Lykill fjármögnun flytur starfssemi sína til TM

27. feb. 2020

7. janúar síðastliðinn lauk TM við kaup á Lykil fjármögnun og í framhaldi varð Lykill hluti af samstæðu TM.

Nýtt skipurit TM tók gildi 1. febrúar og í dag flutti Lykill alla starfssemi sína úr Ármúla í húsnæði TM Síðumúla 24.

Kaupin á Lykli eru í samræmi við stefnu TM og eftirleiðis mun starfsemi félagsins skiptast í þrjár jafn mikilvægar stoðir, vátryggingar, fjármögnun og fjárfestingar.

Við bjóðum nýja samstarfsfélaga velkomna til starfa.