Breyting á þjónustu TM vegna Covid-19

15. mar. 2020

Heilbrigðisráðherra tilkynnti föstudaginn 13. mars um samkomubann vegna útbreiðslu Covid-19. Bannið gildir í fjórar vikur frá og með mánudeginum 16. mars og gildir um viðburði þar sem fleiri en 100 manns koma saman. Þá þarf að tryggja að nánd milli manna verði yfir tveimur metrum í öllum tilvikum.

Vegna bannsins og uppfærslu á áhættumati Sóttvarnalæknis verður afgreiðslu viðskiptavina á þjónustuskrifstofum TM hætt tímabundið. Gripið er til þessara ráðstafana til að verja viðskiptavini og starfsmenn smiti.

Við bendum á að áfram er hægt að nýta allar aðrar þjónustuleiðir TM.

Þú getur gengið frá tryggingum í gegnum rafrænan ráðgjafa á hér á vefnum tm.is. Það er einnig hægt að hringja í síma 515 2000 til að komast í samband við ráðgjöf og tjónaþjónustu milli kl. 9 og 16 mánudaga til fimmtudaga og milli kl. 9 og 15 á föstudögum. Við bendum einnig á netspjallið á hér á vefnum.

Allar upplýsingar um tryggingar má finna í TM appinu og á þjónustusíðum TM. Einnig er hægt að nota sömu leiðir til að tilkynna öllu helstu tjón.