Sex mánaða uppgjör 2005

28. júl. 2005

1.449 m.kr. hagnaður af rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar

  • Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) eftir skatta á öðrum ársfjórðungi 2005 nam 1.449 m.kr. Á sama tíma á síðasta ári nam hagnaðurinn 236 m.kr.
  • Rekstrarhagnaður af vátryggingastarfsemi í fjórðungnum nemur 155 m.kr. Raunafkoma vátryggingastarfsemi er þó í járnum þar sem þessi hagnaður myndast fyrst og fremst vegna endurmats á tveimur stórum tjónum.
  • Hagnaður á hlut á öðrum ársfjórðungi nam 1,57 m.kr. samanborið við 0,25 krónur á sama tímabili 2004.
  • Hreinar tekjur félagsins námu 2.423 m.kr. apríl til júní samanborið við 1.690 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
  • Fjárfestingatekjur félagsins nema 1.302 m.kr. og námu 455 m.kr. á sama tíma í fyrra. Eigin iðgjöld félagsins lækka um 10% á sama tíma og nema 1.121 m.kr. á öðrum ársfjórðungi.
  • Tjónakostnaður félagsins lækkar frá öðrum ársfjórðungi 2004 þegar hann nam 1.107 m.kr. en er nú 856 m.kr.
  • Rekstrarkostnaður TM var 352 m.kr. á öðrum ársfjórðungi 2005 og lækkar um 9% frá árinu áður þegar hann nam 385 m.kr.
  • Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga nemur 497 m.kr. á öðrum ársfjórðungi en var óveruleg á sama tíma í fyrra.
  • Heildareignir TM aukast úr 23.105 m.kr. þann 1. janúar 2005 í 26.522 m.kr. þann 30. júní 2005 eða um 15%.
  • Miklar breytingar hafa verið gerðar á reikningsskilum félagsins til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla.

Um uppgjörið

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir að enn sem fyrr séu það fjárfestingartekjur sem eru að bera uppi góða afkomu félagsins.

"Það er þó ánægjulegt að sjá að tjónakostnaður í vátryggingastarfsemi er að lækka í fjórðungnum. Einstakar tryggingagreinar eru til að mynda reknar með hagnaði í fyrsta skipti í langan tíma og má þar nefna bifreiðatryggingar, þó að hagnaðurinn sé ekki umtalsverður. Hagnaðurinn nú vegur því ekki upp tap af rekstrinum sem varð á fyrsta ársfjórðungi.

Miklar breytingar hafa verið gerðar á skipulagi félagsins það sem af er ári og eru þær farnar að skila sér í afkomunni. Markaðs- og sölustarf fyrirtækisins hefur verið eflt með vöruþróun og samningum um samstarf við öfluga aðila eins og Landsbanka Íslands. Hvort tveggja hefur aukið sölu á tryggingum TM í öllum vátryggingaflokkum. Enn eru þó viðamikil verkefni framundan,"

segir Óskar Magnússon.

Nánari upplýsingar veitir Pétur Pétursson, framkvæmdastjóri upplýsinga- og kynningarmála Tryggingamiðstöðvarinnar hf., í síma 662 3000.

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. í þúsundum króna

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (í þúsundum króna)
Tímabil Q2 2005 Q1 2005 Q4 2004 Q3 2004 Q2 2004 Breyting
Eigin iðgjöld 1.120.937 1.229.897 1.237.717 1.234.914 1.235.210 -9,3%
Fjárfestingatekjur 1.302.377 1.765.328 1.263.516 196.410 454.283 186,7%
Hreinar tekjur 2.423.314 2.995.225 2.501.232 1.431.324 1.689.493 43,4%
Eigin tjónakostnaður -855.577 -1.288.426 -1.271.269 -944.206 -1.107.187 -22,7%
Rekstrarkostnaður -351.763 -472.081 -416.315 -346.507 -384.752 -8,6%
Rekstrarhagnaður 1.215.974 1.234.719 -813.648 140.612 197.554 515,5%
Fjármagnsgjöld -300 -118 -86 -161 -232 29,3%
Hlutdeild í afkomu dótturfél. 496.729 482.149 -82.401 8.974 26.913 1745,7%
Hagnaður fyrir skatta 1.712.403 1.716.750 731.161 149.425 224.235 663,7%
Tekjuskattur -263.234 -285.686 -123.187 -22.874 11.663 -2357,0%
Hagnaður tímabilsins 1.449.169 607.974 126.551 235.898 514,3%

Lykiltölur úr efnahagsreikningi í þúsundum króna

Lykiltölur úr efnahagsreikningi
Tímabil 30. júní 2005 1. janúar 2005 Breyting
Eignir samtals 26.552.447 23.104.723 14,9%
Eigið fé samtals 11.976.097 10.623.301 12,7%
Skuldir samtals 14.546.350 12.481.422 16,5%


Árshlutareikningur fyrstu sex mánuði 2005 (pdf skjal, 71 kb, Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara )