Greiðslufrestur vegna Covid-19

5. maí 2020

TM kemur til móts við viðskiptavini sína sem eru í greiðsluvanda, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki, með þeim hætti að bjóða upp á greiðslufrest án aukakostnaðar.  Hægt er að sækja um frest á greiðslu iðgjalda trygginga í allt að þrjá mánuði, eða til loka júlí.

Auk þess eiga viðskiptavinir kost á að dreifa frestuðum iðgjaldagreiðslum í allt að 12 mánuði án aukakostnaðar.  Tekið skal fram að þegar greiðslu iðgjalda er frestað eru tryggingar að sjálfsögðu í fullu gildi.  Að þremur mánuðum liðnum verður metið hvort þörf sé fyrir framlengingu þessara úrræða.

Dæmi um frestun:

Viðskiptavinur er með tryggingar sem kosta 300.000 krónur á ári.  Iðgjaldinu er dreift á 12 mánaðarlega gjalddaga með jöfnum greiðslum, þ.e. 25.000 krónur á mánuði.  Sótt er um frestun á iðgjaldagreiðslum fyrir maí, júní og júlí, samtals 75.000 krónur, auk þess sem óskað er eftir dreifingu á frestuðum iðgjaldagreiðslum í 12 mánuði frá og með ágúst.  Það myndi þýða að í ágúst þyrfti að greiða 25.000 krónur vegna upphaflegrar greiðsludreifingar og til viðbótar 1/12 af frestuðum iðgjaldagreiðslum.  Samtals greiðsla í ágúst yrði þannig 31.250 kr.

Takmörkun

Greiðslufrestur er ekki í boði fyrir viðskiptavini sem voru í vanskilum fyrir 1. apríl.

 Hægt er að óska eftir greiðslufresti með því að hafa samband í síma 515-2000, á netspjallinu okkar hér á vefnum eða með tölvupósti á tm@tm.is.