Þriggja mánaða uppgjör 2007

8. maí 2007

886 m.kr.hagnaður Tryggingamiðstöðvarinnar

Helstu niðurstöður 1. ársfjórðungs 2007

  • Hagnaður ársfjórðungsins nam 886 m.kr. en hagnaður á sama tíma í fyrra var 626 m.kr.
  • Bókfærð iðgjöld af vátryggingastarfsemi á Íslandi jukust um 18%.
  • Bókfærð iðgjöld ríflega tvöfölduðust og voru þau 8.675 m.kr. samanborið við 4.082 m.kr. á sama tíma í fyrra.
  • Rekstrartap af vátryggingastarfsemi var 5 m.kr. samanborið við 215 m.kr. tap á fyrsta ársfjórðungi 2006. Tap af innlendri vátryggingarstarfsemi var 113 m.kr. á tímabilinu.
  • Hagnaður á hlut nam 0,82 krónu.
  • Fjárfestingatekjur félagsins námu 1.894 m.kr. á tímabilinu en voru 1.711 m.kr. árið áður.
  • Heildareignir TM voru 73.812 m.kr. þann 31. mars 2007 og hafa því aukist um 6% frá áramótum þegar þær voru 69.379 m.kr.
  • Norska vátryggingarfélagið Nemi er hluti af samstæðu TM frá 1. september 2006 og hefur áhrif á samanburð rekstrar og efnahags TM á milli ára.

Um uppgjörið

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir áframhaldandi vöxt vátryggingastarfsemi einkenna starfsemi félagsins á Íslandi. Vöxtur bókfærðra iðgjalda á Íslandi nam 18% á tímabilinu og eigin iðgjöld jukust um 22%. Í Noregi stóðu bókfærð iðgjöld í stað en tæplega 10% vöxtur var í eigin iðgjöldum. Hagnaður Nemi nam 153 m.kr. á ársfjórðungnum.

Tjónaþróun tveggja vátryggingagreina á Íslandi er enn áhyggjuefni. Tap er enn af slysatryggingum sjómanna og hafa þær ráðstafanir sem gripið var til á árinu 2006 ekki skilað sér að öllu leyti. Tjónaþróun í greininni er sérstakt áhyggjuefni. Frjálsar ökutækjatryggingar eru reknar með tapi en gripið var til ráðstafana til að snúa þeirri þróun við undir lok ársins 2006. Vátryggingarekstur í Noregi var rekinn með 108 m.kr. hagnaði.

Markaðsaðstæður voru hagstæðar á ársfjórðungnum og voru fjárfestingartekjur samstæðunnar 1.894 m.kr. Áfram var unnið að því að dreifa eignasafni félagsins og var fjárfest í nokkrum félögum í Skandinavíu á tímabilinu. Hinn 2. maí síðastliðinn fékk TM styrkleikamat BBB frá S&P sem voru mjög ánægjuleg tíðindi. Matið opnar nýja markaði fyrir TM. Dótturfélag TM, Nemi, hefur haft einkunnina BBB frá S&P og hefur náð umtalsverðum árangri meðal annars á alþjóðlegum sjótryggingamarkaði.

Tafla yfir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar

Tafla yfir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar (Í þúsundum króna)
Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf.
Tímabil 1Q 2007 4Q 2006 3Q 2006 2Q 2006 1Q 2006
Eigin iðgjöld 2.377.804 2.149.252 1.733.702 1.386.083 1.382.764
Fjárfestingatekjur 1.893.834 1.292.049 2.126.418 (321.933) 1.711.194
Hreinar tekjur 4.271.638 3.441.301 3.860.120 1.064.150 3.093.957
Eigin tjónakostnaður (2.361.763)  (1.967.219)  (1.509.538)  (1.377.761)  (1.521.756)
Annar rekstrarkostnaður  (540.875)  (924.711)  (474.237)  (443.446)  (421.215)
Kostnaður alls  (2.902.639)  (2.891.930)  (1.983.776)  (1.821.207)  (1.942.972)
Rekstrarhagnaður (-tap)  1.368.999  549.370  1.876.344  (757.057)  1.150.986
Fjármagnsgjöld  (324.197)  (306.096)  (402.799)  (71.320)  (6.594)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfél.  3.922  5.813  (124.614)  (721.366)  (413.664)
Hagnaður (tap) fyrir skatta  1.048.724  249.088  1.348.931  (1.549.743)  730.728
Tekjuskattur  (162.421)  (17.469)  (260.592)  299.840  (104.684)
Hagnaður (tap) tímabilsins  886.304  231.618  1.088.339  (1.249.903)  626.043
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  882.524  230.744  1.085.411  (1.254.862)  625.742
Hlutdeild minnihluta  3.780  874  2.928  4.959  301
Samtals:  886.304  231.618  1.088.339  (1.249.903)  626.043

Helstu kennitölur og upplýsingar

Tafla yfir helstu kennitölur
Tímabil 1Q 2007 1Q 2006
Kennitölur úr vátryggingarekstri % % 
Eigin tjón af eigin iðgjöldum 99,3 110,1
Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum 19,2 24,6
Fjárfestingartekjur af eigin iðgjöldum 18,3 19,1
Hlutföll 1 + 2 - 3 100,2 115,5
Aðrar kennitölur
Arðsemi eiginfjár 16,3 15,8
Eiginfjárhlutfall 28,8 42,8
Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár 0,82 krónur 0,69 krónur
Meðalfjöldi útistandandi hluta (þús kr.) 1.081.639 krónur 904.341 krónur

Lykiltölur úr efnahagsreikningi

Tafla yfir lykiltölur úr efnahagsreikningi (Í þúsundum króna)
Tímabil 31.3.2007 31.12.2006 Breyting
Eignir samtals 73.811.779 69.379.324 6,4%
Eigið fé hluthafa móðurfélags 21.121.403 21.820.831 -3,2%
Hlutdeild minnihluta 155.329 151.549 2,5%
Skuldir samtals 52.535.047 47.406.944 10,8%

 

Rekstrarreikningur

Hagnaður tímabilsins nam 886 m.kr. en var 626 m.kr. á sama tíma í fyrra. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga er 1.369 m.kr. en var 1.151 m.kr. á 1. ársfjórðungi 2006.

Hagnaður á hlut á 1. ársfjórðungi 2007 nam 0,82 krónum samanborið við 0,69 krónur á hlut í hagnað á sama tímabili 2006.

Tekjur

Bókfærð iðgjöld tímabilsins námu 8.675 m.kr. samanborið við 4.081 m.kr. á sama tíma í fyrra og hækka því um 113%. Að frátöldum áhrifum af Nemi er hækkunin 18%.

Bókfærð iðgjöld Nemi standa í stað miðað við sama tíma í fyrra. Eigin iðgjöld tímabilsins námu 2.378 m.kr. og hækka um 72% frá sama tíma í fyrra þegar þau námu 1.383 m.kr. Án Nemi nemur þessi hækkun 22%. Eigin iðgjöld Nemi hækka um 10% miðað við sama tímabil.

Fjárfestingatekjur nema 1.894 m.kr. en námu 1.711 m.kr. á sama tíma í fyrra.

Gjöld

Bókfærð tjón á 1. ársfjórðungi námu 3.272 m.kr. samanborið við 1.251 m.kr. á 1. ársfjórðungi 2006 og hækka því um 162%. Mikil aukning er í bókfærðum tjónum bæði á Íslandi og í Noregi. Eigin tjón TM á tímabilinu námu 2.362 m.kr. samanborið við 1.522 m.kr. árið áður og aukast því um 55%. Án Nemi er hækkunin 20%. Aukning eigin tjóna í Noregi er 18% miðað við sama tíma í fyrra.

Rekstrarkostnaður á 1. ársfjórðungi  2007 nam 541 m.kr. samanborið við 421 m.kr. á árinu 2006. Kostnaður Nemi nam um 83 m.kr. á tímabilinu.

Fjármagnsliðir

Fjármagnsgjöld námu 324 m.kr. á tímabilinu samanborið við 7 m.kr. á sama tíma í fyrra.  Skýrist þetta af breyttri fjármagnsskipan félagsins.

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 31. mars 2007 voru 73.812 m.kr. Í árslok 2006 námu þær 69.379 m.kr. Eignir félagsins hafa því hækkað um rúm 6% frá áramótum.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 21.277 m.kr. og lækkar um 696 m.kr. frá áramótum. Um 1.000 m.kr. voru greiddar í arð á tímabilinu.

Skuldir félagsins námu 52.535 m.kr. 31. mars 2007 og hækka þær um 5.128 m.kr. frá áramótum sem skýrist helst af hækkun vátryggingaskuldar og viðskiptaskulda.

Sjóðstreymi

Handbært fé til rekstrar var 1.566 m.kr. á tímabilinu en á sama tíma í fyrra var handbært fé frá rekstri 895 m.kr.

Handbært fé lækkaði um 1.459 m.kr. frá áramótum og stendur í 7.243 m.kr. þann 31. mars 2007.

Þróun rekstrar

Hér á eftir má sjá afkomu einstakra starfsþátta og þróun á milli fyrsta ársfjórðungs 2007 og fyrsta ársfjórðungs 2006. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur.

Afkoma starfsþátta á fyrsta ársfjórðungi 2007

Tafla yfir afkomu starfsþátta (Í þúsundum króna) 
Tegund Skaðatr.rekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur Samstæða
Tímabil 1Q 2007 1Q 2006 1Q 2007 1Q 2006 1Q 2007 1Q 2006 1Q 2007 1Q 2006
Eigin iðgjöld 2.345.364  1.366.653  32.440  16.111  2.377.804  1.382.764
Fjárfestingatekjur  433.048  263.450  1.640  970  1.459.146  1.446.774  1.893.834  1.711.194
Hreinar tekjur  2.778.412  1.630.103  34.080  17.081  1.459.146  1.446.774  4.271.638  3.093.958
Eigin tjónakostnaður   (2.358.454)  (1.515.462)  (3.309)  (6.294)  (2.361.763)  (1.521.756)
Annar kostnaður  (428.623)  (326.444)  (26.823)  (13.518)  (85.429)  (81.253)  (540.875)  (421.215)
Kostnaður alls  (2.787.077)  (1.841.906)  (30.132)  (19.812)  (85.429)  (81.253)  (2.902.639)  (1.942.972)
Rekstrarhagnaður (-tap)  (8.665)  (211.803)  3.948  (2.731)  1.373.717  1.365.521  1.369.000  1.150.986
Fjármagnsgjöld  (324.197)  (6.594)  (324.197)  (6.594)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga          3.922  (413.664)  3.922  (413.664)
Hagnaður (tap) fyrir skatta  (8.665)  (211.803)  3.948  (2.731)  1.053.442  945.263  1.048.724  730.728
Tekjuskattur  (162.421)  (104.684)
Hagnaður (tap) tímabilsins  886.304  626.043
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  882.524  625.742
Hlutdeild minnihluta  3.780  301
Samtals:  886.304  626.043

Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Vaxtarhorfur í rekstri TM eru áfram góðar.  Styrkleikamat S&P mun jafnframt gera félaginu kleift að sækja fram á nýjum mörkuðum. Þeir markaðir og þær greinar eru með betri kostnaðarhlutföll en þekkjast á Íslandi. Matið frá S&P gerir nú TM og Nemi kleift að sækja nýjar vátryggingar saman. Á síðasta ári var markvisst unnið að því að bæta afkomu vátryggingarekstrar. Þær aðgerðir sem gripið var til skiluðu sér þegar að hluta á því ári. Rétt er þó að taka fram að tjónakostnaður er háður miklum sveiflum og getur haft afgerandi áhrif á afkomu vátryggingastarfseminnar.

Endurskoðun

Árshlutareikningurinn er óendurskoðaður. Stjórn og forstjóri TM hafa í dag samþykkt árshlutareikning félagsins fyrir 1. ársfjórðung 2007. Hann er að finna á vefsíðu félagsins.

Næstu uppgjör

Árshlutauppgjör 2. ársfjórðungs 2007       01.08.2007

Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2007       02.11.2007

Ársuppgjör 2007                                             08.02.2008

 

Nánari upplýsingar veitir Óskar Magnússon forstjóri, sími 515 2609 .