka daga á venjulegum tímum. Lokað verður á aðfangadag en opið frá 9-12 á gamlársdag. Neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

13. des. 2019 : TM hf. lýkur hlutafjárútboði

TM hf. lauk í gær útboði á alls 93.750.000 nýjum hlutum í TM sem boðnir voru fjárfestum til áskriftar á genginu 32,0 kr. á hvern hlut. Útboðið hófst þann 9. desember síðastliðinn og lauk útboðstímabilinu í gær kl. 17:00. Heildarandvirði útboðsins nemur þremur milljörðum króna, en tilgangur útboðsins var að fjármagna greiðslu TM á hluta af kaupverði Lykils fjármögnunar hf.

Lesa meira
Tm-handbolti

3. des. 2019 : TM mót Stjörnunnar í handbolta

TM mót Stjörnunnar í handbolta var haldið sunnudaginn 1. desember 2019 í TM höllinni í Garðabæ. Mótið heppnaðist afar vel en um 500 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. Hér er hægt að nálgast myndir af öllum liðunum sem tóku þátt.

Lesa meira
TM-Iceland9161--Large-

27. nóv. 2019 : TM styttir vinnuvikuna og breytir opnunartíma

Frá og með 1. desember tekur gildi stytting vinnuvikunnar hjá starfsólki TM eins og kjarasamningar kveða á um.  Samhliða breytast opnunartímar aðalskrifstofu TM í Síðumúla og í útibúum á Akureyri, í Vestmannaeyjum og í Reykjanesbæ. Skrifstofurnar verða opnar frá 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, en þá verður opið frá 9 til 15.

Lesa meira

8. nóv. 2019 : TM veitir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar

Svifaldan verðlaunagripurinn fyrir Hvatningarverðlaun Sjávarútvegsráðstefnunnar og TM 2019 var veitt í níunda sinn í gær, en markmið verðlaunanna er að hvetja ung fyrirtæki og frumkvöðla til dáða, stuðla að nýbreytni og vekja athygli almennings á gildi nýsköpunar og þróunar í sjávarútvegi. Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd en það voru Niceland Seafood, Codland og Sjávarklasinn.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

23. okt. 2019 : Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2019

Á stjórnarfundi þann 23. október 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Árshlutareikningurinn var kannaður af endurskoðendum félagsins.

Lesa meira

14. okt. 2019 : TM með málstofu á Arctic Circle ráðstefnunni

TM bauð til málstofu á alþjóðlegu ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu 10.-12. október. Dance Zurovac-Jevtic yfirloftslagssérfræðingur Sirius International tryggingafélagsins fjallaði þar um sýn sína á áhrif loftslagsbreytinga sem leiða til aukinna öfga í veðri og hvað það þýðir fyrir tryggingabransann.

Lesa meira
Undirritun-TM-Lykill

10. okt. 2019 : TM undirritar samning um kaup á Lykli fjármögnun

Eins og tilkynnt var þann 21. júlí sl. hefur Tryggingamiðstöðin hf. (TM) átt í einkaviðræðum við Klakka ehf. um kaup á Lykli fjármögnun hf. (Lykill). Þeim viðræðum lauk í dag með undirritun samnings um kaup á 100% hlutafjár í Lykli. Kaupverðið er 9.250 m.kr. og þar að auki greiðir TM hagnað Lykils á árinu 2019 til seljanda.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

22. ágú. 2019 : Uppgjör annars ársfjórðungs 2019

Á stjórnarfundi þann 22. ágúst 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM annað árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi nam 1.337 milljónum króna.

Lesa meira

15. júl. 2019 : Snjallir skynjarar fyrir viðskiptavini TM

TM býður nú viðskiptavinum með heima- og/eða fasteignatryggingar snjalla skynjara að gjöf. Skynjararnir eru nettengdir og senda boð í símann þinn ef reykskynjarinn fer í gang eða ef vatnsleka verður vart. Skynjararnir eru eingöngu í boði í gegnum TM appið.

Lesa meira

25. jún. 2019 : TM mótið í Eyjum - myndir

TM mótið í Eyjum fór fram dagana 13.-15. júní. Mótið er haldið árlega fyrir stelpur í 5. flokki í knattspyrnu. Mótið gekk mjög vel í alla staði og við þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum kærlega fyrir komuna. 

Lesa meira
Fyrirmyndarfyrirtaeki2019

17. maí 2019 : TM er fyrirmyndarfyrirtæki ársins 2019

TM er fyrirmyndarfyrirtæki ársins stórra fyrirtækja samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR sem kynnt var í gær 16. maí. Fimmtán efstu fyrirtækin í hverjum stærðarflokki fá viðurkenninguna fyrirmyndarfyrirtæki.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

14. maí 2019 : Uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2019

Á stjórnarfundi þann 14. maí 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2019. Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 433 milljónum króna.

Lesa meira

21. feb. 2019 : TM appið tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna

TM appið hefur verið tilnefnt til Íslensku vefverðlaunanna í flokknum App ársins. Íslensku vefverðlaunin verða veitt í 11 flokkum á uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi þann 22. febrúar á Hilton Hótel Nordica.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

15. feb. 2019 : Ársuppgjör TM 2018

Á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning fyrir árið 2018. Að sögn Sigurðar Viðarssonar forstjóra TM er afkoma fjórða ársjórðungs 2018 í takti við væntingar en fjárfestingatekjur voru heldur lakari en ráð var fyrir gert.

Lesa meira

8. feb. 2019 : TM kynnir nýja tíma í tryggingum

TM hefur tekið í notkun nýja stafræna lausn sem gerir fólki kleift að fá strax verð í tryggingarnar og klára málin á nokkrum mínútum. Um er að ræða nýjung á tryggingamarkaði hér á landi og hefur hin nýja stafræna lausn fengið nafnið, Vádís .

Lesa meira
Gleðileg jól

13. des. 2018 : Opnunartímar TM um hátíðarnar

Yfir jól og áramót verður TM opið virka daga á venjulegum tímum frá 9-16. Lokað verður á aðfangadag en opið frá 9-12 á gamlársdag. Neyðarsími vegna tjóna er alltaf opinn í síma 800-6700.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

6. des. 2018 : Tjónagrunnur tekinn í gagnið

TM mun ásamt öðrum skaðatryggingafélögum á Íslandi frá og með 15. janúar næstkomandi hefja skráningar í nýjan tjónagrunn SFF sem hýstur er hjá Creditinfo. Tilgangurinn með grunninum er einkum sá að sporna við skipulögðum tryggingasvikum

Lesa meira

4. des. 2018 : TM mót Stjörnunnar í handbolta - Myndir

TM mót Stjörnunnar í handbolta var haldið sunnudaginn 3. desember 2018 í TM höllinni í Garðabæ. Mótið heppnaðist mjög vel en um 700 handboltasnillingar í 8. flokki drengja og stúlkna mættu og skemmtu sér saman. 

Lesa meira

21. nóv. 2018 : Ungt fólk býr við verri eldvarnir en aðrir

Fólk á aldrinum 25-34 ára stendur öðrum langt að baki þegar kemur að eldvörnum á heimilinu samkvæmt könnun sem Gallup hefur gert fyrir Landssamband slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og Eldvarnabandalagið sem TM er hluti af.

Lesa meira
Sjavarutvegsradstefna2018-4

16. nóv. 2018 : TM veitir verðlaun fyrir framúrstefnuhugmynd í sjávarútvegi

Svifaldan verðlaunagripurinn fyrir Framúrstefnuhugmynd Sjávarútvegsráðstefnunnar 2018 var nú veitt í áttunda sinn í gær, en markmiðið er að efla umræður og hvetja til nýrrar hugsunar með framsæknum og frumlegum hugmyndum.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

25. okt. 2018 : Uppgjör þriðja ársfjórðungs 2018

Á stjórnarfundi þann 25. október 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM þriðja árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Hagnaður TM á þriðja ársfjórðungi nam 208 milljónum króna.

Lesa meira
46ba8f717a64533de539f2d91160428c

17. okt. 2018 : Tryggingafélögin styrkja hjartadeild Landspítalans

Samtök fjármálafyrirtækja, fyrir hönd vátryggingafélaganna TM, Sjóvár, VÍS og Varðar, leggja hjartadeild Landspítala til 18 milljónir króna á næstu árum, samkvæmt samningi sem undirritaður var 16. október 2018.  Féð rennur í sjóð sem verður meðal annars nýttur til að stórefla fræðslu og forvarnarstarf á vegum hjartadeildarinnar Landspítala.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

23. ágú. 2018 : Uppgjör annars ársfjórðungs 2018

Á stjórnarfundi þann 23. ágúst 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM annað árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Sigurður Viðarsson forstjóri segir afkomuna hafa verið lakari en gert var ráð fyrir í upphafi árs.

Lesa meira

3. júl. 2018 : TM mótið í Eyjum - Myndir

TM mótið í Eyjum fór fram dagana 13.-15. júní. Mótið er haldið fyrir stelpur í 5. flokki í knattspyrnu. Mótið gekk mjög vel í alla staði og við þökkum öllum þátttakendum og aðstandendum kærlega fyrir komuna.  

Lesa meira

2. júl. 2018 : Ingi Þór hlýtur bílprófsstyrk TM

Ingi Þór Ólafson bílprófsnemi skrifaði undir bílprófssamning TM á dögunum og var svo heppinn að hljóta 100.000 kr. bílprófsstyrk. Innilega til hamingju Ingi Þór og gangi þér vel í umferðinni!

Lesa meira

30. maí 2018 : Hugarró á ferðalagi með TM appinu

Viðskiptavinir TM geta nú nálgast staðfestingu á gildandi ferðatryggingu til að framvísa á ferðalögum sínum erlendis með TM appinu. Einnig er hægt að fá beint samband við neyðarþjónustu SOS International hvenær sem er sólarhringsins, komi til alvarlegra veikinda eða slysa. Í TM appinu eru auk þess allar upplýsingar um hvað ferðatryggingin innifelur.

Lesa meira
Tryggingamiðstöðin

8. maí 2018 : Afkoma TM á fyrsta ársfjórðungi 2018

Á stjórnarfundi þann 8. maí 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 289 milljónum króna.

Lesa meira
Síða 1 af 22