Hugarró á ferðalagi með TM appinu

30. maí 2018

Viðskiptavinir TM hafa nú í TM appinu staðfestingu á ferðatryggingum heimatryggingar. Þeir viðskiptavinir sem hafa ferðatryggingar innifaldar í heimatryggingu eru ferðatryggðir í orlofsferðum í frítíma í allt að 92 samfellda ferðadaga. Í TM appinu er ferðastaðfesting fyrir alla sem eru vátryggðir en tryggingin gildir fyrir tryggingataka, maka og ógift börn ef þau eiga sameiginlegt lögheimili og búa á sama stað.  

Í TM appinu er einnig hægt að fá beint samband við neyðarþjónustu SOS International komi til alvarlegra veikinda eða slysa. SOS International er traustur samstarfsaðili TM til margra ára og eru starfsmenn þeirra sérfræðingar í málefnum vegna slysa og veikinda erlendis. Starfsmenn SOS eru til taks á öllum tímum sólahrings ef upp koma alvarleg veikindi eða slys.

Í TM appinu eru einnig upplýsingar um hvað ferðatryggingar innifela ásamt mikilvægum upplýsingum um í hvernig ferðum erlendis ferðatryggingar í heimatryggingum gilda. Einnig er þar að finna mikilvægar upplýsingar um hvað bera að gera komi til tjóns erlendis eins og þjófnaður á farangari, veikindi slys ofl.

Ferðastaðfesting staðfestir að vátryggður hefur sjúkrakostnaðartryggingu erlendis í gildi hjá TM en í TM appinu er hægt að senda staðfestingu beint á netfang sem slegið er inn. Þessar upplýsingar koma í stað plast ferðakorta sem TM hefur gefið út áður. Við mælum með að allir nýti sér upplýsingar í TM appinu en ef óskað er eftir plast korti þarf að sækja um það sérstaklega. Nauðsynlegt er að sækja um ferðakort tímanlega og sækja það á næstu þjónustuskrifstofu TM eða fá það sent heim í bréfpósti. Þeir sem kaupa staka ferðatryggingu geta sótt um ferðakort TM eða fengið ferðastaðfestingu senda á netfang. 

TM appið

TM appið er þægileg samskiptaleið fyrir viðskiptavini TM. Í appinu er aðgengilegt yfirlit yfir allar tryggingar, hvað þær innifela, iðgjöld og fleira. Með appinu er hægt að tilkynna tjón og fá bætur greiddar nánast samstundis.

Í appinu er nú eins og áður segir einnig hægt að staðfesta gildandi ferðatryggingu á ferðalögum erlendis og fá beint samband við neyðaraðstoð.

Til að virkja TM appið skráir þú þig inn með rafrænum skilríkjum eða með sama notendanafni og lykilorði og notað er á Mínu öryggi á tm.is. Ef þú ert ekki með aðgang að Mínu öryggi getur þú búið hann til hér. Til að tryggja enn frekara öryggi getur þú auðkennt þig með Touch Id, þ.e. með fingrafaraskanna eða andlitsskanna ef síminn þinn býður upp á slíkt.

Sæktu appið á App Store eða Google Play

Sæktu appið í App StoreSæktu appið á Google Play