Sex mánaða uppgjör 2007

1. ágú. 2007

2.428 m.kr. hagnaður á fyrstu sex mánuðum 2007

Helstu niðurstöður janúar til júní 2007

 • Hagnaður fyrstu sex mánuði ársins var 2.428 m.kr. en tap var á sama tíma í fyrra að fjárhæð 624 m.kr.
 • Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 1.542 m.kr. samanborið við 1.250 m.kr. tap á síðasta ári
 • Hagnaður af vátryggingastarfsemi á fyrstu sex mánuðum ársins var 337 m.kr. fyrir skatta samanborið við 291 m.kr. tap í fyrra.
 • Hagnaður af innlendri vátryggingastarfsemi var 55 m.kr. fyrir skatta á tímabilinu
 • Bókfærð iðgjöld ríflega tvöfölduðust og voru þau 13.126 m.kr. samanborið við 5.226 m.kr. á sama tíma í fyrra.
 • Bókfærð iðgjöld af vátryggingastarfsemi TM á Íslandi jukust um 22%
 • Fjárfestingatekjur félagsins námu 4.066 m.kr. á tímabilinu en voru 1.389 m.kr. árið áður.
 • Hagnaður á hlut nam 2,24 krónum.
 • Heildareignir TM voru 75.245 m.kr. þann 30. júní 2007 og hafa aukist um 8,5% frá áramótum þegar þær voru 69.379 m.kr.
 • Eigið fé nam 22.763 í lok tímabilsins sambanborið við 21.972 um áramót
 • Eiginfjárhlutfall var 30,3% þann 30. júní.
 • Norska vátryggingarfélagið Nemi er hluti af samstæðu TM frá 1. september 2006 og hefur áhrif á samanburð rekstrar og efnahags TM á milli ára.

Um uppgjörið

Óskar Magnússon, forstjóri TM, segir ánægjulegt að sjá jákvæða þróun í afkomu félagsins. Hagstætt umhverfi á verðbréfamarkaði hafi haft jákvæð áhrif á afkomuna en að einnig megi merkja jákvæðan viðsnúning í afkomu af vátryggingastarfsemi. Kaupin á Nemi á síðasta ári auka umsvif og bæta afkomu félagsins af vátryggingastarfsemi.

Afkoma af vátryggingastarfsemi á Íslandi hefur batnað. Flestar tryggingagreinar eru nú reknar með hagnaði. Frjálsar ökutækjatryggingar hafa verið reknar með tapi en verðskrá þeirra var hækkuð um 15% frá og með 1. júlí og á sú hækkun eftir að skila sér. Einnig hefur mikil vinna átt sér stað í forvarnarstarfi á þessu sviði. Slysa- og sjúkratryggingar eru sérstakt áhygguefni og hefur tap af þessari grein verið verulegt á fyrri hluta ársins. Tapið má fyrst og fremst rekja til verulega aukins tjónaþunga í sjómannatryggingum. Þegar hefur verið gripið til ýmissa forvarnaraðgerða í samstarfi við viðskiptavini. Afkoma sjúkra- og slysatrygginga mun áfram verða erfið á þessu ári og fyrir liggur að hún er langt frá því að vera viðunandi. Breyta þarf fyrirkomulagi þessarar tryggingagreinar og hækka iðgjöld í samræmi við aukin tjónaþunga.

Afkoma Nemi dótturfélags TM í Noregi var góð á tímabilinu. 17% vöxtur er á bókfærðum iðgjöldum og hagnaður af starfseminni hefur aukist. Nokkrir stórir samningar náðust við nýja viðskiptavini á tímabilinu.

Þróun á verðbréfamarkaði var hagstæð á tímabilinu og voru fjárfestingartekjur samstæðunnar 4.066 m.kr. Áfram var unnið að því að dreifa eignasafni félagsins og var aukið við fjárfestingar félagsins erlendis. Ánægjulegt er að sjá verulega aukningu í fjárfestingatekjum hjá Nemi en unnið hefur verið samkvæmt nýrri fjárfestingastefnu þar á þessu ári.

Nánari upplýsingar veitir Óskar Magnússon forstjóri, í síma 515 2609 .

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf.

Þessi tafla sýnir lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar
Tímabil 2. ársfj. 1. ársfj. 4. ársfj. 3. ársfj. 2. ársfj.
2007 2007 2006 2006 2006
Eigin iðgjöld 2.653.829 2.377.804 2.149.252 1.733.702 1.386.083
Fjárfestingatekjur 2.172.571 1.893.834  1.292.049  2.126.418  (321.933)
Hreinar tekjur  4.826.400  4.271.638  3.441.301  3.860.120  1.064.150
Eigin tjónakostnaður   (2.176.231)  (2.361.763)  (1.967.219)  (1.509.538)  (1.377.761)
Annar rekstrarkostnaður  (773.953)  (540.875)  (924.711)  (474.237)  (443.446)
Kostnaður alls  (2.950.185)  (2.902.639)  (2.891.930)  (1.983.776)  (1.821.207)
Rekstrarhagnaður (-tap)  1.876.215  1.368.999  549.370  1.876.344  (757.057)
Fjármagnsgjöld  (272.358)  (324.197)  (306.096)  (402.799)  (71.320)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfél.  5.892  3.922  5.813  (124.614)  (721.366)
Hagnaður (tap) fyrir skatta  1.609.750  1.048.724  249.088  1.348.931  (1.549.743)
Tekjuskattur  (68.135)  (162.421)  (17.469)  (260.592)  299.840
Hagnaður (tap) tímabilsins  1.541.614  886.304  231.618  1.088.339  (1.249.903)
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  1.536.364  882.524  230.744  1.085.411  (1.254.862)
Hlutdeild minnihluta  5.250  3.780  874  2.928  4.959
 1.541.614  886.304  231.618  1.088.339  (1.249.903)

Helstu kennitölur og upplýsingar:

Tafla með helstu kennitölum og upplýsingum
Tímabil 2007 2006
1/1-30/6 1/1-30/6
Kennitölur úr vátryggingarekstri %  % 
1.  Eigin tjón af eigin iðgjöldum ....................................................................... 90,2 104,7
2.  Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum ............................................ 19,6 24,2
3.  Fjárfestingartekjur af eigin iðgjöldum ....................................................... 16,5 18,4
4.  Hlutföll 1 + 2 - 3 ............................................................................................. 93,3 110,5
Aðrar kennitölur
5.  Arðsemi eiginfjár............................................................................................ 21,5 0,0
6.  Eiginfjárhlutfall................................................................................................ 30,3 42,4
7.  Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár................................................ 2,24 kr. -0,69 kr.
8.  Meðalfjöldi útistandandi hluta (þús kr.)...................................................... 1.081.639 kr. 908.865 kr.

Rekstrarreikningur

Hagnaður á öðrum ársfjórðungi nam 1.542 m.kr. Samanborið við 1.250 m.kr. tap á sama tímabili í fyrra.  Rekstarhagnaður fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var 1.876 m.kr. en 757 m.kr. tap var í fyrra.

Hagnaður á fyrstu sex mánuðum ársins nam 2.428 m.kr. samanborið við tap upp á 624 m.kr. í fyrra.

Hagnaður á hlut á fyrri árshelmingi 2007 nam 2,24 krónum samanborið við tap upp á 0,69 krónur á hlut á árinu 2006.

Tekjur

Bókfærð iðgjöld á fyrri árshelmingi námu 13.126 m.kr. samanborið við 5.226 m.kr. á sama tíma í fyrra og hækka því um 151%. Að frátöldum áhrifum af Nemi er hækkunin 22%. Bókfærð iðgjöld Nemi hækka um 17% miðað við sama tíma í fyrra. Eigin iðgjöld tímabilsins námu 5.032 m.kr. og hækka um 82% frá sama tíma í fyrra þegar þau námu 2.769 m.kr. Án Nemi nemur þessi hækkun 28%. Eigin iðgjöld Nemi hækka um 19% miðað við sama tímabil.

Fjárfestingatekjur nema 4.066 m.kr. en námu 1.389 m.kr. á sama tíma í fyrra.  Hækkunin skýrist að mestu af gangvirðsbreytingum skráðra hlutabréfa.

Gjöld

Bókfærð tjón á fyrstu sex mánuðum ársins námu 5.882 m.kr. samanborið við 2.395 m.kr. á árið 2006 og hækka því um 146%. Töluverð aukning er í bókfærðum tjónum bæði á Íslandi og í Noregi. Eigin tjón á tímabilinu námu 4.538 m.kr. samanborið við 2.900 m.kr. árið áður og aukast því um 56%. Án Nemi er hækkunin 16%. Aukning eigin tjóna hjá Nemi er 31% miðað við sama tíma í fyrra.

Rekstrarkostnaður á fyrra árshelmingi 2007 nam 1.314 m.kr. samanborið við 865 m.kr. á árinu 2006. 

 

Fjármagnsliðir

Fjármagnsgjöld námu 597 m.kr. á tímabilinu samanborið við 78 m.kr. á sama tíma í fyrra.  Skýrist þetta af breyttri fjármagnsskipan félagsins vegna kaupa á Nemi.

Lykiltölur úr efnahagsreikningi

Tafla með helstu lykiltölum.
Tímabil 30.6.2007 31.12.2006       Breyting
Eignir samtals 75.244.720          69.379.324 8,5%
Eigið fé hluthafa móðurfélags          22.449.558 21.820.831 2,9%
Hlutdeild minnihluta 313.579 151.549 106,9%
Skuldir samtals 52.481.583 47.406.944 10,7%

Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 30. júní 2007 voru 75.245 m.kr. Í árslok 2006 námu þær 69.379 m.kr. Eignir félagsins hafa því hækkað um rúm 8% frá áramótum.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 22.763 m.kr. og hækkar það um 791 m.kr. frá áramótum. Hagnaður hækkar eigið fé en til lækkunar koma arðgreiðslur sem námu um 1.000 m.kr. á tímabilinu, og einnig er neikvæður þýðingarmunur vegna Nemi sem kemur til vegna styrkingar ISK.

Skuldir félagsins námu 52.482 m.kr. þann 30. júní 2007 og hækka þær um 5.075 m.kr. frá áramótum sem skýrist helst af hækkun vátryggingaskuldar og viðskiptaskulda.

Sjóðstreymi

Handbært fé til rekstrar var 2.051 m.kr. á tímabilinu en á sama tíma í fyrra var handbært fé frá rekstri 4.887 m.kr.  Skýrist þessi breyting að mestu af kaupum umfram sölu á hlutabréfum.

Handbært fé lækkaði um 2.637 m.kr. frá áramótum og stendur í 6.064 m.kr. þann 30. júní 2007.

Afkoma starfsþátta

Hér á eftir má sjá afkomu einstakra starfsþátta og þróun fyrir tímabilið janúar til júní 2007 samanborið við sama tímabil 2006. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur.

Afkoma starfsþátta fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2007

Tafla yfir afkomu starfsþátta
Tegund Skaðatryggingarekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur Samstæða
Tímabil 1/1-30/6 1/1-30/6 1/1-30/6 1/1-30/6 1/1-30/6 1/1-30/6 1/1-30/6 1/1-30/6
2007 2006 2007 2006 2007 2006 2007 2006
Eigin iðgjöld 4.966.093  2.727.570  65.539  41.277  5.031.633  2.768.847
Fjárfestingatekjur  824.304  507.977  4.089  1.908  3.238.013  879.375  4.066.405  1.389.260
Hreinar tekjur  5.790.397  3.235.547  69.628  43.185  3.238.013  879.375  9.098.038  4.158.107
Eigin tjónakostnaður   (4.532.349)  (2.887.434)  (5.646)  (12.084)  (4.537.995)  (2.899.518)
Annar kostnaður  (930.489)  (639.617)  (55.008)  (30.507)  (329.331)  (194.537)  (1.314.828)  (864.661)
Kostnaður alls  (5.462.838)  (3.527.051)  (60.653)  (42.591)  (329.331)  (194.537)  (5.852.823)  (3.764.179)
Rekstrarhagnaður (-tap)  327.559  (291.504)  8.974  594  2.908.681  684.838  3.245.215  393.929
Fjármagnsgjöld  (596.555)  (77.914)  (596.555)  (77.914)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga          9.814  (1.135.030)  9.814  (1.135.030)
Hagnaður (tap) fyrir skatta  327.559  (291.504)  8.974  594  2.321.941  (528.106)  2.658.474  (819.016)
Tekjuskattur  (230.556)  195.156
Hagnaður (tap) tímabilsins  2.427.918  (623.860)
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags  2.418.888  (628.819)
Hlutdeild minnihluta  9.030  4.959
 2.427.918  (623.860)

Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Áframhaldandi er gert ráð fyrir bata í afkomu af vátryggingastarfsemi TM.  Tekist hefur að koma í veg fyrir tap í flestum tryggingagreinum.  Enn á 15% hækkun frjálsra ökutækjatrygginga frá 1. júlí eftir að skila sér inn í afkomu þeirrar greinar. Aðgerðir til að bæta afkomu í slysa- og sjúkratryggingum munu ekki skila sér nema að mjög takmörkuðu leyti á þessu ári en verið er að vinna í aðgerðum sem ættu að skila verulegum árangri á næsta ári. Vöxtur starfseminnar í Noregi hefur verið góður og áfram er gert ráð fyrir auknum vexti í vátryggingastarfsemi þar.  Samvinna Nemi og TM í tryggingum erlendis hefur aukist og mörg tækifæri eru til frekara samstarfs á þeim vettvangi. 

Endurskoðun

Árshlutauppgjörið (pdf skjal, 220 kb, Táknmynd fyrir skjal sem er ekki að fullu aðgengilegt í skjálesara ) hefur verið kannað af endurskoðendum félagsins, Deloitte. Stjórn og forstjóri TM samþykktu árshlutareikning félagsins fyrir 2. ársfjórðung 2007 þann 31. júlí eftir lokun kauphallar. Hann er að finna á vefsíðu félagsins

www.tryggingamidstodin.is.

 

Næstu uppgjör

Árshlutauppgjör 3. ársfjórðungs 2007       02.11.2007

Ársuppgjör 2007                                                08.02.2008Fréttatilkynningin á pdf sniðmáti (58 kb).