Ingi Þór hlýtur bílprófsstyrk TM

2. júl. 2018

Ingi Þór Ólafson bílprófsnemi skrifaði undir bílprófssamning TM á dögunum og var svo heppinn að hljóta 100.000 kr. bílprófsstyrk. Innilega til hamingju Ingi Þór og gangi þér vel í umferðinni!

Viðskiptavinum TM gefst kostur á að skrifa undir bílprófssamning á vef TM en heppin fjölskylda getur unnið 100.000 kr. bílprófsstyrk. Við drögum tvisvar á ári. Við bendum öllum þeim sem eru að fara í gegnum bílprófsferlið á að kynna sér bílprófsvef TM. Á bílprófsvefnum hafa ungir ökumenn og foreldrar þeirra aðgengi að góðum upplýsingum sem viðkoma bílprófsferlinu. Þar er m.a. að finna upplýsingar um æfingaaksturinn, ökunámið, ökuprófið, bílprófsnámskeið TM og einnig er hægt að spreyta sig á krossaprófi.