Níu mánaða uppgjör 2004

26. okt. 2004

Stjórn Tryggingamiðstöðvarinnar hf. hefur á stjórnarfundi þann 25. október samþykkt árshlutareikning fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2004.

Árshlutareikningurinn er samstæðureikningur sem innifelur árshlutareikning Tryggingamiðstöðvarinnar hf. og dótturfélaganna Líftryggingamiðstöðvarinnar hf. og Tryggingar hf. sem eru að öllu leyti í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar. Starfsemi Tryggingar er eingöngu fólgin í eignaumsýslu og uppgjöri útistandandi tjóna í erlendum endurtryggingum.

Árshlutareikningurinn er gerður í samræmi við lög númer 144/1994 um ársreikninga og reglugerð númer 613/1996 um ársreikninga og samstæðureikninga vátryggingafélaga annarra en líftryggingafélaga. Árshlutareikningurinn er í megin atriðum gerður eftir sömu reikningsskilaaðferðum og fyrri árshlutauppgjör.

Eftirfarandi eru samandregnar helstu niðurstöður úr árshlutauppgjöri samstæðunnar og samanburðartölur fyrri ára á verðlagi hvers árs:

Fjárhæðir eru í milljónum króna.

Tafla er sýnir fjárhæðir í milljónum króna
Samandreginn rekstrarreikningur

janúar - september 2004

janúar - september 2003

janúar - september 2002

janúar - september 2001

janúar - september 2000

Bókfærð iðgjöld

5.265

5.663

5.775

5.159

4.213

Eigin iðgjöld

3.709

3.844

3.855

3.390

2.584

Fjárfestingartekjur af vátryggingarekstri

1.322

655

480

725

576

Eigin tjón

-3.300

-3.180

-3.491

-3.209

-2.548

Breyting á útjöfnunarskuld

0

0

0

0

0

Hreinn rekstrarkostnaður

-851

-793

-710

-626

-510

Hagnaður af líftryggingarekstri

1

-3

0

0

0

Hagnaður af vátryggingarekstri

881

523

134

280

102

Hagnaður af fjármálarekstri

876

350

246

225

229

Aðrar tekjur (gjöld) af reglulegri starfsemi

-110

-170

-168

-130

-138

Tekju- og eignarskattur

-249

-101

-39

-41

-43

Hagnaður tímabilsins

1.398

602

173

334

150

Samandreginn efnahagsreikningur

Tafla er sýnir samandreginn efnahagsreikning
Samandreginn efnahagsreikningur

30.9.2004

31.12.2003

31.12.2002

31.12.2001

31.12.2000

Eignir:
Óefnislegar eignir

473

556

667

732

837

Fjárfestingar

13.616

11.358

12.026

11.453

9.653

Hluti endurtryggjenda í vátryggingaskuld

649

665

904

1.326

2.583

Kröfur

2.284

1.397

1.494

1.716

1.436

Aðrar eignir

2.762

4.496

1.980

1.478

1.158

Eignir samtals

19.784

18.472

17.071

16.705

15.667

Skuldir og eigið fé:

Tafla er sýnir skuldir og eigið fé

Skuldir og eigið fé:

30.9.2004

31.12.2003

31.12.2002

31.12.2001

31.12.2000

Eigið fé

6.410

6.012

4.774

4.502

3.904

Vátryggingaskuld

12.327

11.666

11.739

11.300

11.227

Aðrar skuldbindingar

604

357

132

92

197

Viðskiptaskuldir

443

437

426

811

339

Skuldir og eigið fé samtals

19.784

18.472

17.071

16.705

15.667

Tafla er sýnir sjóðstreymi
Sjóðstreymi

janúar - september 2004

janúar - september 2003

janúar - september 2002

janúar - september 2001

janúar - september 2000

Handbært fé frá rekstri

14

738

1.029

973

353

Fjárfestingarhreyfingar

-674

348

-885

-60

-167

Fjármögnunarhreyfingar

-1.042

-188

-188

-51

-47

Kennitölur

Tafla er sýnir kennitölur

Kennitölur

janúar - september 2004

janúar - september 2003

janúar - september 2002

janúar - september 2001

janúar - september 2000

%

%

%

%

%

1. Eigin tjón af eigin iðgjöldum

89

82,7

90,6

94,7

98,6

2. Kostnaður af eigin iðgjöldum

22,9

20,6

18,4

18,5

19,7

3. Fjárfestingatekjur vátr.rekstrar af eigin iðgj.

35,6

17

12,5

21,4

22,3

4. Hlutföll 1 + 2 - 3

76,3

86,3

96,5

91,8

96

5. Gjaldþol móðurfélags af lágmarksgjaldþoli

534,6

344,2

461,9

503,7

487

6. Eiginfjárhlutfall

32,4

27,3

24,6

25,7

25,1

7. Arðsemi eigin fjár

36,2

17,3

5,3

11,5

5,6

Samandreginn rekstrarreikningur eftir ársfjórðungum

Tafla er sýnir samandreginn rekstrarreikning eftir ársfjórðungum

Samandreginn rekstrarreikningur eftir ársfjórðungum

júlí-september 2004

apríl -júní

2004

janúar-mars 2004

október-desember 2003

júlí-september 2003

Eigin iðgjöld

1.227

1.229

1.252

1.368

1.257

Fjárfestingartekjur af skaðatryggingarekstri

86

247

989

650

298

Eigin tjón

-942

-1.103

-1.254

-1.229

-1.068

Breyting á útjöfnunarskuld

0

0

0

0

0

Hreinn rekstrarkostnaður

-296

-309

-247

-258

-255

Hagnaður af líftryggingarekstri

3

0

-2

2

0

Hagnaður af vátryggingarekstri

78

64

739

534

232

Hagnaður af fjármálarekstri

67

169

640

400

161

Aðrar tekjur (gjöld) af reglulegri starfsemi

-24

-36

-48

55

-65

Tekju- og eignarskattur

-23

12

-238

-166

-59

Hagnaður tímabilsins

97

208

1.093

822

270Hlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 932 m.kr. Hluthafar voru 455 þann 30. september en 492 í ársbyrjun.

Hagnaður samstæðunnar fyrstu níu mánuði ársins 2004 er 1.398 m.kr. en var 602 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður. Megin skýringin á auknum hagnaði er óvenju mikill hagnaður af sölu fjárfestinga á tímabilinu, 1.492 m.kr. samanborið við 366 m.kr. fyrir sama tímabil árið áður.

Hagnaður af fjármálarekstri er 876 m.kr. en var 350 m.kr. árið áður. Tekjur af hlutdeildarfélögum eru 42 m.kr., en voru 21 m.kr. á sama tímabili árið áður. Hagnaður af rekstri dótturfélaga er 13 m.kr. samanborið við 9 m.kr. árið áður. Hagnaður af sölu fjárfestinga er 1.492 m.kr. en var 366 m.kr. árið áður. Fjárfestingartekjur yfirfærðar á vátryggingarekstur eru 1.322 m.kr. samanborið við 654 m.kr. árið áður. Undir liðnum önnur gjöld er gjaldfærsla á afskrift af viðskiptavild vegna kaupa á Tryggingu hf. að fjárhæð 83 m.kr.

Hagnaður af vátryggingarekstri á tímabilinu er 880 m.kr. sem er talsvert meira en áður hefur verið fyrir sambærilegt tímabil, var 523 m.kr. árið áður. Eigin iðgjöld tímabilsins eru 3.709 m.kr. en voru 3.844 m.kr. árið áður sem er lækkun um 3,5%. Tjónaþungi er í meira lagi, eigin tjón á móti eigin iðgjöldum eru 89,0% en voru 82,7% árið áður. Lækkun iðgjalda og hækkun tjónahlutfalls má að mestu rekja til lækkunar á iðgjaldstöxtum, einkum í ökutækjatryggingum. Eitt stórt tjón lenti á félaginu á tímabilinu þegar m/s Baldvin Þorsteinsson EA strandaði á Skarðsfjöru. Þetta tjón er áætlað 180 m.kr. Það tjón er að mestu uppgert, en eigin hlutur félagsins er um 60 m.kr. Megin ástæðan fyrir þessum góða hagnaði af vátryggingarekstri er miklar reiknaðar fjárfestingartekjur sem má rekja til óvenju mikils söluhagnaðar af hlutabréfum í eigu félagsins. Stór hluti þess söluhagnaðar reiknast sem tekjur í vátryggingarekstrinum. Reiknaðar fjárfestingartekjur af skaðatryggingastarfsemi eru 1.322 m.kr. en voru 655 m.kr. árið áður. Hlutfall fjárfestingartekna af eigin iðgjöldum er 35,6% en var 17,0% árið áður. Niðurstöður vátryggingarekstrarins ber að skoða í ljósi þessa.

Hagnaður af eignatryggingum er 77 m.kr. en tap hefur verið á rekstri greinarinnar á undanförnum árum. Góð afkoma er einnig í lögboðnum ökutækjatryggingum, 524 m.kr. og slysa- og sjúkratryggingum, 185 m.kr. Bókfærður hagnaður þessara greina skýrist að mestu af óvenju miklum fjármunatekjum sem þeim eru reiknaðar.

Rekstrarafkoma einstakra greinaflokka vátrygginga:

Tafla yfir rekstrarafkomu einstakra greinaflokka vátrygginga (Fjárhæðir eru í milljónum króna)
Tímabil

Janúar - september 2004

Janúar - september 2003

Janúar - september 2002

Janúar - september 2001

Janúar - september 2000

Eignatryggingar

77,0

(3,1)

(189,2)

(152,6)

(20,8)

Sjó-, flug- og farmtryggingar

38,8

110,4

(52,5)

62,3

107,0

Lögboðnar ökutækjatryggingar

553,6

369,8

276,4

56,6

(173,3)

Aðrar ökutækjatryggingar

29,4

89,8

(4,6)

72,7

(43,6)

Ábyrgðartryggingar

46,0

71,3

56,1

186,1

140,9

Slysa- og sjúkratryggingar

184,6

(118,0)

54,8

41,8

41,0

Endurtryggingar

9,3

6,4

(6,8)

13,3

50,6

Líf- og sjúkdómatryggingar

0,7

(3,1)

0

0

0

Samtals:

880,6

523,5

134,2

280,2

101,8Rekstrarhorfur. Mjög erfitt er að áætla rekstrarhorfur til skamms tíma hjá vátryggingafélagi þar sem langstærsti gjaldaliður félagsins, tjónin, eru háð miklum sveiflum.

Tjónaþungi það sem af er árinu hefur verið eins og vænta mátti, hinsvegar hafa iðgjaldstaxtar lækkað og iðgjaldatekjur minnkað miðað við þá tryggingarlegu áhættu sem félagið ber. Ekki er að vænta að hagnaður af vátryggingarekstri aukist mikið á árinu.

Hagnaður af rekstri félagsins það sem eftir lifir árs ræðst að mestu af þeim árangri sem næst af fjármálarekstrinum. Fjármunatekjur félagsins byggjast á efnahagsumhverfinu og þeim möguleikum til ávöxtunar sem það gefur.

Það er mat stjórnenda félagsins að hagnaður ársins 2004 eftir skatt verði liðlega 1.700 miljónir króna.

Milliuppgjörið í heild (pdf skjal, 1 MB, Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara )