Níu mánaða uppgjör TM

1. nóv. 2007

1.873 milljón króna hagnaður á fyrstu 9 mánuðum ársins


Helstu niðurstöður janúar til september 2007

  • Hagnaður fyrstu níu mánuði ársins var 1.873 m.kr. en hagnaður var á sama tíma í fyrra að fjárhæð 464 m.kr.
  • Tap á þriðja ársfjórðungi var 555 m.kr. samanborið við 1.088 m.kr. hagnað á síðasta ári.
  • Hagnaður af vátryggingastarfsemi á fyrstu níu mánuðum ársins var 358 m.kr. fyrir skatta samanborið við 175 m.kr. tap í fyrra.
  • Bókfærð iðgjöld voru 16.636 m.kr. samanborið við 6.810 m.kr. á sama tíma í fyrra.
  • Fjárfestingatekjur námu 4.296 milljónum króna en voru 3.516 m.kr á sama tímabili í fyrra.
  • Tap á hlut nam 0,51 krónum á þriðja ársfjórðungi.
  • Heildareignir TM voru 72.985 m.kr. þann 30. september 2007 en voru 69.661 um áramót.
  • Eigið fé nam 23.097 m.kr. í lok tímabilsins samanborið við 22.121 m.kr. um áramót.
  • Eiginfjárhlutfall var 31,6% þann 30. september.
  • Norska vátryggingarfélagið Nemi er hluti af samstæðu TM frá 1. september 2006 og hefur áhrif á samanburð rekstrar og efnahags TM á milli ára.

Um uppgjörið

Nokkrir þættir höfðu neikvæð áhrif á afkomu félagsins á þriðja ársfjórðungi. Miklar sveiflur voru á gengi hlutabréfa í ársfjórðungnum sem höfðu neikvæð áhrif á afkomu af fjárfestingastarfsemi félagsins. Afkoma af vátryggingastarfsemi er enn undir markmiðum. Afkoma Nemi dótturfélags TM í Noregi hefur verið í samræmi við áætlanir og hlutföll tjóna og kostnaðar innan þeirra marka sem sett hafa verið. Afkoma vátryggingastarfsemi TM á Íslandi er misjöfn eftir flokkum og eru það einkum tveir flokkar vátrygginga sem skila slakri afkomu. Þessir flokkar eru eins og áður frjálsar ökutækjatryggingar og slysatryggingar sjómanna.

Töluverður kostnaður var bókfærður í ársfjórðungnum vegna breytinga á yfirstjórn félagsins. Hér er um að ræða einskiptis kostnað og er annar kostnaður félagsins í samræmi við eða lægri en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Á þriðja ársfjórðungi var gengið frá útdeilingu á kaupverði Nemi. Útdeiling leiddi til lækkunar á viðskiptavild um 724 milljónir króna, sem skiptist á vörumerki, viðskiptasambönd og tekjuskattsskuldbindingu. Viðskiptasambönd eru afskrifuð á 5 árum. Nemi hefur verið hluti af samstæðu TM frá 1. september 2006 og þar af leiðandi koma til gjaldfellingar í þessum ársfjórðungi afskriftir í 13 mánuði að fjárhæð ISK 45,6 m.kr. eftir skatta. Viðskiptavild og vörumerki verða virðisrýrnunarprófuð einu sinni á ári.

Nánari upplýsingar veitir Sigurður Viðarsson forstjóri í síma 515 2636.

Lykiltölur úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. Í þúsundum króna.

Tafla með lykiltölum úr rekstri Tryggingamiðstöðvarinnar hf. (í þúsundum króna)

Tímabil

3. ársfj.

2. ársfj.

1. ársfj.

4. ársfj.

3. ársfj.

Ár 2007 2007 2007 2006 2006
Eigin iðgjöld 2.741.552 2.653.829 2.377.804 2.149.252 1.733.702
Fjárfestingatekjur 230.032 2.172.571 1.893.834 1.292.049 2.126.418
Hreinar tekjur 2.971.584 4.826.400 4.271.638 3.441.301 3.860.120
Eigin tjónakostnaður (2.408.224) (2.176.231) (2.361.763) (1.967.219) (1.509.538)
Annar rekstrarkostnaður (789.352) (773.953) (540.875) (924.711) (474.237)
Kostnaður alls (3.197.576) (2.950.185) (2.902.639) (2.891.930) (1.983.776)
Rekstrarhagnaður (-tap) (225.992) 1.876.215 1.368.999 549.370 1.876.344
Fjármagnsgjöld (428.506) (272.358) (324.197) (306.096) (402.799)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfél. 4.748 5.892 3.922 5.813 (124.614)
Hagnaður (tap) fyrir skatta (649.749) 1.609.750 1.048.725 249.088 1.348.931
Tekjuskattur 94.335 (68.135) (162.421) (17.469) (260.592)
Hagnaður (tap) tímabilsins 555.414) 1.541.615 886.304 231.618 1.088.339
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags (556.483) 1.536.364 882.524 230.744 1.085.411
Hlutdeild minnihluta 1.069 5.250 3.780 874 2.928
(555.414) 1.541.614 886.304 231.618 1.088.339

Helstu kennitölur og upplýsingar:

Tafla með helstu kennitölum og upplýsingum
Tímabil 2007 2006
1/1-30/9 1/1-30/9
Kennitölur úr vátryggingarekstri % %
1. Eigin tjón af eigin iðgjöldum 89,4 97,9
2. Annar rekstrarkostnaður af eigin iðgjöldum 21,6 23,9
3. Fjárfestingartekjur af eigin iðgjöldum 15,6 17,9
4. Hlutföll 1 + 2 - 3 95,4 103,9
Aðrar kennitölur
5. Arðsemi eiginfjár 11,1 4,1
6. Eiginfjárhlutfall 31,6 24,4
7. Afkoma á hverja krónu nafnverðs hlutafjár 1,73 kr. 0,51 kr.
8. Meðalfjöldi útistandandi hluta (þúsundir króna) 1.081.639 kr. 914.098 kr.

Rekstrarreikningur

Tap á þriðja ársfjórðungi nam 555 m.kr. Samanborið við 1.088 m.kr. hagnað á sama tímabili í fyrra. Rekstartap fyrir fjármagnsgjöld og hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga var 226 m.kr. en 1.876 m.kr. hagnaður var í fyrra.

Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins nam 1.873 m.kr. samanborið við 464 m.kr. hagnað í fyrra.

Hagnaður á hlut á fyrstu 9 mánuðum ársins nam 1,73 krónum samanborið við hagnað upp á 0,51 krónu á hlut á árinu 2006.


Tekjur

Bókfærð iðgjöld námu 16.636 m.kr. á tímabilinu janúar til september samanborið við 6.810 m.kr. á sama tíma í fyrra og hækka því um 144%. Að frátöldum áhrifum af Nemi er hækkunin 19%. Bókfærð iðgjöld Nemi hækka um 18% miðað við sama tíma í fyrra. Eigin iðgjöld tímabilsins námu 7.773 m.kr. og hækka um 73% frá sama tíma í fyrra þegar þau námu 4.503 m.kr. Án Nemi nemur þessi hækkun 24%. Eigin iðgjöld Nemi hækka um 16% miðað við sama tímabil.

Fjárfestingatekjur nema 4.296 m.kr. en námu 3.516 m.kr. á sama tíma í fyrra. Hækkunin skýrist að mestu af gangvirðsbreytingum skráðra hlutabréfa.

Gjöld

Bókfærð tjón á fyrstu níu mánuðum ársins námu 8.640 m.kr. samanborið við 3.935 m.kr. á árið 2006 og hækka því um 120%. Töluverð aukning er í bókfærðum tjónum bæði á Íslandi og í Noregi. Eigin tjón á tímabilinu námu 6.946 m.kr. samanborið við 4.409 m.kr. árið áður og aukast því um 58%. Án Nemi er hækkunin 21%. Aukning eigin tjóna hjá Nemi er 15% miðað við sama tíma í fyrra.

Rekstrarkostnaður á fyrstu 9 mánuðum 2007 nam 2.104 m.kr. samanborið við 1.339 m.kr. á árinu 2006 en þá var Nemi einungis inni í einn mánuð. Hér koma inn liðir vegna breytingar á yfirstjórn og afskriftir vegna útdeilingar á viðskiptavild Nemi.

Fjármagnsliðir

Fjármagnsgjöld námu 1.025 m.kr. á tímabilinu samanborið við 481 m.kr. á sama tíma í fyrra. Skýrist þetta af breyttri fjármagnsskipan félagsins vegna kaupa á Nemi.

Lykiltölur úr efnahagsreikningi

Tafla með lykiltölur úr efnahagsreikningi (í þúsundum króna)
30.9.2007 31.12.2006 Breyting
Eignir samtals 72.985.270 69.660.859 4,8%
Eigið fé hluthafa móðurfélags 22.788.081 21.969.720 3,7%
Hlutdeild minnihluta 309.398 151.549 104,2%
Skuldir samtals 49.887.791 47.539.590 4,9%


Efnahagsreikningur

Eignir

Heildareignir TM þann 30. september 2007 voru 72.985 m.kr. Í árslok 2006 námu þær 69.661 m.kr.

Eigið fé og skuldir

Eigið fé TM er 23.097 m.kr. og hækkar það um 976 m.kr. frá áramótum. Skuldir félagsins námu 49.888 m.kr. þann 30. september 2007.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri var 207 m.kr. á tímabilinu en á sama tíma í fyrra var handbært fé frá rekstri 8.474 m.kr. Handbært fé lækkaði um 3.623 m.kr. frá áramótum og stendur í 5.073 m.kr. þann 30. september 2007.

Afkoma starfsþátta

Hér á eftir má sjá afkomu einstakra starfsþátta og þróun fyrir tímabilið janúar til september 2007 samanborið við sama tímabil 2006. Samstæðunni er skipt upp í þrjá rekstrarstarfsþætti: skaðatryggingarekstur, líftryggingarekstur og fjármálarekstur.

Afkoma starfsþátta fyrir tímabilið 1. janúar til 30.september 2007 (í þúsundum króna)

Tafla er sýnir afkomu starfsþátta
Tegund Skaðatryggingarekstur Líftryggingarekstur Fjármálarekstur Samstæða
Tímabil 1/1-30/9 1/1-30/9 1/1-30/9 1/1-30/9 1/1-30/9 1/1-30/9 1/1-30/9 1/1-30/9
Ár 2007 2006 2007 2006 2007 2006 2007 2006
Eigin iðgjöld 7.666.786 4.432.804 106.399 69.745 7.773.185 4.502.549
Fjárfestingatekjur 1.205.929 803.043 6.895 4.158 3.083.614 2.708.477 4.296.437 3.515.678
Hreinar tekjur 8.872.715 5.235.847 113.294 73.903 3.083.614 2.708.477 12.069.622 8.018.227
Eigin tjónakostnaður (6.905.629) (4.391.896) (40.590) (17.160) (6.946.219) (4.409.056)
Annar kostnaður (1.598.891) (1.019.146) (82.615) (56.942) (422.674) (262.810) (2.104.180) (1.338.898)
Kostnaður alls (8.504.520) (5.411.042) (123.206) (74.101) (422.674) (262.810) (9.050.399) (5.747.954)
Rekstrarhagnaður (-tap) 368.195 (175.195) (9.912) (198) 2.660.940 2.445.667 3.019.223 2.270.273
Fjármagnsgjöld (1.025.061) (480.713) (1.025.061) (480.713)
Hlutdeild í afkomu hlutdeildarfélaga 14.562 (1.259.644) 14.562 (1.259.644)
Hagnaður (tap) fyrir skatta 368.195 (175.195) (9.912) (198) 1.650.441 705.310 2.008.724 529.916
Tekjuskattur (136.221) (65.436)
Hagnaður tímabilsins 1.872.504 464.479
Skiptist á:
Hluthafa móðurfélags 1.867.655 456.592
Hlutdeild minnihluta 4.849 7.887
1.872.504 464.479


Rekstrarhorfur og framtíðarsýn

Áfram verður unnið að því að bæta afkomu vátryggingastarfsemi á Íslandi. Sett hafa verið markmið um hlutfall tjóna og kostnaðar af iðgjöldum og unnið er að því að ná þessum markmiðum. Bæta þarf afkomu af slysa- og sjúkratryggingum og í frjálsum ökutækjatryggingum er unnið að forvarnarstarfi í samstarfi við nokkra stóra viðskiptavini. Hækkun iðgjalda um 15% þann 1. júlí síðastliðinn í frjálsum ökutækjatryggingum hefur ekki skilað sér inn en nema að litlu leyti þar sem stærsti hluti þessara trygginga er endurnýjaðar á fyrri hluta árs.

Endurskoðun

Árshlutauppgjörið (pdf skjal, 216 kb) hefur verið kannað af endurskoðendum félagsins, Deloitte. Stjórn og forstjóri TM hafa í dag samþykkt árshlutareikning félagsins fyrir 3. ársfjórðung 2007.


Fréttatilkynningin á pdf sniðmáti (56 kb).