Afkoma TM á fyrsta ársfjórðungi 2018

Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi nam 289 milljónum króna

8. maí 2018

Á stjórnarfundi þann 8. maí 2018 samþykkti stjórn og forstjóri TM fyrsta árshlutauppgjör félagsins fyrir árið 2018. Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið endurskoðaður né kannaður af endurskoðendum félagsins.        

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

"Fyrsti ársfjórðungur reyndist óvenju tjónaþungur sem skýrir verri afkomu af vátryggingastarfsemi en spár félagsins gerðu ráð fyrir. Þar munar mestu um þrjú nokkuð stór tjón í skipa- og eignatryggingum sem urðu á tímabilinu. Fjárfestingastarfsemi gekk hins vegar vonum framar og nam ávöxtun fjórðungsins 2,6%. Á heildina er niðurstaðan því betri en við gerðum ráð fyrir. Félagið hefur uppfært afkomuspá sína fyrir annan ársfjórðung vegna stórbruna sem varð í Miðhrauni í Garðabæ í byrjun apríl og annarra tjóna sem liggja fyrir á þessum tímapunkti. Fjárfestingatekjur annars ársfjórðungs lækka frá fyrri spá þar sem hluti þeirra féll til á fyrsta fjórðungi. Þá hafa iðgjöld ársins verið endurskoðuð vegna breytinga á viðskiptamannastofni félagsins."

Helstu niðurstöður fyrsta ársfjórðungs 2018 voru eftirfarandi:

  1F 2018 1F 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 3.786.611 3.473.948 312.663 9% 
Fjárfestingatekjur 737.608 1.326.340 (588.732) ( 44% )
Aðrar tekjur 7.795 12.218 (4.423) ( 36% )
Heildartekjur 4.532.014 4.812.506 (280.492) ( 6% )
Eigin tjón (3.293.639) (2.852.326) (441.313) 15% 
Rekstrarkostnaður (975.907) (965.755) (10.152) 1% 
Fjármagnsgjöld (50.121) (35.104) (15.017) 43% 
Virðisrýrnun fjáreigna 48.849 22.861 25.988 114% 
Heildargjöld (4.270.818) (3.830.324) (440.494) 12% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 261.196 982.182 (720.986) ( 73% )
Tekjuskattur 27.956 (15.910) 43.866 ( 276% )
Hagnaður 289.152 966.272 (677.120) ( 70% )

Fjárhæðir eru í þúsundum króna

Samsett hlutfall á fyrsta ársfjórðungi var 109,8%.

Samsett hlutfall TM á fyrsta ársfjórðungi 2018 var nokkuð hærra en á sama tímabili á síðasta ári, eða 109,8% samanborið við 106,5% árið 2017. Áður birt rekstrarspá félagsins hafði gert ráð fyrir 106% samsettu hlutfalli á tímabilinu. Samsett hlutfall TM síðustu 12 mánuði er 100,3%.

Verri afkoma af vátryggingastarfsemi skýrist einkum af hærra tjónshlutfalli í skipatryggingum, ábyrgðartryggingum og eignatryggingum. Eigin iðgjöld vaxa um 9,0% á milli ára en halda ekki í við hækkun eigin tjóna sem var 15,5%. Hagnaður TM á fyrsta ársfjórðungi var 289 m.kr. eftir skatta og framlegð af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 371 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á fjórðungnum var 22,8% samanborið við 24,4% á sama tímabili 2017. Kostnaðarhlutfall síðustu 12 mánuði er 19,8% og gert er ráð fyrir að kostnaðarhlutfall næstu 12 mánuði verði 19,6%.

Ágæt afkoma af fjárfestingum á fyrsta ársfjórðungi.

Fjárfestingatekjur námu 738 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2018 sem jafngildir 2,6% ávöxtun. Góð afkoma af hlutabréfum og hlutabréfasjóðum skýrir fyrst og fremst góða afkomu á fjórðungnum. Innlendir verðbréfamarkaðir voru hagfelldir á fyrsta ársfjórðungi en markaðsvísitala Gamma hækkaði um 2,6%.

Fjárfestingatekjur á fyrsta ársfjórðungi voru talsvert umfram spá sem gerði ráð fyrir að fjárfestingatekjur myndu nema 419 m.kr. Góð afkoma á fyrsta ársfjórðungi skýrist að hluta til af tekjum af óskráðum hlutabréfum sem hafði verið gert ráð fyrir á öðrum ársfjórðungi í afkomuspá félagsins. Þar af leiðandi er spá um fjárfestingatekjur á öðrum ársfjórðungi lækkuð um sem nemur 210 m.kr. Spá fyrir fjárfestingatekjur ársins hefur samt sem áður verið hækkuð um rúmar 100 m.kr. eða 4,3%.

Lykiltölur fyrsta ársfjórðungs 2018 voru eftirfarandi:

  1F 2018 1F 2017
Hagnaður á hlut (kr.) 0,43  1,42 
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 9% 36%
Eiginfjárhlutfall 33% 33%
Handbært fé frá rekstri 761  146 
Vátryggingastarfssemi    
Tjónshlutfall 87,0% 82,1% 
Kostnaðarhlutfall 22,8% 24,4% 
Samsett hlutfall 109,8% 106,5% 
Rekstrarafkoma (114) (74)
Framlegð (371) (225)
Fjárfestingar    
Ávöxtun fjáreigna 2,6% 5,2%
     
Fjárhæðir eru í milljónum króna       

 

Rekstrarspá

Reiknað er með að afkoma vátrygginga verði í járnum á öðrum fjórðungi. Stór tjón á fjórðungnum, þ.á.m. stórbruni í Miðhrauni í Garðabæ, ásamt breytingum á viðskiptamannastofni félagsins hafa leitt til endurskoðunar frá fyrri spá. Spáin gerir ráð fyrir að árið endi í rúmlega 96% samsettu hlutfalli og að kostnaðarhlutfall verði rétt rúm 20%.

  2F 2018 3F 2018 4F 2018 1F 2019 Samtals S 2018 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 3.939 4.124 3.920 4.012 15.995 15.770 14.985 785 5% 
Fjárfestingatekjur 620 454 833 384 2.291 2.645 3.750 (1.105) ( 29% )
Aðrar tekjur 32 8 8 8 55 55 37 18 49% 
Heildartekjur 4.591 4.585 4.761 4.404 18.341 18.470 18.771 (302) ( 2% )
Eigin tjón (3.156) (2.799) (2.785) (3.145) (11.886) (12.034) (11.873) (162) 1% 
Rekstrarkostnaður (889) (844) (893) (965) (3.592) (3.602) (3.405) (198) 6% 
Fjármagnsgjöld (42) (43) (44) (43) (173) (180) (162) (18) 11% 
Virðisrýrnun útlána (3) (3) (43) (0) (49) (0) (126) 126 ( 100% )
Heildargjöld (4.091) (3.689) (3.766) (4.154) (15.700) (15.817) (15.565) (252) 2% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 500 896 995 250 2.642 2.653 3.207 (554) ( 17% )
                   
Fjárhæðir eru í milljónum króna.                  
  2F 2018 3F 2018 4F 2018 1F 2019 Samtals S 2018 2017  
Vátryggingastarfssemi                
Tjónshlutfall 80% 68% 71% 78% 74% 76% 79%  
Kostnaðarhlutfall 20% 18% 20% 21% 20% 20% 20%  
Samsett hlutfall 100% 86% 91% 99% 94% 96% 99%  
Framlegð (1) 584 358 41 982 570 97  
Fjárfestingar                
Ávöxtun fjáreigna 2,2%  1,5%  2,7%  1,3%  8,1%  9,6%  14,9%   


Kynningarfundur kl. 16:00 þriðjudaginn 8. maí.

TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2018 þann 8. maí kl. 16:00. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24. 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svaraði spurningum.

Fjárfestakynning

Árshlutareikning er hægt að nálgast neðst á þessari síðu ásamt kynningu á uppgjörinu. 

Fjárhagsdagatal 2018.

2. ársfjórðungur: 23. ágúst 2018.
3. ársfjórðungur: 25. október 2018.
4. ársfjórðungur: 15. febrúar 2019.


Árshlutareikningur - 1. ársfjórðungur 2018

Fjárfestakynning