Ársuppgjör TM 2018

Hagnaður TM árið 2018 nam 701 milljón króna

15. feb. 2019

Á stjórnarfundi þann 15. febrúar 2019 samþykkti stjórn og forstjóri TM ársreikning fyrir árið 2018. Ársreikningurinn hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Sigurður Viðarsson, forstjóri TM:

„Afkoma fjórða ársfjórðungs 2018 var í takti við væntingar okkar um afkomu af vátryggingarekstri en fjárfestingatekjur voru heldur lakari en ráð var fyrir gert. Munar þar mestu um óhagstæða þróun á skráðum hlutabréfum. Árið í heild var mjög krefjandi þar sem óvenju mörg stórtjón urðu á árinu á sama tíma og verðbréfamarkaðir voru þungir. Spá félagsins fyrir árið 2019 gerir ráð fyrir talsverðum viðsnúningi í vátryggingastarfsemi þannig að samsett hlutfall verði 97%. Þá gerum við ráð fyrir að ávöxtun fjárfestingaeigna ársins verði 8,5%.


 Á árinu 2018 kynnti TM nokkrar nýjar stafrænar lausnir á tryggingamarkaði. Í janúar kom TM appið út þar sem viðskiptavinir hafa yfirlit yfir allar sínar tryggingar og skilmála þeirra ásamt því að geta tilkynnt innbúskaskótjón í appinu. Þá byrjaði „Vádís“ að selja tryggingar á seinni hluta ársins en í gegnum Vádísi geta einstaklingar sem hyggjast fá tilboð og kaupa tryggingar klárað sín mál alfarið á netinu. Það verður spennandi að fylgjast með viðtökum þessara lausna á árinu 2019.“

Helstu niðurstöður fjórða ársfjórðungs og ársins 2018 voru eftirfarandi:

  4F 2018 4F 2017 ∆% 2018 2017 ∆%
Eigin iðgjöld 3.915 3.707 208 5,6%  15.648 14.985 663 4,4% 
Fjárfestingatekjur 507 1.115 (608) ( 54,5% ) 1.817 3.750 (1.933) ( 51,5% )
Aðrar tekjur 6 5 1 13,7%  51 37 14 38,4% 
Heildartekjur 4.429 4.827 (399) ( 8,3% ) 17.516 18.771 (1.255) ( 6,7% )
Eigin tjón (3.146) (2.757) (389) 14,1%  (13.136) (11.873) (1.264) 10,6% 
Rekstrarkostnaður (887) (836) (51) 6,1%  (3.541) (3.405) (137) 4,0% 
Fjármagnsgjöld (42) (44) 2 ( 4,3% ) (184) (162) (22) 13,6% 
Virðisrýrnun fjáreigna 38 (121) 159 ( 130,9% ) 45 (126) 171 ( 135,7% )
Heildargjöld (4.037) (3.758) (279) 7,4%  (16.816) (15.565) (1.251) 8,0% 
Hagnaður fyrir tekjuskatt 391 1.070 (678) ( 63,4% ) 700 3.207 (2.507) ( 78,2% )
Tekjuskattur (47) (39) (8) 21,5%  0 (84) 84 ( 100,4% )
Hagnaður (tap) 344 1.031 (687) ( 66,6% ) 701 3.123 (2.422) ( 77,6% )
                 
Fjárhæðir eru í milljónum króna.              

Samsett hlutfall ársins var 103,9%.

Afkoma TM á fjórða ársfjórðungi 2018 var nokkuð lakari en á sama tímabili árið áður. Samsett hlutfall var 100,3% samanborið við 94,4% árið 2017 og hagnaður á fjórðungnum dróst saman úr 1.031 m.kr. í 344 m.kr.


Á árinu 2018 var samsett hlutfall TM 103,9% og hækkar milli ára, en samsett hlutfall ársins 2017 var 99,4%. Eigin iðgjöld jukust um 4,4% en ná ekki að halda í við hækkun tjónakostnaðar sem var 10,6% milli ára. Verri afkoma af vátryggingastarfsemi skýrist einkum af talsvert hærra tjónshlutfalli í eignatryggingum og skipatryggingum, m.a. vegna óvenjulegrar tíðni stórtjóna, en afkoma versnar milli ára í öllum greinarflokkum utan slysatrygginga og líftrygginga. Hagnaður TM á árinu 2018 var 701 m.kr. eftir skatta og framlegð af vátryggingastarfsemi var neikvæð um 609 m.kr.

Kostnaðarhlutfall félagsins á árinu var 19,9% og gert er ráð fyrir að hlutfallið á árinu 2019 verði um 19% í samræmi við langtímamarkmið TM um að kostnaðarhlutfall sé undir 20%.

Ávöxtun fjáreigna 1,8% á fjórða ársfjórðungi.

Fjárfestingatekjur námu 507 m.kr. á fjórða ársfjórðungi 2018 sem jafngildir 1,8% ávöxtun. Til samanburðar hækkaði markaðsvísitala Gamma um 2,3% á tímabilinu. Ágætis afkoma var af óskráðum hlutabréfum sem og af skuldabréfum öðrum en ríkisskuldabréfum. Skráð hlutabréf og hlutabréfasjóðir skiluðu hins vegar mjög slakri afkomu sem skýrist að nánast öllu leyti af lækkun á virði eignarhlutar í Sýn.
Fjárfestingatekjur á árinu 2018 námu 1.817 m.kr. sem jafngildir 6,6% ávöxtun. Mjög góð ávöxtun var af óskráðum hlutabréfum en þau hækkuðu um tæp 16% á árinu. Góð ávöxtun af eignarhlutum í HSV eignarhaldsfélagi, S121 og Arnarlaxi vega þar þyngst. Eignatryggð skuldabréf, önnur skuldabréf og skuldabréfasjóðir skiluðu einnig góðri ávöxtun. Afkoma af skráðum hlutabréfum og hlutabréfasjóðum var hins vegar mjög slök en ávöxtun eignaflokksins var neikvæð sem nemur 16,3%. Þessi slaka afkoma skýrist einkum af því að staða félagsins í Sýn var mjög stór hluti af skráða hlutabréfasafninu og gengi félagsins lækkaði um 38% á árinu. Þar að auki var TM ekki með stóra beina stöðu í Marel sem hækkaði um 16% á árinu og var eitt af fáum félögum sem hækkaði á árinu. TM á hins vegar eignarhlut í Eyri og er því þannig með óbeina stöðu í Marel, en afkoman af þeim eignarhlut bókast meðal óskráðra hlutabréfa.
Ávöxtun ársins var 6,6% eins og áður segir sem er vel undir sögulegri ávöxtun fjáreigna, en ávöxtun undanfarinna fimm ára hefur verið að meðaltali 12,7%. Þrátt fyrir að árið sé töluvert undir árangri undanfarinna ára þá er ávöxtunin vel ásættanleg í ljósi þess að aðstæður á innlendum verðbréfamörkuðum voru krefjandi á árinu 2018, sem sést best á því að markaðsvísitala Gamma hækkaði aðeins um 3,7% á tímabilinu.

Lykiltölur fjórða ársfjórðungs og ársins 2018 voru eftirfarandi:

  4F 2018 4F 2017 2018 2017
Hagnaður á hlut (kr.) 0,50 1,52 1,03 4,61
Arðsemi eigin fjár (m.v. 12m) 10,8% 33,7% 5,3% 24,2% 
Eiginfjárhlutfall 38,4% 40,7% 38,4% 40,7% 
Handbært fé frá rekstri 57 348 1.348 1.413
Vátryggingastarfsemi        
Tjónshlutfall 80,4% 74,4% 83,9% 79,2%
Kostnaðarhlutfall 20,0% 20,0% 19,9% 20,1%
Samsett hlutfall 100,3% 94,4% 103,9% 99,4%
Rekstrarafkoma 307 277 289 710
Framlegð (13) 208 (609) 97
Fjárfestingar        
Ávöxtun fjáreigna 1,8% 4,0% 6,6% 14,9% 
         
Fjárhæðir eru í milljónum króna        

Tillaga gerð um 700 milljóna króna arðgreiðslu.

Stjórn TM gerir tillögu til aðalfundar um arðgreiðslu að fjárhæð 700 m.kr. eða sem nemur hagnaði ársins 2018. Þá er lagt til að stjórn fái heimild aðalfundar fyrir endurkaupaáætlun með það að markmiði að stýra gjaldþolshlutfalli félagsins í takti við áhættuvilja.

Rekstrarspá ársins 2019.

Rekstrarspá félagsins gerir ráð fyrir að samsett hlutfall TM á árinu 2019 verði 97%, ávöxtun fjáreigna verði 8,5% og hagnaður ársins verði 2.442 m.kr. fyrir skatta.

  1F 2019 2F 2019 3F 2019 4F 2019 Samtals 2018 ∆%
Eigin iðgjöld 3.911 3.998 4.164 4.055 16.129 15.648 481 3% 
Fjárfestingar og aðrar tekjur 525 754 523 736 2.538 1.868 670 36% 
Heildartekjur 4.436 4.753 4.687 4.792 18.668 17.516 1.152 7% 
Eigin tjón (3.285) (3.038) (3.084) (3.087) (12.494) (13.136) 642 ( 5% )
Rekstur og annar kostnaður (974) (931) (874) (953) (3.732) (3.680) (52) 1% 
Heildargjöld (4.259) (3.969) (3.958) (4.040) (16.226) (16.816) 590 ( 4% )
Hagnaður fyrir tekjuskatt 177 784 729 752 2.442 700 1.741 249% 
                 
                 
  1F 2019 2F 2019 3F 2019 4F 2019 Samtals 2018  
Vátryggingastarfsemi              
Tjónshlutfall 84% 76% 74% 76% 77% 84%  
Kostnaðarhlutfall 21% 19% 17% 19% 19% 20%  
Samsett hlutfall 105% 95% 92% 95% 97% 104%  
Framlegð (186) 184 352 187 537 (609)  
Fjárfestingar              
Ávöxtun fjáreigna 1,8% 2,5% 1,7% 2,4% 8,5% 6,6%  
               
Fjárhæðir eru í milljónum króna.              

Kynningarfundur kl. 16:15 föstudaginn 15. febrúar.


TM bauð til opins kynningarfundar um afkomu félagsins á fjórða ársfjórðungi á árinu 2018 þann 15. febrúar kl. 16:15. Fundurinn fór fram í höfuðstöðvum TM að Síðumúla 24, 4. hæð. Þar kynnti Sigurður Viðarsson forstjóri uppgjörið og svarar spurningum.

Fjárfestakynning

Ársreikning og kynningu á uppgjörinu er hægt að nálgast hér fyrir neðan.

Aðalfundur

Aðalfundur TM árið 2019 verður haldinn þann 14. mars næstkomandi kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík.

Fjárhagsdagatal 2019.

1. ársfjórðungur: 15. maí.
2. ársfjórðungur: 23. ágúst.
3. ársfjórðungur: 24. október.
4. ársfjórðungur: 14. febrúar 2020.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson, forstjóri TM.


Ársreikningur 2018

Fjárfestakynning