Þriggja mánaða uppgjör 2005

12. maí 2005

1.431 m.kr. hagnaður af rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar

  • Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2005 nam 1.431 m.kr., jókst um 28% miðað við sama tímabil í fyrra.
  • Miklar breytingar hafa verið gerðar á reikningsskilum félagsins til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla.
  • Hagnaður á hlut á fyrsta ársfjórðungi nam 1,56 krónum samanborið við 1,20 krónur miðað við sama tímabil 2004.
  • Hreinar tekjur félagsins námu 2.995 m.kr. fyrstu þrjá mánuði ársins 2005 samanborið við 2.937 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
  • Fjárfestingatekjur félagsins nema 1.765 m.kr. og hækka um 5% á milli tímabila. Eigin iðgjöld félagsins lækka um 2% á sama tíma og nema 1.230 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi.
  • Eigin tjónakostnaður félagsins er svipaður og á fyrsta ársfjórðungi 2004 þegar hann nam 1.259 m.kr. en er nú 1.288 m.kr. Áhrif brunatjóns í fiskimjölsverksmiðju Samherja í febrúar nema um 200 m.kr. á ársfjórðungnum.
  • Rekstrarkostnaður TM var 472 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 í samanburði við 324 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Hækkun rekstrarkostnaðar skýrist fyrst og fremst af starfslokasamningum sem gerðir voru vegna skipulagsbreytinga.
  • Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga nemur 482 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi.
  • Heildareignir TM aukast úr 23.105 m.kr. þann 1. janúar 2005 í 26.606 m.kr þann 31. mars 2005 eða um 15%.

Um uppgjörið

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir heildarafkomu félagsins ágæta.

"Fjárfestingatekjur eru að bera uppi hagnaðinn og vaxa um ríflega 5% frá sama tíma í fyrra og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er að aukast um tæplega hálfan milljarð.Hins vegar er tap af vátryggingarekstrinum. Það skýrist einkum af tvennu. Annars vegar er tjónaþungi á félaginu í meira lagi á fyrsta ársfjórðungi, vegna stórtjóns hjá einum vátryggjanda. Hins vegar er samkeppni á markaði bílatrygginga afar hörð og iðgjaldatekjur af þeim hafa lækkað. Um helmingur iðgjaldatekna TM er af bílatryggingum. Umfangsmiklar skipulagsbreytingar hjá félaginu eru komnar vel á veg. Markmiðið með þeim er einkum að skerpa og efla sókn félagsins á vátryggingamarkaði. Hluti skipulagsbreytinganna var innleiðing nýs skipurits en annað meginmarkmið breytinganna er að gera verkaskiptingu og ábyrgð einstakra stjórnenda og starfsmanna skýrari. Það er trú stjórnenda að áhrif þessara breytinga endurspeglist í framtíðinni í betri afkomu vátryggingastarfsemi og markvissri fjárfestingarstarfsemi,"

segir Óskar Magnússon.

Nánari upplýsingar veita Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf., í síma 669 1336 og Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri upplýsinga- og kynningarmála Tryggingamiðstöðvarinnar hf., í síma 662 3000.

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinna hf. í þúsundum króna.

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinna hf. í þúsundum króna (í þúsundum króna)
Tímabil

1. ársfjórðungi 2005

4. ársfjórðungi 2004

3. ársfjórðungi 2004

2. ársfjórðungi 2004

1. ársfjórðungi 2004

Breyting

Eigin iðgjöld

1.229.897

1.237.717

1.234.914

1.235.210

1.257.789

-2,2%

Fjárfestingatekjur

1.765.328

1.263.516

196.410

454.283

1.679.211

5,1%

Hreinar tekjur

2.995.225

2.501.232

1.431.324

1.689.492

2.937.000

2,0%

Eigin tjónakostnaður

-1.288.426

-1.271.269

-944.206

-1.107.187

-1.258.508

2,4%

Rekstrarkostnaður

-472.081

-416.315

-346.507

-384.752

-323.969

45,7%

Rekstrarhagnaður

1.234.719

-813.648

140.612

197.553

1.354.524

-8,8%

Fjármagnsgjöld

-118

-86

-161

-232

-1.791

-93,4%

Hlutdeild í afkomu dótturfélaga

482.149

-82.401

8.974

26.913

5.755

8277,9%

Hagnaður fyrir skatta

1.716.750

731.161

149.425

224.235

1.358.488

26,4%

Tekjuskattur

-285.686

-123.187

-22.874

11.663

-237.855

20,1%

Hagnaður tímabilsins

1.431.064

607.974

126.551

235.897

1.120.633

27,7%


Lykiltölur úr efnahagsreikningi í þúsundum króna.

Lykiltölur úr efnahagsreikningi í þúsundum króna
Tímabil

31. mars 2005

1. janúar 2005

Breyting

Eignir samtals

26.606.156

23.104.723

15,2%

Eigið fé samtals

10.526.929

10.623.301

-1%

Skuldir samtals

16.079.227

12.481.422

28,6%


Rekstrarreikningur

Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi nam 1.717 m.kr. í samanburði við 1.358 m.kr. á sama tímabili árið 2004. Hagnaður TM eftir skatta á fyrsta ársfjórðungi 2005 nam 1.431 m.kr. samanborið við 1.121 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Rekstrarhagnaður félagsins, fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga, nam 1.235 m.kr. fyrstu þrjá mánuði ársins 2005 á meðan hann nam 1.355 m.kr. árið áður.

Hagnaður á hvern hlut nam 1,56 kr. Samanborið við 1,20 kr. árið áður.

Tekjur

Iðgjaldatekjur TM námu 1.435 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 í samanburði við 1.486 m.kr. árið áður. Helsta skýringin á lækkun iðgjaldatekna um 3% er aukin samkeppni á markaði og lækkandi iðgjöld ökutækjatrygginga sem eru um helmingur iðgjaldatekna TM. Hlutur endurtryggjenda í iðgjaldatekjum nam 205 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 og lækkaði lítillega frá árinu áður. Eigin iðgjöld nema því 1.230 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 í samanburði við 1.258 m.kr. árið áður.

Fjárfestingatekjur námu 1.765 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 og hækkuðu um 86 m.kr. frá sama tímabili í fyrra þegar þær námu 1.679 m.kr. Fjárfestingatekjur á tímabilinu skýrast fyrst og fremst af 1.455 m.kr. hækkun vegna gangvirðisbreytinga skráðra hlutabréfa sem færast nú á markaðsvirði á grundvelli nýrra reikningsskilareglna.

Hreinar tekjur félagsins á fyrsta ársfjórðungi 2005 voru 2.995 m.kr. í samanburði við 2.937 m.kr. árið 2004.

Gjöld

Tjónakostnaður TM fyrstu þrjá mánuði ársins 2005 nam 1.943 m.kr. í samanburði við 1.430 m.kr. árið áður. Áhrif brunatjóns í fiskimjölsverksmiðju Samherja hf. í Grindavík 9. febrúar sl. valda þar mestu en áhrif þess á afkomu TM eru um 200 m.kr.

Rekstrarkostnaður félagsins var 472 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 og hækkaði um 148 m.kr. frá árinu áður þegar hann nam 324 m.kr. Meginskýring þessa er einsskiptiskostnaður sem fellur til vegna 11 starfsmanna félagsins sem samið var um starfslok við. Allur kostnaður vegna starfsloka er gjaldfærður á tímabilinu.

Fjármagnsliðir

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga nam 482 m.kr. frá janúarbyrjun til marsloka 2005 á meðan hún nam 6 m.kr. árinu áður. Þetta skýrist fyrst og fremst af afkomuhlutdeild TM í Fjárfestingarfélaginu Gretti hf.

Efnahagsreikningur

Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) hefur veruleg áhrif á framsetningu efnahagsreiknings TM og matsaðferðir. Þegar vísað er í stærðir í efnahagsreikningi um síðustu áramót er miðað við opnunarefnahagsreikning félagsins þann 1. janúar 2005 en ekki efnahagsreikning félagsins 31. desember 2004.

Eignir

Heildareignir TM þann 31. mars 2005 voru 26.606 m.kr. Þann 1. janúar 2005 námu þær 23.105 m.kr. Eignir félagsins hafa því hækkað um 3.501 m.kr. Skýrist þetta fyrst og fremst af hækkun á markaðsvirði hlutabréfa í eigu félagsins sem skráð eru á markaði og hækkun eignarhlutar í hlutdeildarfélögum. Einnig aukast kröfur félagsins um 2.184 m.kr. þar sem iðgjöld félagsins falla fyrst og fremst til á fyrsta ársfjórðungi.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 10.527 m.kr. og lækkar um 96 m.kr. frá áramótum. Félagið greiddi arð að fjárhæð 906 m.kr. og keypti eigin bréf að markaðsvirði 621 m.kr. á tímabilinu.

Skuldir félagsins námu 16.079 m.kr. 31. mars 2005 og hækka þær um 3.598 m.kr. frá 1. janúar sl. Þessi hækkun skýrist af vátryggingaskuld félagsins sem hækkar um 3.096 m.kr. og orsakast aðallega af hækkun iðgjaldaskuldar félagsins þar sem gjalddagar iðgjalda eru aðallega á fyrstu mánuðum ársins.

Sjóðstreymi

Handbært fé til rekstrar var 218 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2005 sem er 463 m.kr. lækkun frá sama tíma árið 2004 þegar það var 681 m.kr. Á tímabilinu var 338 m.kr. varið til kaupa á hlutabréfatengdum verðbréfum.

Handbært fé lækkaði um 1.746 m.kr. frá áramótum og stendur í 3.106 m.kr. Á tímabilinu var greiddur arður til hluthafa að fjárhæð 906 m.kr. og keypt eigin bréf að fjárhæð 621 m.kr.

Þróun rekstrar

Hér má sjá afkomu rekstrar einstakra starfsþátta og þróun þeirra á milli fyrstu ársfjórðunga 2004 og 2005. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: Skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur. Meginskýring á tapi skaðatryggingarekstrar 2005 er lök afkoma eignatrygginga.


Afkoma starfsþátta á fyrsta ársfjórðungi

Afkoma starfsþátta á fyrsta ársfjórðungi (í þúsundum króna)

Tegund rekstrar

Skaðatryggingarekstur

Líftryggingarekstur

Fjármálarekstur

Samstæða

Ár

2005

2004

2005

2004

2005

2004

2005

2004

Eigin iðgjöld

1.222

1.252

8

6

1.230

1.258

Fjárfestingatekjur

216

206

1

0

1.549

1.473

1.765

1.679


Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Horfur í rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar eru góðar. Framhald hefur orðið á hækkun hlutabréfaverðs í skráðum félögum. Þó er útlit er fyrir að framhald verði á tapi af vátryggingastarfsemi fram eftir ári. Markmiðið er þó að skipulagsbreytingar sem standa yfir og verða að fullu innleiddar síðar á árinu leiði til betri markaðsstöðu og lækkandi kostnaðarhlutfalla. Loks ber að horfa til þess að langstærsti gjaldaliður félagsins - tjón - er háður miklum sveiflum og getur haft afgerandi áhrif á afkomu vátryggingastarfseminnar.

Endurskoðun

Árshlutauppgjörið hefur verið kannað af endurskoðendum félagsins, Pricewaterhouse Coopers. Stjórn og forstjóri TM hafa í dag samþykkt árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2005.

Næstu uppgjör

Uppgjör 2. ársfjórðungs 2005 verður birt þann 28.07.2005.

Uppgjör 3. ársfjórðungs 2005 verður birt þann 27.10.2005.

Ársuppgjör 2005 verður birt þann 16.02.2006.

Áhrif innleiðingar IFRS

Fjallað var um áhrif breyttra reikningsskilaaðferða á uppgjör félagsins í sérstakri tilkynningu til Kauphallar fyrr í dag. Helstu breytingar eru að bókfærð viðskiptavild að fjárhæð 556 m.kr. í árslok 2003 er færð út úr bókum TM 1. janúar 2004. Þá er útjöfnunarskuld að fjárhæð 908 m.kr. færð út úr bókum TM 1. janúar 2004. Nettóbreytingar vegna þessara tveggja liða hækka bókfært eigið fé TM um 189 m.kr. í ársbyrjun 2004 að teknu tilliti til tekjuskattsáhrifa. Afkoma ársins 2004 batnar um 111 m.kr. frá áður birtri afkomu vegna afskriftar viðskiptavildar. Áhrif þessa á fyrsta ársfjórðung eru 28 m.kr.

Félagið færir nú þann hluta af hlutabréfaeign sinni, sem skráður er í Kauphöll Íslands á markaðsvirði og innleystur og óinnleystur hagnaður/tap sem myndast vegna breytinga á gangvirði er innifalinn í rekstrarreikningum á því tímabili þegar hann/það myndast. Fjáreignir eru færðar upp um 3.307 m.kr. vegna þessa í ársbyrjun 2005 í gegnum eigið fé þar sem eignirnar höfðu áður verið færðar á kostnaðarverði. Bókfært eigið fé TM hækkar um 2.711 m.kr. vegna þessa eftir að tekið er tillit til tekjuskattsáhrifa en hefur ekki áhrif á afkomu ársins 2004 eða efnahagsreikning 31. desember 2004. Gangvirðisbreytingar að fjárhæð 1.455 m.kr. eru færðar í rekstrarreikning TM fyrir tímabilið janúar til mars 2005 en þær hefðu ekki verið færðar samkvæmt eldri reikningsskilaaðferð nema hagnaðurinn hefði verið innleystur með sölu viðkomandi fjáreigna.

Í ársreikningi 2004 var fært til skuldar frestaður söluhagnaður vegna sölu á eignarhlutum í Straumi inn í Fjárfestingarfélagið Gretti hf. sem er hlutdeildarfélag TM. Fjáreignir í Straumi eru færðar á gangvirði inn í Fjárfestingarfélaginu Gretti og TM færir hlutdeild í þeirri gangvirðisbreytingu. Frestunin að fjárhæð 756 m.kr. er færð út úr bókum TM og hækkar bókfært eigið fé um 620 m.kr. þann 1. janúar 2005.

Afkoma TM fyrstu þrjá mánuði 2005 (pdf skjal, 61 kb)

Árshlutareikningur fyrstu þrjá mánuði 2005 (pdf skjal, 209 kb, Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara )