Níu mánaða uppgjör 2006

7. nóv. 2006

1.088 m.kr. hagnaður af rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar

 • Hagnaður TM á þriðja ársfjórðungi 2006 nam 1.088 m.kr. Á þriðja ársfjórðungi á síðasta ári nam hagnaðurinn 2.554 m.kr.
 • Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins nemur 464 m.kr. en hagnaður á sama tímabili í fyrra var 5.434 m.kr.
 • Rekstrartap af vátryggingastarfsemi fyrstu níu mánuði ársins nam 175 m.kr. Skýrist það fyrst og fremst af tapi á rekstri frjálsra ökutækjatrygginga, slysa- og sjúkratrygginga. Afkoma af vátryggingarekstri fer batnandi og er hagnaður af vátryggingarekstri í ársfjórðungnum.
 • Hagnaður á hlut á fyrstu níu mánuðum ársins nam 0,51 krónu samanborið við 5,94 krónur í hagnað á hlut á sama tímabili 2005.
 • Hreinar tekjur félagsins námu 3.860 m.kr. júlí til september samanborið við 3.763 m.kr. á sama tímabili í fyrra.
 • Fjárfestingatekjur félagsins námu 2.126 m.kr. á þriðja ársfjórðungi en voru 2.497 m.kr. á sama tíma í fyrra.
 • Eigin iðgjöld félagsins hækkuðu um tæp 37% á sama tíma og námu 1.734 m.kr. á þriðja ársfjórðungi.
 • Eigin tjónakostnaður félagsins hækkaði frá þriðja ársfjórðungi 2005 þegar hann nam 1.056 m.kr. en er nú 1.510 m.kr.
 • Rekstrarkostnaður TM var 474 m.kr. á þriðja ársfjórðungi 2006 og hækkar um 22% frá árinu áður þegar hann nam 390 m.kr. Einskiptiskostnaður að fjárhæð 100 m.kr. var gjaldfærður hjá samstæðunni á tímabilinu.
 • Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var neikvæð um 125 m.kr. á þriðja ársfjórðungi en var jákvæð um 796 m.kr. á sama tíma í fyrra.
 • Heildareignir TM jukust úr 30.777 m.kr. þann 31. desember 2005 í 63.657 m.kr þann 30. september 2006 eða um 107%.

Um uppgjörið

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir kaup á Norska tryggingarfélaginu Nemi og fjárfestingafélaginu ISP hafa mikil áhrif á efnahagsreikning félagsins í 9 mánaða uppgjöri. Félögin hafa þó minni áhrif á rekstrarreikning félagsins þar sem þau koma inn í samstæðu frá lokum ágústmánaðar 2006.

Ánægjulegt er að sjá að afkoma félagsins af vátryggingarstarfsemi batnar umtalsvert frá öðrum ársfjórðungi en hagnaður er á þriðja ársfjórðungi sem nemur um 116 m.kr. Mikil umskipti hafa einnig átt sér stað á hlutabréfamarkaði innanlands og endurspeglast það í hækkunum á ársfjórðungnum. Hlutabréf á markaði í eigu félagsins hækka um 1.377 m.kr á þriðja ársfjórðungi.

Bókfærð iðgjöld á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 námu 6.810 m.kr. samanborið við 5.348 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra og hækka því um 27,3%. Að teknu tilliti til Nemi er hækkunin 18,1%. Skýrist það einkum af fjölgun viðskiptavina en einnig af vísitölu- og verðbreytingum. Eigin iðgjöld á fyrstu níu mánuðum ársins aukast um 18,2% (án Nemi) frá sama tíma í fyrra. Eigin tjónakostnaður eykst á sama tíma um 31% (án Nemi).

"Umtalsverður innri vöxtur hefur einkennt starfsemi TM fyrstu níu mánuði ársins. Með tilkomu Nemi eru stigin skref í ytri vexti félagsins. Bókfærð iðgjöld Nemi á síðasta ári námu 7,8 milljörðum kr. sem er um 30% meira en bókfærð iðgjöld móðurfélagsins á sama tíma. Með tilkomu Nemi er áhættu móðurfélagsins í vátryggingarekstri dreift enn frekar. Nemi er félag í góðum rekstri, til að mynda er samsett hlutfall rekstrar- og tjónakostnaðar félagsins undir 90%. Markmið í vátryggingarekstri TM er að ná að lækka þetta hlutfall í rekstri móðurfélagsins. Það verður gert með endurskoðun á iðgjaldaskrám, frekari lækkun rekstrarkostnaðar og umfram allt með aukinni samvinnu við viðskiptavini um lækkun tjónakostnaðar. Þess verður þó gætt að viðhalda góðri þjónustu TM og bjóða viðskiptavinum áfram upp á vátryggingaþjónustu í takt við þarfir hvers og eins,"

segir Óskar.

Nánari upplýsingar veitir Ágúst H. Leósson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, í síma 892 9633.

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Tafla með lykiltölum úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (í þúsundum króna)
Tímabil 3Q 2006 2Q 2006 1Q 2006 4Q 2005 3Q 2005
Eigin iðgjöld 1.733.702 1.386.083 1.382.764 1.273.324 1.266.288
Fjárfestingatekjur 2.126.418 (321.933) 1.711.194 2.142.537 2.496.705
Hreinar tekjur 3.860.120 1.064.150 3.093.957 3.415.861 3.762.992
Eigin tjónakostnaður (1.509.538) (1.377.761) (1.521.756) (1.611.277) (1.056.304)
Annar rekstrarkostnaður (474.237) (443.446) (421.216) (513.213) (390.116)
Kostnaður alls (1.983.776) (1.821.207) (1.942.972) (2.124.490) (1.446.421)

Rekstrarhagnaður

(-tap)

1.876.344 (757.057) 1.150.985 1.291.371 2.316.572
Fjármagnsgjöld (402.799) (71.320) (6.594) (3.143) (876)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga (721.366) (413.664) 903.533 796.408
Hagnaður (tap) fyrir skatta 1.348.931 (1.549.743) 730.727 2.191.761 3.112.104
Tekjuskattur (260.592) 299.840 (104.684) (427.907) (557.621)
Hagnaður (tap) tímabilsins 1.088.339 (1.249.903) 626.043 1.763.854 2.554.482
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags 1.085.411 (1.254.561) 625.742 1.764.791 2.555.319
Hlutdeild minnihluta 2.928 4.657 301 (937) (837)
Samtals 1.088.339 (1.249.903) 626.043 1.763.854 2.554.482

Helstu kennitölur og upplýsingar

Tafla með helstu kennitölum og upplýsingum
Tímabil 1/1-30/9 2006 1/1-30/9 2005
Eigin tjón af eigin iðgjöldum 97,9 % 88,5%
Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum 23,9 % 29,9
Fjárfestingartekur af eigin iðgjöldum 17,9 % 18,0
Hlutföll 1 + 2 - 3 103,9 % 100,4
Aðrar kennitölur
Arðsemi eiginfjár 4,1 % 77,8
Eiginfjárhlutfall 24,4 % 49,8
Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár 0,51 krónur 5,94 krónur
Meðalfjöldi útistandandi hluta (í þúsundum króna) 914.098 krónur 915.065 krónur

Lykiltölur úr efnahagsreikningi

Tafla með lykiltölum úr efnahagsreikingi (í þúsundum króna)
Tímabil 30.9.2006 31.12.2005 Breyting
Eignir samtals 63.657.171 30.777.470 106,8%
Eigið fé hluthafa móðurfélags 15.397.591 15.948.065 -3,5%
Hlutdeild minnihluta 150.675 142.789 5,5%
Skuldir samtals 48.108.905 14.686.616 227,6%

Rekstrarreikningur

Hagnaður á þriðja ársfjórðungi nam 1.088 m.kr. en á sama tímabili í fyrra var hagnaður 2.554 m.kr. Rekstrarhagnaður tímabilsins fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 1.876 m.kr. en á sama tíma í fyrra var hagnaður 2.317 m.kr. Hagnaður eftir skatta fyrstu 9 mánuði ársins 2006 nam 464 m.kr. en hagnaður á sama tímabili í fyrra nam 5.435 m.kr.

Hagnaður á hlut á fyrstu níu mánuðum ársins nam 0,51 krónum samanborið við 5,94 krónur á hlut í hagnað á sama tímabili 2005.

Tekjur

Bókfærð iðgjöld á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 námu 6.810 m.kr. samanborið við 5.348 m.kr. fyrir sama tímabil í fyrra og hækka því um 27,3%. Að frátöldum áhrifum af Nemi er hækkunin 18,1%. Eigin iðgjöld á sama tímabili námu 4.503 m.kr. og hækka um 24,5% frá sama tímabili í fyrra þegar þau námu 3.617 m.kr. Án Nemi nemur þessi hækkun 18,2%.

Fjárfestingatekjur á fyrstu níu mánuðum ársins nema 3.516 m.kr. en námu á sama tímabili í fyrra 5.564 m.kr. Fjárfestingatekjur á þriðja ársfjórðungi voru 2.126 m.kr. samanborið við 2.497 m.kr. á sama tíma í fyrra. Hlutdeild Nemi og ISP í fjárfestingatekjum er óveruleg á tímabilinu. Á tímabilinu keypti ISP ehf. eigin bréf sem hafði þau áhrif að TM eignaðist ráðandi hlut í félaginu eða 100%, en hafði áður átt 49% hlut.

Gjöld

Bókfærð tjón TM á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 námu 3.935 m.kr. samanborið við 4.373 m.kr. á sama tíma í fyrra og lækka því um 10%. Án Nemi er lækkunin 18,2%. Eigin tjón TM á fyrstu níu mánuðum ársins námu 4.409 m.kr. samanborið við 3.200 m.kr. árið áður og aukast því um 37,8%. Án Nemi er hækkunin 31,2%.

Helsta skýring á auknum tjónakostnaði á tímabilinu er fjölgun viðskiptavina og verðbólga, sem nemur 6,7% en var 3,3% á sama tíma í fyrra.

Rekstrarkostnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 nam 1.339 m.kr. samanborið við 1.214 m.kr. á sama tíma í fyrra. Rekstrarkostnaður félagsins á þriðja ársfjórðungi var 474 m.kr. hækkar um 22% frá árinu áður þegar hann nam 390 m.kr. Áætluð áhrif starfsloka við fyrrverandi forstjóra Nemi að upphæð 100 m.kr eru gjaldfærð hjá félaginu í september. Að öðru leyti er rekstrarkostnaður félagsins í meginatriðum í takt við áætlanir félagsins.

Fjármagnsliðir

Á fyrstu níu mánuðum ársins 2006 var hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga neikvæð um 1.260 m.kr. Þetta skýrist fyrst og fremst af tapi vegna ISP ehf. Á þriðja ársfjórðungi 2006 var hlutdeild TM í afkomu hlutdeildarfélaga neikvæð um 125 m.kr. en var jákvæð um 797 m.kr. á sama tíma í fyrra. ISP er frá ágústlokum 2006 í 100% eigu TM og telst því til dótturfélaga. Helstu eignir ISP eru í Icelandic Group og Avion Group.

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 30. september 2006 voru 63.657 m.kr. Í árslok 2005 námu þær 30.777 m.kr. Eignir félagsins hafa því hækkað um 107% frá áramótum. Mikil breyting er á eignasamsetningu félagsins með tilkomu Nemi og ISP.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 15.548 m.kr. og lækkar um 543 m.kr. frá áramótum. Greiddur var arður að upphæð 1.809 m.kr. og seld eigin bréf að fjárhæð 777 m.kr. á tímabilinu.

Skuldir félagsins námu 48.109 m.kr. 30. september 2006 og hækka þær um 33.422 m.kr. frá áramótum sem skýrist helst af viðbótum vegna Nemi og ISP. Einnig er víkjandi lán vegna kaupanna á Nemi að upphæð rúmir 6 milljarðar.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri var 8.474 m.kr. á tímabilinu en á sama tímabili í fyrra var handbært fé til rekstrar 2.151 m.kr.

Handbært fé hækkaði um 5.001 m.kr. frá áramótum og stendur í 5.824 m.kr. þann 30. september 2006.

Þróun rekstrar

Hér á eftir má sjá afkomu einstakra starfsþátta og þróun á milli níu mánaða annars vegar og ársfjórðunga hins vegar fyrir árin 2006 og 2005. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur.

Afkoma starfsþátta fyrir tímabilið 1. janúar 2006 - 30. september 2006

Tafla yfir afkomu starfsþátta(í þúsundum króna).
Afkoma starfsþátta Skaðatryggingarekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur Samstæða
Tímabil

1/1-30/9 2006

1/1-30/9 2005

1/1-30/9 2006

1/1-30/9

2005

1/1-30/9

2006

1/1-30/9

2005

1/1-30/9

2006

1/1-30/9

2005

Eigin iðgjöld 4.432.804 3.586.633 69.745 30.489 4.502.549 3.617.122
Fjárfestingatekjur 803.043 650.126 4.158 1.608 2.708.477 4.912.677 3.515.678 5.564.410
Hreinar tekjur 5.235.847 4.236.759 73.903 32.097 2.708.477 4.912.677 8.018.227 9.181.532
Eigin tjónakostnaður (4.391.896) (3.192.142) (17.160) (8.165) (4.409.056) (3.200.307)
Annar kostnaður (1.019.146) (1.059.007) (56.942) (23.828) (262.810) (131.126) (1.338.898) (1.213.961)
Kostnaður alls (5.411.043) (4.251.149) (74.101) (31.993) (262.810) (131.126) (5.747.954) (4.414.268)
Rekstrarhagnaður (-tap) (175.196) (14.390) (198) 104 2.445.667 4.781.551 2.270.273 4.767.264
Fjármagnsgjöld (480.713) (1.294) (480.713) (1.294)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga (1.259.644) 1.775.286 (1.259.644) 1.775.286
Hagnaður (tap) fyrir skatta (175.196) (14.390) (198) 104 705.310 6.555.542 529.916 6.541.256
Tekjuskattur (65.436) (1.106.542)
Hagnaður (tap) tímabilsins 464.479 5.434.715
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags 456.592 5.435.552
Hlutdeild minnihluta 7.887 (837)
Samtals 464.479 5.434.715

Afkoma starfsþátta á þriðja ársfjórðungi 2006

Tafla yfir afkomu starfsþátta á þriðja ársfjórðungi 2006.

Tafla yfir afkomu starfsþátta
Afkoma starfsþátta Skaðatryggingarekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur Samstæða
Tímabil Q3 2006 Q3 2005 Q3 2006 Q3 2005 Q3 2006 Q3 2005 Q3 2006 Q3 2005
Eigin iðgjöld

1.705.234

1.254.761

28.468

11.527

1.733.702

1.266.288

Fjárfestingatekjur

295.066

218.706

2.250

560

1.829.102

2.277.439

2.126.418

2.496.705

Hreinar tekjur

2.000.300

1.473.467

30.718

12.087

1.829.102

2.277.439

3.860.120

3.762.993

Eigin tjónakostnaður

(1.504.462)

(379.529)

(5.076)

(3.917)

(1.509.538)

(1.056.304)

Annar kostnaður

(1.052.388)

(324.693)

(26.435)

(15.213)

(68.273)

(50.210)

(474.237)

(390.116)

Kostnaður alls

(1.883.992)

(1.377.081)

(31.510)

(31.510)

(68.273)

(50.210)

(1.983.776)

(1.446.420)

Rekstrarhagnaður (-tap)

116.308

96.386

(792)

(7.043)

1.760.829

2.227.229

1.876.344

2.316.572

Fjármagnsgjöld

(402.799)

(876)

(402.799)

(876)

Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga

(124.614)

796.408

(124.614)

796.408

Hagnaður (tap) fyrir skatta

116.308

96.386

(792)

(7.043)

1.233.416

3.022.760

1.348.931

3.112.103

Tekjuskattur

(260.592)

(557.622)

Hagnaður (tap) tímabilsins

 

 

 

 

1.088.339

2.554.482

Skiptist á:

Hluthafa móðurfélags

 

 

 

 

 

 

1.085.411

2.555.319

Hlutdeild minnihluta

 

 

 

 

 

 

2.928

(837)

Samtals

 

 

 

 

 

 

1.088.339

2.554.482

Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Miklar breytingar eru að verða á rekstri TM með tilkomu Nemi. Fleiri stoðum er rennt undir vátryggingarekstur félagsins. Ytri vöxtur mun hátt í tvöfalda rekstrartekjur félagsins á ársgrundvelli en með tilkomu Nemi verður styrktur enn frekar innri vöxtur félagsins með sameiginlegri þátttöku beggja félaga í frum- og endurtryggingum. Fyrstu skrefin í þessa veru voru tekin í þriðja ársfjórðungi með samningum um tryggingar bátaábyrgðarfélaganna Möretrygd og Tromstrygd.

Þótt hagnaður hafi orðið á vátryggingarekstri TM á þriðja ársfjórðungi er tap á þeim rekstri á árinu. Tjónakostnaður er háður miklum sveiflum og getur haft afgerandi áhrif á afkomu vátryggingastarfseminnar. Þá er rétt að hafa í huga að síðustu þrír mánuðir ársins hafa oft verið félaginu þungir í skauti tjónalega. Því er áfram þörf á markvissum aðgerðum til að bæta afkomu af vátryggingarekstrinum.

Miklar sveiflur hafa verið á afkomu af fjárfestingarstarfsemi félagsins á árinu. Aðgerðir sem gripið hefur verið til, með dreifingu áhættu og fjárfestingum í erlendum félögum, hafa þó dregið úr þessum sveiflum. Afkoma af þessum þætti rekstrar helst þó áfram að verulegu leyti í hendur við þróun íslensks hlutabréfamarkaðar sem almennt er gert ráð fyrir að muni hækka nokkuð til áramóta.

Endurskoðun

Árshlutauppgjörið er óendurskoðað. Stjórn og forstjóri TM hafa í dag samþykkt árshlutareikning félagsins fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2006.

Næstu uppgjör

Ársuppgjör 2006 verður birt þann 8.02.2007.