Breytingar á starfsemi umboðsskrifstofa TM

2. jan. 2020

Um áramótin var starfsemi TM umboðana á Reyðarfirði, Ólafsfirði, Blönduósi og í Borgarnesi hætt. TM mun enn kappkosta að veita góða og faglega þjónustu á svæðunum í samstarfi við aðila sem taka að sér tjóna- og áhættuskoðanir.

Hægt er að hafa samband við TM í síma 515 2000 eða með því að senda fyrirspurn á netfangið tm@tm.is. Einnig er hægt að tilkynna tjón til TM allan sólarhringinn í síma 800 6700.

TM appið er aðgengilegt hvar og hvenær sem er þar sem hægt er að tilkynna tjón, nálgast yfirlit yfir tryggingarnar, iðgjöldin og margt fleira.