Þriggja mánaða uppgjör 2006

11. maí 2006

626 m.kr. hagnaður af rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar

  • Hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM) eftir skatta á fyrsta árfjórðungi 2006 nam 626 m.kr. en nam á sama tíma í fyrra 1.431 m.kr.

  • Hagnaður á hlut nam 0,69 kr. samanborið við 1,56 krónur á sama tímabili í fyrra.

  • Rekstrartap af vátryggingastarfsemi á tímabilinu nam 215 m.kr. Skýrist það fyrst og fremst af tapi á rekstri ökutækjatrygginga.

  • Bókfærð iðgjöld hækka um 9,8% frá sama tíma í fyrra og námu 4.082 m.kr. samanborið við 3.716 m.kr. á sama tíma í fyrra. Eigin iðgjöld hækka um 12,4% frá sama tíma í fyrra og nema nú 1.383 m.kr.

  • Þrátt fyrir að bókfærð iðgjöld hækki um hátt í 10% fjölgar útgefnum vátryggingaskírteinum öllu meira. Þessi þróun er skýr vísbending þess að iðgjöld félagsins fari lækkandi.

  • Fjárfestingatekjur TM námu 1.711 m.kr. á tímabilinu samanborið við 1.765 m.kr. á sama tíma í fyrra.

  • Tap af rekstri hlutdeildarfélaga nam 414 m.kr. en á sama tíma í fyrra var 482 m.kr. hagnaður af hlutdeildarfélögum. Tapið skýrist fyrst og fremst af afkomu ISP ehf.

  • Eigin tjónakostnaður nam 1.522 m.kr. og hækkar um 18% frá í fyrra.

  • Rekstrarkostnaður TM var 421 m.kr. á tímabilinu samanborið við 472 m.kr. á sama tíma í fyrra.

  • Heildareignir TM aukast úr 30.777 m.kr. í árslok 2005 í 34.870 m.kr. þann 31. mars 2006 eða um 13,3%.

Um uppgjörið

"Þótt dregið hafi úr hagnaði TM má sjá jákvæða þætti í uppgjörinu," segir Óskar Magnússon, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (TM). Óskar segir afkomu af fjárfestingarstarfseminni jákvæða, sérstaklega sé afkoma af fjárfestingum félagsins í Svíðþjóð og Noregi góð. Á undanförnum misserum hafi verið gerðar allnokkrar breytingar á eignasafni félagsins í því skyni að dreifa frekar áhættu og skilar það sér meðal annars nú þegar sveiflur eru á gengi skráðra félaga í Kauphöll Íslands. Hlutdeild í neikvæðri afkomu ISP ehf. dregur hins vegar úr hagnaði félagsins.

"Afkoma af vátryggingastarfsemi er ekki viðunandi. Skýrist það af auknum tjónaþunga og af harðri samkeppni á vátryggingamarkaði. Því er ljóst að taka þarf iðgjaldaskrá félagsins til endurskoðunar þar sem iðgjöld rísa ekki undir tjónum. Þá skila aðgerðir sem gripið hefur verið til nú þegar til að bæta afkomuna og þær aðgerðir sem eru framundan sér ekki að fullu í reksturinn á þessu ári,"

segir Óskar.

Tafla yfir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Tafla yfir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (Í þúsundum króna)
Tímabil

Q1 2006

Q4 2005 Q3 2005 Q2 2005 Q1 2005
Eigin iðgjöld 1.382.764 1.273.324 1.266.288 1.120.937 1.229.897
Fjárfestingatekjur 1.711.194 2.142.537 2.496.705 1.302.377 1.765.328
Hreinar tekjur 3.093.957 3.415.861 3.762.992 2.423.314 2.995.225
Eigin tjónakostnaður (1.521.756) (1.611.277) (1.056.304) (855.577) (1.288.426)
Annar rekstrarkostnaður (421.216) (513.213) (390.116) (351.763) (472.081)
Kostnaður alls (1.942.972) (2.124.490) (1.446.421) (1.207.340) (1.760.507)
Rekstrarhagnaður 1.150.985 1.291.371 2.316.572 1.215.974 1.234.719
Fjármagnsgjöld (6.594) (3.143) (876) (300) (118)
Hlutd. í afkomu hlutd.fél. (413.664) 903.533 796.408 496.729 482.149
Hagnaður fyrir skatta 730.727 2.191.761 3.112.104 1.712.403 1.716.750
Tekjuskattur (104.684) (427.907) (557.621) (263.234) (285.686)
Hagnaður tímabilsins 626.043 1.763.854 2.554.482 1.449.169 1.431.064
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags 625.742 1.764.791 2.555.319 1.449.169 1.431.064
Hlutdeild minnihluta 301 (937) (837) 0 0
Samtals: 626.043 1.763.854 2.554.482 1.449.169 1.431.064

Tafla yfir helstu kennitölur og upplýsingar.

Tafla yfir helstu kennitölur og upplýsingar úr vátryggingarekstri
Tímabil 1Q 2006

1Q 2005

Eigin tjón af eigin iðgjöldum 110,1 % 104,8 %
Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum 24,6 % 33,9 %
Fjárfestingartekur af eigin iðgjöldum 19,1 % 17,6 %
Hlutföll 1 + 2 - 3 115,5 % 121,1 %
Aðrar kennitölur
Arðsemi eiginfjár 15,8 % 55,9 %
Eiginfjárhlutfall 42,8 % 39,6 %
Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár 0,69 krónur 1,56 krónur
Meðalfjöldi útistandandi hluta (þúsundum króna) 904.341 krónur 919.398 krónur

Tafla yfir lykiltölur úr efnahagsreikningi.

Tafla yfir lykiltölur úr efnahagsreikningi (Í þúsundum króna)

Tafla yfir lykiltölur úr efnahagsreikningi

Tímabil 31.3.2006 31.12.2005 Breyting
Eignir samtals 34.869.805 30.777.470 13,3%
Eigið fé hluthafa móðurfélags 14.765.124 15.948.065 -7,4%
Hlutdeild minnihluta 143.090 142.789 0,2%
Skuldir samtals 19.961.591 14.686.616 35,9%

Rekstrarreikningur

Hagnaður á fyrsta ársfjórðungi nam 626 m.kr. en á sama tímabili í fyrra nam hann 1.431 m.kr. Rekstrarhagnaður tímabilsins fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 1.151 m.kr. en var á sama tíma í fyrra 1.235 m.kr.

Hagnaður á hvern hlut á tímabilinu nam 0,69 kr. samanborið við 1,56 kr. á sama tíma í fyrra.

Tekjur

Bókfærð iðgjöld á fyrsta ársfjórðungi 2006 námu 4.082 m.kr. samanborið við 3.716 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra. Eigin iðgjöld námu 1.383 m.kr. og hækka um 12,4% frá sama tímabili í fyrra þegar þau námu 1.230 m.kr.

Fjárfestingatekjur á ársfjórðungnum námu 1.711 m.kr. samanborið við 1.765 m.kr. í fyrra. Fjárfestingatekjurnar skýrast fyrst og fremst af 1.397 m.kr. hækkun vegna gangvirðisbreytinga skráðra hlutabréfa.

Gjöld

Bókfærð tjón TM á tímabilinu námu 1.251 m.kr. samanborið við 1.129 m.kr. á sama tíma í fyrra og aukast því um tæp 11%. Eigin tjón TM á tímabilinu námu 1.522 m.kr. samanborið við 1.288 m.kr. árið áður og aukast því um rúm 18%.

Helsta skýring á auknum tjónakostnaði á fyrsta ársfjórðungi skýrist m.a. almennt af fjölgun vátryggingataka en einnig af hærri tíðni líkamstjóna í ökutækjatryggingum og minni hlutdeild endurtryggjenda í bættum tjónum fyrsta ársfjórðungs 2006.

Rekstrarkostnaður félagsins var 421 m.kr. á tímabilinu og lækkar um 11% frá árinu áður þegar hann nam 472 m.kr. Þessar tölur eru þó ekki að fullu samanburðarhæfar þar sem verulegar og kostnaðarsamar skipulagsbreytingar áttu sér stað á félaginu á síðasta ári.

Fjármagnsliðir

Á tímabilinu var hlutdeild TM í afkomu hlutdeildarfélaga neikvæð um 414 m.kr. en var jákvæð um 482 m.kr. á sama tíma í fyrra. Þetta skýrist fyrst og fremst af því að færð er upp skuld vegna ISP ehf. að fjárhæð 620 m.kr. Helstu eignir ISP eru í Icelandic Group og Avion Group.


Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 31.mars 2006 voru 34.870 m.kr. Í árslok 2005 námu þær 30.777 m.kr. Eignir félagsins hafa því hækkað um 13,3% frá áramótum. Skýrist þetta einkum af auknum útgefnum iðgjöldum sem leiðir til hækkun iðgjaldaskuldar.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 14.908 m.kr. og lækkar um 1.183 m.kr. frá áramótum. Arður að upphæð 1.809 m.kr. var færður yfir eigið fé.

Skuldir félagsins námu 19.962 m.kr. 31. mars 2006 og hækka þær um 5.275 m.kr. frá áramótum sem skýrist helst af hækkun vátryggingarskuldar.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri var 895 m.kr. á tímabilinu en á sama tímabili í fyrra var handbært fé til rekstrar 218 m.kr.

Handbært fé hækkaði um 340 m.kr. frá áramótum og stendur í 1.126 m.kr. þann 31. mars 2006.

Þróun rekstrar

Hér á eftir má sjá afkomu rekstrar einstakra starfsþátta og þróun á milli fyrsta ársfjórðungs 2006 og fyrsta ársfjórðungs 2005. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur.

Tafla yfir afkomu starfsþátta á fyrsta ársfjórðungi 2006.

Tafla yfir afkomu starfsþátta á fyrsta ársfjórðungi 2006. (Í þúsundum króna)
Tegund Skaðatrygginarekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur Samstæða
Tímabil

1Q 2006

1Q 2005 1Q 2006 1Q 2005 1Q 2006 1Q 2005 1Q 2006 1Q 2005
Eigin iðgjöld 1.366.653 1.221.803 16.111 8.094 1.382.764 1.229.897
Fjárfestingatekjur 263.450 216.176 970 471 1.446.774 1.548.681 1.711.194 1.765.328
Hreinar tekjur 1.630.103 1.437.979 17.081 8.565 1.446.774 1.548.681 3.093.958 2.995.225
Eigin tjónakostnaður (1.515.462) (1.287.797) (6.294) (629) (1.521.756) (1.288.426)
Annar kostnaður (326.444) (412.086) (13.518) (5.085) (81.253) (54.910) (421.215) (472.081)
Kostnaður alls (1.841.906) (1.699.883) (19.812) (5.714) (81.253) (54.910) (1.942.972) (1.760.507)
Rekstrarhagnaður (-tap) (211.803) (261.904) (2.731) 2.851 1.365.521 1.493.771 1.150.986 1.234.718
Fjármagnsgjöld (6.594) (118) (6.594) (118)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga (413.664) 482.149 (413.664) 482.149
Hagnaður fyrir skatta (211.803) (261.904) (2.731) 2.851 945.263 1.975.803 730.728 1.716.750
Tekjuskattur (104.684) (285.686)
Hagnaður tímabilsins 626.043 1.431.064
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags 625.742 1.431.064
Hlutdeild minnihluta 301
Samtals: 626.043 1.431.064